Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2003, þriðjudaginn 30. september, var haldinn 4811. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir jafnréttisnefndar frá 16. júní og 11. ágúst. R03010013
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 23. september. R03020199
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál. R03080094
4. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóðunum nr. 5 og 9 við Klettagarða. R03090136 Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykki auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um breytta notkun úr atvinnustarfsemi í íbúðarhúsnæði í húsi nr. 5 við Furugerði. R03090135 Samþykkt.
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu deiliskipulags Vesturbæjarsundlaugar. Jafnframt lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa frá 27. s.m. um stækkun pylsuvagns við Vesturbæjarsundlaug. R03090107 Borgarráð samþykkir að auglýsa tillöguna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykkja auglýsingu með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson óskaði bókað að hann samþykki tillöguna með fyrirvara um aðstöðu fyrir pylsuvagn á svæðinu.
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 26. þ.m., þar sem lagt er til að Margrét Káradóttir verði meðlóðarhafi lóðar nr. 17 við Jónsgeisla. R02030065 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 26. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð hafni forkaupsrétti lóða nr. 19 og 23 við Móvað og að Guðjón Guðmundsson ehf. verði lóðarhafi lóðanna með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R03040067 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 26. þ.m., þar sem lagt er til að Keflavíkurverktakar hf. verða lóðarhafar lóðar nr. 9-15 við Sandavað í stað Rauðhóls ehf. R03040067 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 23. þ.m. varðandi hugmyndir um að reisa minnisvarða um Melavöllinn í Reykjavík. R03030184 Vísað til menningarmálanefndar og aflað verði umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
11. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 17. þ.m. þar sem óskað er eftir tilnefningum aðildarsveitarfélaga SSH til setu í ráðum á vegum SSH og varastjórn. R03090101
Borgarráð tilnefnir eftirtalda fulltrúa: Varastjórn SSH: Varaformaður borgarráðs Árni Þór Sigurðsson Fulltrúaráð SSH: Anna Kristinsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Svæðisskipulagsráð SSH: Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir; til vara: Árni Þór Sigurðsson og Guðlaugur Þór Þórðarson.
12. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur s.f. frá 17. þ.m. um kaup á hlut Hafnarfjarðarbæjar í Orkuveitu Reykjavíkur. R03090104 Samþykkt.
13. Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 27. s.m. þar sem lagt er til að húseiganda hússins að Heiðargerði 76 verði veittur 50 daga frestur til að fjarlægja óleyfisbyggingu af húsinu að viðlögðum dagsektum. Jafnframt lagt fram erindi Óskars Sigurðssonar hdl. frá 12. þ.m. þar sem hann, f.h. húseiganda, kemur á framfæri athugasemdum við málið. Þá er lögð fram umsögn fulltrúa borgarlögmanns um málið, dags. í dag., ásamt minnisblaði byggingarfulltrúa um ákvörðun dagsekta frá 9. þ.m. R00070058 Borgarráð samþykkir umsögn borgarlögmanns ásamt tillögu skipulags- og byggingarnefndar með 4 samhljóða atkvæðum.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritar frá 22. þ.m., þar sem óskað er staðfestingar borgarráðs á samþykkt stjórnar skipulagssjóðs frá 24. júní sl. um samning skipulagssjóðs og bílastæðasjóðs varðandi bílastæðakjallara við Laugaveg 86-94. R01020137 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
15. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 26. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R03050131 Styrkumsókn vegna Efstasunds 42 frestað.
16. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Austurhafnar-TR ehf. frá 29. þ.m. varðandi kynningargögn sem stjórn Austurhafnar-TR hefur látið vinna ásamt Information memorandum, dags. í september 2003. R03010259
17. Lagt fram bréf formanns bankaráðs Landsbanka Íslands frá 24. þ.m., þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um möguleika á að fá til ráðstöfunar lóð fyrir aðalstöðvar bankans í miðborginni. R02080029 Samþykkt að fela formanni borgarráðs og formanni skipulags- og byggingarnefndar að ganga til viðræðna við stjórnendur Landsbankans.
18. Lagt fram bréf formanns starfshóps um stofnun Sjóminjasafns frá 26. þ.m. ásamt fylgigögnum, en lagt er til að borgarráð samþykki að styrkja rekstur sjálfseignarstofnunar um Sjóminjasafn í Reykjavík. R01050096
Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að fylgja eftir tillögum undirbúningshóps um stofnun sjóminjasafns í Reykjavík sbr. skilabréf hópsins dags. 26. september 2003. Leitað verði samstarfs við hagsmunaaðila um að setja á laggirnar sjálfseignarstofnun um stofnun og rekstur sjóminjasafns í húsnæði, sem Reykjavíkurhöfn áformar að kaupa að Grandagarði 8 í Reykjavík.
19. Lögð fram svohljóðandi tillaga Ólafs F. Magnússonar:
Borgarráð Reykjavíkur lýsir áhyggjum sínum af margendurteknum brotum á kjarasamningum og eðlilegum leikreglum í samskiptum verktaka við verkafólk vegna virkjanaframkvæmda við Kárahnjúka. Yfirumsjón þessara framkvæmda er í höndum Landsvirkjunar þar sem Reykjavíkurborg er 45% eignaraðili. Þau óvönduðu vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð í tengslum við þessar framkvæmdir, sem einkennast af virðingarleysi fyrir verkafólki og viðteknum leikreglum á hérlendum vinnumarkaði eru óverjandi. Borgarráð krefst þess að úr þessu verði bætt hið fyrsta, enda til vansa fyrir Reykjavíkurborg að staðið sé að framkvæmdum sem hún á stóran hlut í með áðurgreindum hætti. R01050038
Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að óska eftir upplýsingum frá forstjóra Landsvirkjunar um stöðu framkvæmda við Kárahnjúka og upplýsingum um starfsmannamál á virkjunarsvæðinu. Í því sambandi leggur borgarráð áherslu á, að rétt sé staðið að málum og gildandi reglur á vinnumarkaði séu virtar.
Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:
Að undanförnu hafa landsmenn fylgst með þeim ámælisverðu vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið vegna virkjanaframkvæmda við Kárahnjúka. Greinilegt er að borgarráðsfulltrúar R-lista og D-lista veigra sér við að gagnrýna þessi vinnubrögð eins og tillaga þeirra ber með sér. Ég lýsi undran minni og vonbrigðum með þessa framgöngu borgarráðsfulltrúanna.
20. Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi þjónustu- og menningarmiðstöð í Grafarvogi, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. september s.l. 99040008
Borgarráð samþykkir að tillögunni verði vísað til borgarstjóra til skoðunar með hliðsjón af niðurstöðum starfshóps um þjónustu- og menningarmiðstöð í Grafarvogi, sem skila mun niðurstöðum vinnu sinnar á næstu dögum til borgarstjóra.
21. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Þann 29. apríl s.l. var í borgarráði lögð fram fyrirspurn frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarfulltrúa, um stöðu undirbúningsframkvæmda vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sundabraut. í svari Ólafs Bjarnasonar, forstöðumanns verkfræðingstofu kom fram að valkostum hefði verið fækkað úr 5 í 3 þ.e., hábrú á leið 1, svokölluð eyjalausn á leið 111 og botngöng á leið 1. Nú er spurt: 1. Í hverju hefur vinna við undirbúning Sundabrautar falist s.l. fimm mánuði? 2. Liggur fyrir skýrsla um mat á umhverfisáhrifum þeirra þriggja valkosta sem unnið er með, en í svarinu kom fram að matssskýrsla til yfirferðar myndi liggja fyrir um miðjan maí s.l.? 3. Hvenær má gera ráð fyrir þvi að tillaga um legu Sundabrautar verði lögð fyrir borgarráð? R03090157
22. Afgreidd 28 útsvarsmál. R03010198
Fundi slitið kl. 14:25
Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson