Borgarráð - Fundur nr. 4813

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 14. október, var haldinn 4813. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 2., 17. og 22. september. R03030051

2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarvogs frá 11. og 24. september. R03010027

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 8. október. R03020113

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 29. september. R03010021

5. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 1. október. R03010017

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 2. október. R03010018

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R03090151

8. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 27. júní s.l., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 26. s.m. um skipun nefndar til mótunar stefnu í úrgangsmálum, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. júlí s.l. R03070091 Borgarráð samþykkir að tilnefna eftirtalda fulltrúa:

Björk Vilhelmsdóttir, fomaður Ragnhildur Helgadóttir Egill Hreinsson Jórunn Frímannsdóttir Kristján Guðmundsson

9. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 13. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 30. f.m. um stöðu undirbúningsframkvæmda vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sundabraut, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs 30. f.m. R03090157

10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 10. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R03050131

11. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 14. þ.m. um styrkumsókn vegna alþjóðlegu ferðaráðstefnunnar SITE, sem haldin verður í Reykjavík í desembermánuði n.k. R03090087 Samþykkt að veita fjárstuðning að fjárhæð kr. 750.000 af liðnum ófyrirséð.

12. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 13. þ.m., svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um uppgröft við Aðalstræti, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs 7. þ.m. R01110051

13. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunenfdar 7. s.m. um niðurstöður starfshóps um sameiginlegar tillögur um breytingar á bílastæðagjöldum í miðborginni. R03040061 Vísað til borgarstjórnar.

14. Lagt fram bréf forstjóra Björgunar ehf. frá 9. þ.m. þar sem óskað er eftir viðræðum um að fyrirtækið flytji sig um set. R03100073 Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs og umhverfis- og tæknisviðs.

15. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 7. s.m. um fjölgun bifreiðastæða við Ofanleiti 19-21. R00100160 Frestað.

16. Lögð fram umsögn borgarverkfræðings frá 9. þ.m. um matsskyldu vegna Sæbrautar, Laugarnesvegs og Kambsvegar. R03090129 Frestað.

17. Lagður fram kjarasamningur Reykjavíkurborgar og Stéttarfélags sjúkraþjálfara, gildistími 1. nóvember 2003 - 30. nóvember 2005. R02060184 Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

18. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 6. þ.m. um viðbótarfjárveitingu vegna aukins kostnaðar við innleiðingu á nýju starfsmatskerfi kr. 4.550.000, þar af færist kr. 4.050.000 af liðnum ófyrirséð útgjöld. R03010184 Samþykkt.

19. Lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 12. þ.m. um breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2003. R03010184

Breytingar á fjárhagsáætlun 2003 í þús. kr. Kostn.st Var Verður Breyting Húsnæðisstyrkir til menningarmála 03140 20.752 182.372 161.620 Húsnæðisstyrkir til félagsmála F3615 0 29.999 29.999 Húsaleiga málaflokka 298.837 107.218 -191.619 Þjónustuíbúðir í Seljahlíð F3020 35.143 37.823 2.680 Borgarstjórn 01001 40.870 51.218 10.348 Borgarráð 01002 17.000 18.220 1.220 Framtalsnefnd 01020 6.375 6.921 546 Aðrar nefndir 01030 5.000 5.398 398 Jafnréttisnefnd 01270 3.450 3.846 396 Menningarmálanefnd 03100 4.140 4.343 203 Skipulags- og byggingarnefnd 04000 10.400 10.766 366 Höfuðborgarstofa 07150 82.200 82.598 398 Samgöngunefnd B0600 4.728 4.796 68 Umhverfis- og heilbrigðisnefnd B6100 5.274 5.732 458 Vinnuskólinn B8xxx 304.245 304.357 112 Leikskólaráð D001 4.000 4.254 254 Félagsmálaráð F1010 5.735 6.020 285 Barnaverndarnefnd F1020 4.263 4.809 546 Íþrótta- og tómstundaráð I1990 4.840 5.043 203 Fræðsluráð M1001 7.000 7.190 190 Skrifstofa borgarstjórnar 01110 30.171 30.499 328 Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara 01120 43.725 46.025 2.300 Skrifstofa borgarlögmanns 01160 23.171 23.499 328 Fjármáladeild 01200 65.257 65.560 303 Borgarbókhald 01220 32.956 33.240 284 Upplýsingatækniþjónusta 01230 34.080 34.335 255 Kjaraþróunardeild 01240 52.876 54.232 1.356 Rekstrar- og þjónustuskrifstofa 01250 24.284 24.529 245 Þróunar- og fjölskyldusvið 01300 36.138 36.746 608 Borgarendurskoðun 01400 46.071 46.399 328 Skrifstofa menningarmála 03110 16.940 17.192 252 Yfirstjórn skipulags- og byggingarsviðs 04100 130.805 131.151 346 Skipulagsfulltrúi 04200 127.300 127.854 554 Byggingafulltrúi 04300 70.500 70.770 270 Framkvæmdastjóri miðborgar 09513 12.000 12.273 273 Miðgarður 09504 275.570 275.803 233 Gatnamálastofa B3000 34.000 34.273 273 Verkfræðistofa B4000 90.870 91.143 273 Skrifstofa borgarverkfræðings B5000 113.157 113.758 601 Skrifstofa Umhverfis- og heilbrigðisstofu B6200 71.696 71.980 284 Skrifstofa Leikskóla Reykjavíkur D002 159.041 159.421 380 Skrifstofa félagsmálastjóra F1210 47.367 47.655 288 Skrifstofa ÍTR I2000 79.635 79.910 275 Fræðslumiðstöð M1002 175.831 176.127 296 Vistheimili barna Laugarásvegi F2220 59.546 59.608 62 Hlíðaskóli M2106 295.774 295.815 41 Hækkun / lækkun skammtímaskuldum / veltufjármunum -29.707

Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

20. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 6. þ.m. um endurnskoðun á fjárhagsramma 2004 ásamt greinargerð. R03060140 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

21. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráð frá 10. þ.m. um atvinnumál skólafólks, ásamt skýrslu Vinnumiðlunar skólafólks 2003. Jafnframt lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 13. s.m. varðandi málið. R03020051 Borgarráð samþykkir að eftirstöðvum fjárveitingar til atvinnumála skólafólks, kr. 19.500.000,- verði ráðstafað til Vinnuskólans.

22. Rætt um fjárhagsáætlun 2004. R03060140

23. Afgreidd 22 útsvarsmál. R03010198

Fundi slitið kl. 14:35

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson