Borgarráð - Fundur nr. 4808

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 9. september, var haldinn 4808. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 28. ágúst. R03010018

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29. ágúst. R03010005

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R03080094

4. Lögð fram svohljóðandi tillaga Ólafs F. Magnússonar:

Borgarstjórnarflokkur F-listans fer þess á leit við borgarráð að F-listinn fái áheyrnarfulltrúa í fleiri nefndum borgarinnar. Lagt er til að viðbótar áheyrnarfulltrúa í borgarráði, skipulags- og byggingarnefnd og félagsmálaráði fái F-listinn áheyrnarfulltrúa í umhverfis- og heilbrigðisnefnd, samgöngunefnd og fræðsluráði. F-listinn telur þetta nauðsynlegt til að geta gegnt betur hlutverki sínu sem eitt þriggja framboða sem eiga sæti í borgarstjórn Reykjavíkur. R01060093

Samþykkt að F-listinn fái áheyrnarfulltrúa í tveimur nefndum til viðbótar því sem nú er. Tilnefningu frestað.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 5. þ.m. ásamt tillögu Ólafs F. Magnússonar um hugsanlegt niðurrif Austurbæjarbíós, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 4. þ.m. R03070007

6. Lagt fram bréf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, dags. í dag, þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum í menningarmálanefnd. Lagt er til að Gísli Marteinn Baldursson taki sæti í menningarmálanefnd og að varamenn verði Tinna Traustadóttir og Anna Eyjólfsdóttir. R02060081 Vísað til borgarstjórnar.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 3. s.m. um auglýsingu deiliskipulags fyrir aðveitustöð við Trippadal. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 4. þ.m., þar sem lagt er til að Orkuveitu Reykjavíkur verði gefið fyrirheit um lóðarúthlutun fyrir aðveitustöð norðan Vesturlandsvegar og sunnan Trippadals. R03090023 Samþykkt.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 3. s.m. um deiliskipulag Stakkahlíðar, Bogahlíðar og Hamrahlíðar. R03050110

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að tillagan verði samþykkt að undanskildum reitnum við Stakkahlíð 17, sem bíði afgreiðslu þar til niðurstaða úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála liggur fyrir.

Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks felld með 4 atkvæðum gegn 3. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til afstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað að þeir vísi með sama hætti til afstöðu fulltrúa Reykjavíkurlista í skipulags- og byggingarnefnd.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg falli frá forkaupsrétti á lóðum nr. 113, 115 og 117 við Ólafsgeisla og að Bygg Ben ehf. verði lóðarhafi lóðanna með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R02030065 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og vísuðu til fyrri afstöðu sinnar til málsins.

10. Lagt fram bréf deildarstjóra Sorphirðu og dýraeftirlits frá 5. þ.m. um tillögu að fjallskilum á Kjalarnesi 2003. R02090042 Samþykkt.

11. Lagt fram bréf ritara samgöngunefndar frá 4. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 2. s.m. um bann við U-beygju við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. R03090025 Samþykkt.

12. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 8. þ.m., þar sem lagt er til að Geir Sigurðssyni verði seldur byggingarréttur fyrir einbýlishús á lóð nr. 67 við Barðastaði. R03030210 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til fyrri afstöðu sinnar til málsins.

13. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 5. þ.m. ásamt drögum að samkomulagi við eiganda Grettisgötu 59 varðandi kvöð um göngurétt og bætur. R03050120 Borgarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.

14. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis frá 2. þ.m. um úrskurð í stjórnsýslukæru Formaco ehf. varðandi innheimtu Reykjavíkurborgar á gjaldi fyrir byggingarrétt. R03010065

15. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 8. þ.m. varðandi umsókn Bóel ehf. um leyfi til áfengisveitinga á kaffihúsinu Enrico´s, Laugavegi 3, þar sem lagt er til að umsótt leyfi verði veitt. Jafnframt lagt fram bréf Höllu Bergþóru Pálmadóttur frá 21. f.m. þar sem leyfisveitingu er mótmælt. R03080026 Borgarráð samþykkir umsögnina og fellst á leyfisveitingu.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 8. þ.m. um samkeyrslu upplýsinga frá fjármáladeild Reykjavíkurborgar og embætti ríkisskattstjóra vegna lækkunar fasteignaskatta elli- og örorkulífeyrisþega. R03070122

17. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir upplýsingum um hvað líður störfum orkustefnunefndar borgarinnar, en í skipunarbréfi nefndarinnar kom fram að hún skyldi ljúka störfum í júní s.l. R02060149

18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn.

Á fundi borgarráðs 21. janúar s.l. var samþykkt eftirfarandi tillaga þáverandi borgarstjóra:

"Lagt er til að útfærðar verði hugmyndir um þjónustumiðstöðvar sem stofnaðar verði og starfræktar í borgarhlutum eða hverfum borgarinnar, sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar frá 14. janúar s.l. Tillögur verði mótaðar á vettvangi stjórnkerfisnefndar að höfðu samráði við viðkomandi fagnefndir. Tillögur verði jafnframt teknar til umfjöllunar á vettvangi hverfaráða áður en þær verða lagðar fyrir borgarráð."

Á hvern hátt hefur málið verið kynnt fyrir hverfaráðum og hvaða hverfaráð hafa tekið tillögur stjórnkerfisnefndar til umfjöllunar? Hvaða samráð hefur verið haft við fagnefndir borgarinnar, þ.e. stjórnir þeirra, vegna þeirra tillagna sem ræddar hafa verið í stjórnkerfisnefnd? Hvenær verða tillögur stjórnkerfisnefndar um stofnun þjónustumiðstöðva í einstökum borgarhlutum teknar til umfjöllunar og afgreiðslu í borgarráði? R02120086

19. Kynnt dagskrá evrópskrar samgönguviku í Reykjavík 15. - 22. september 2003. R03090041

20. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. í dag, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til lántöku vegna Austurhafnar TR, allt að kr. 150.000.000. R03010259 Samþykkt.

21. Samþykkt borgarráðs um samgöngumál:

Borgarráð fagnar þeim áhuga sem ráðherrar hafa að undanförnu sýnt fjármögnun mikilvægra samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. Minnt er á að nýlega samþykkti borgarráð að hefja vinnu við stefnumótun í samgöngumálum borgarinnar þar sem tekið yrði á öllum þáttum samgöngumála, þ.m.t. umferðar- og gatnamálum, almenningssamgöngum, umferðar gangandi og hjólandi og bílastæðamálum. Ljóst er að fjármögnun þessara verkefna er mikilvæg forsenda þess að vel takist til um úrlausn þeirra. Því samþykkir borgarráð að óska eftir formlegum viðræðum við ríkið um leiðir til að fjármagna og tryggja framgang þeirra brýnu verkefna sem framundan eru í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. R03060145

22. Afgreidd 35 útsvarsmál. R03010198

Fundi slitið kl. 14:05.

Alfreð Þorsteinsson

Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson