Borgarráð - Fundur nr. 4809

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 16. september, var haldinn 4809. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:30. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon og borgarritari í fjarveru borgarstjóra. Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð Hverfisráðs Árbæjar frá 4. september. R03010025

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 11. september. R03020113

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 9. september. R03020199

4. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R03080094

5. Borgarráð samþykkir svohljóðandi ályktun:

Borgarráð lýsir yfir ánægju sinni með þær viðræður sem nú standa yfir milli Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja við Norðurál um orkuöflun vegna stækkunar fyrirtækisins. Það er mjög mikilvægt fyrir höfuðborgarsvæðið að af þessum framkvæmdum verði til að auka hagvöxt og styrkja atvinnulífið. Þá er einnig mikilvægt að með þessum framkvæmdum eykst hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í raforkuframleiðslu landsins. R03090081

Árni Þór Sigurðsson óskaði bókað:

Ég tel mikilvægt að stuðla að því að Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja leysi Landsvirkjun af hólmi við orkuöflun fyrir Norðurál. Bendir allt til þess að um afar hagkvæman kost sé að ræða, bæði frá umhverfislegu og fjárhagslegu sjónarmiði.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Ég styð samþykkt borgarráðs og fagna því ef umhverfisvænir og hagkvæmir virkjunarkostir sem víðtæk sátt getur náðst um verða nýttir við orkuöflun.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 3. s.m. um auglýsingu deiliskipulags lóðanna að Fiskislóð 1, 3 og 5-9. R03090027 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 3. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.132.0, Norðurstígsreits. R03090028 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m. þar sem lagt er til að Sparisjóði Hafnarfjarðar verði seldur byggingarréttur á lóð nr. 1-11 við Lækjarvað, með nánar tilgreindum skilmálum. R03040067 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

9. Lagt fram bréf Atla Björns Þorbjörnssonar hdl. frá 5. þ.m. þar sem hann, f.h. slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., óskar eftir heimild til að beita Fjársýslu ríkisins dagsektum á grundvelli ákvæðis 32. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 vegna ágalla á brunavörnum húsnæðisins að Laugavegi 162. Dagsektir nemi kr. 6.400,- fyrir hvern virkan dag þar til kröfur hafa verið uppfylltar. R03090049 Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

10. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 2. s.m. þar sem lagt er til að Efstaleiti verði aðalbraut milli Bústaðavegar og Listabrautar. R03090075 Samþykkt.

11. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 2. s.m. þar sem lagt er til að bifreiðastöður verði bannaðar á Sunnuvegi vestanverðum. R03090076 Samþykkt.

12. Lagt fram bréf borgarbókavarðar frá 11. þ.m. varðandi húsaleigusamning Borgarbókasafns Reykjavíkur og Bréfabæjar ehf. vegna húsnæðis fyrir nýtt útibú í Árbæjarhverfi, dags. 16. júlí s.l. R01010106 Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12 þ.m. þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti á lóðum nr. 1, 3, 5, 7, 9, 11, 37 og 41 við Móvað og að Frjálsi Fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, verði lóðarhafi lóðanna með öllum sömu skilmálum sem giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R03040067 Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum. Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við meðferð málsins.

14. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. þ.m. varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2003. R03090046

15. Borgarráð samþykkir að leggja til við borgarstjórn að Ármann Höskuldsson verði kosinn varamaður í menningarmálanefnd í stað Friðjóns Guðröðarsonar. R02060081

16. Lagt fram bréf Kolbeins Óttarssonar Proppé frá 15. þ.m. þar sem hann fer fram á að fá tímabundið leyfi frá trúnaðarstörfum á vegum Reykjavíkurborgar til 1. desember n.k. Vísað til borgarstjórnar. Jafnframt samþykkt að leggja til við borgarstjórn að hún kjósi tímabundið á meðan á leyfinu stendur Árna Þór Sigurðsson fulltrúa í umhverfis- og heilbrigðisnefnd og jafnframt formann nefndarinnar; Katrínu Jakobsdóttur aðalmann í stjórn Vinnuskólans og jafnframt formann stjórnar, og Jóhannes T. Sigursveinsson aðalmann í íþrótta- og tómstundaráð. R03090082

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:

Lagt er til að borgarráð samþykki að kostnaður vegna flutnings ÍR hússins á Árbæjarsafn verði greiddur af ófyrirséðu 09205. Kostnaðaráætlun vegna flutninganna og uppsetningar hússins á bráðabirgðasökkla er kr 6.000.000. Umhverfis- og tæknisviði verði falið að annast flutning og frágang hússins á Árbæjarsafni í samvinnu við borgarminjavörð í samræmi við samþykktir borgarráðs og menningarmálanefndar.

Greinargerð fylgir tillögunni. 99100025 Samþykkt.

18. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um störf orkustefnunefndar, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs 9. þ.m. R02060149

19. Lagt fram svar borgarstjóra frá 15. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um stöðu byggingarframkvæmda í grunnskólum, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs 2. þ.m. R03030193

20. Lagt fram svar borgarstjóra frá 13. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um undirbúning stofnunar þjónustumiðstöðva, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs 9. þ.m. R02120086

21. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 10. s.m. varðandi umsókn til Íbúðalánasjóðs um heimildir til viðbótarlána fyrir árið 2004 og aukningu lánsheimilda fyrir yfirstandandi ár. R03090063

22. Lagt fram bréf forseta borgarstjórnar og borgarritara frá 15. þ.m. varðandi ráðningu borgarlögmanns. R03080102 Samþykkt að ráða Vilhjálm H. Vilhjálmsson í stöðu borgarlögmanns.

23. Lögð fram svohljóðandi bókun Ólafs F. Magnússonar:

Á fundi borgarráðs 9. september s.l. var lögð fram svohljóðandi tillaga Ólafs F. Magnússonar: Borgarstjórnarflokkur F-listans fer þess á leit við borgarráð að F-listinn fái áheyrnarfulltrúa í fleiri nefndum borgarinnar. Lagt er til að til viðbótar áheyrnarfulltrúa í borgarráði, skipulags- og byggingarnefnd og félagsmálaráði fái F-listinn áheyrnarfulltrúa í umhverfis- og heilbrigðisnefnd, samgöngunefnd og fræðsluráði. F-listinn telur þetta nauðsynlegt til að geta gegnt betur hlutverki sínu sem eitt þriggja framboða sem eiga sæti í borgarstjórn Reykjavíkur.

Borgarráð samþykkti að F-listinn fengi áheyrnarfulltrúa í tveimur nefndum til viðbótar því sem nú er. Borgarstjórnarflokkur F-listans tilnefnir Ólaf F. Magnússon, sem áheyrnarfulltrúa í umhverfis- og heilbrigðisnefnd og Margréti Sverrisdóttur til vara. Jafnframt tilnefnir F-listinn Margréti Sverrisdóttur sem áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði og Gísla Helgason til vara. R01060093

Fundi slitið kl. 13:50

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson