No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2003, þriðjudaginn 23. september, var haldinn 4810. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 16. september. R03010028
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 5. september. R02110107
3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 15. september. R03010013
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 5. september. R03010009
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R03080094
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 18. þ.m., þar sem lagt er til að ESK ehf., Blikanesi 22, Garðabæ, verði gefið fyrirheit um úthlutun lóðar á Esjumelum allt að 15.000 ferm. fyrir lager- og geymsluhúsnæði. R02070075 Samþykkt.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um að auglýsa tillögu að deiliskipulagi á Esjumelum á Kjalarnesi. R03090108 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir samþykki að auglýsa tillöguna með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um tillögu að deiliskipulagi hesthúsasvæðisins á Hólmsheiði. R03070036 Samþykkt. Borgarráð ítrekar þau sjónarmið sem fram komu í skipulags- og byggingarnefnd að hugað verði að útfærslu gatnamóta á Suðurlandsvegi m.t.t. umferðaröryggis.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um tillögu að nýju deiliskipulagi að Laugavegi 35. R03090109 Samþykkt.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um deiliskipulag lóðar Vesturbæjarsundlaugar. R03090107 Frestað.
11. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 16. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð afturkalli lóðarúthlutun á lóð nr. 74 við Gvendargeisla til handa Yngva Sindrasyni. R02030065 Frestað.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð hafni forkaupsrétti og samþykki að Björn Guðmundsson, Næfurási 9, verði lóðarhafi lóðarinnar nr. 15 við Móvað í stað Kára Þ. Guðjónssonar, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R03040067 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
13. Lagt fram bréf Desform ehf. frá 10. þ.m. um rekstur kartöflugeymslunnar í Ártúnsbrekku. Jafnframt lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 22. s.m. 99020270 Borgarráð samþykkir umsögnina með 4 samhljóða atkvæðum og er erindinu því synjað.
14. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar frá 3. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 2. s.m. um tillögur að breytingum á framkvæmdaáætlun eignarsjóðs gatna fyrir árið 2003. Einnig lögð fram skýrsla um áætlanir um gatna og holræsaframkvæmdir dags. í ágúst 2003. R03090026 Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara frá 22. þ.m. um byggingu bílakjallara á lóðum nr. 86-94 við Laugaveg ásamt samkomulagi bílastæðsjóðs og skipulagssjóðs. R01020137 Frestað.
16. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., þar sem lagt er til að borgarverkfræðingi verði falið að ræða við eiganda jarðarinnar Skógaráss á Kjalarnesi um skilyrði þess að skemma á landi jarðarinnar við mynni Hvalfjarðarganga fái að standa. R02100198 Samþykkt í samræmi við niðurstöðu framlagðs bréfs.
17. Lagður fram úrskurður umhverfisráðuneytis frá 16. þ.m. vegna kæru Guðjóns Ólafs Jónssonar, hdl., f.h. Páls Ólafssonar, Brautarholti á Kjalarnesi, á ákvörðunum umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur frá 14. nóvember 2002 um útgáfu starfsleyfa fyrir svínabú og hreinsivirki í Brautarholti á Kjalarnesi. 99090226
18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð beinir því til vinnuhóps um þjónustu- og menningarmiðstöðvar í Grafarvogi að hópurinn taki upp viðræður við forystu UMFÍ um hugsanlega aðkomu UMFÍ að miðstöðinni. 99040008 Frestað.
19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nú liggur fyrir að lóðaverð vegna íbúða í fjölbýli í Reykjavík hefur hækkað verulega á þessu ári. Þetta kemur fram þegar bornar eru saman meðaltalstölur úr lóðauppboði á Grafarholti fyrr á þessu ári og meðaltalstölur úr lóðauppboði á Norðlingaholti nú nýlega. Eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu greiddu byggingaraðilar kr. 1.389.000,- fyrir íbúð í fjölbýli í Grafarholti en greiða kr. 1.713.000,- fyrir íbúð í fjölbýli á Norðlingaholti. Hækkunin nemur því um 24%. Sambærileg hækkun lóðagjalda vegna einbýlishúsa er 35%. Ástæður þessarar miklu hækkunar má fyrst og fremst rekja til þess lóðaskorts sem nú er til staðar í Reykjavík og mikils skorts á minni íbúðum í fjölbýli. Afleiðing stöðugt hærra lóðaverðs í borginni er hækkandi byggingarkostnaður og söluverð íbúða og í framhaldinu hærra fasteignamat og fasteignaskattar. Þessi þróun leiðir síðan til þess að húsaleiga á almennum markaði hækkar enn frekar. Spurt er: Til hvaða aðgerða hyggjast borgarfulltrúar R-listans grípa til að draga úr því óhóflega lóðaverði sem nú viðgengst undir forystu þeirra í borginni? R03090118
20. Afgreidd 58 útsvarsmál. R03010198
Fundi slitið kl. 14:10
Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson