No translated content text
Borgarráð
B OR G A R R Á Ð
Ár 2003, þriðjudaginn 2. september, var haldinn 4807. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 25. ágúst. R03010021
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 15. ágúst. R03010010
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R03080094
4. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 27. s.m. þar sem lagt er til að húseiganda hússins að Heiðargerði 76 verði veittur 50 daga frestur til að fjarlægja óleyfisbyggingu af húsinu, og jafnframt óskað eftir heimild til að beita húseigandann dagsektum til að knýja á um framkvæmdina, verði henni ekki lokið innan frestsins. Dagsektir nemi kr. 50.000 fyrir hvern dag sem það dregst að ljúka framkvæmdinni eftir að fresturinn er liðinn. R00070058 Frestað til 16. september, til veitingar andmælaréttar.
5. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. f.m. þar sem lagt er til að Stóra húsinu ehf. verði veitt leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Casa Grande, Tryggvagötu 8, með nánar tilgreindum takmörkunum. R03040124 Borgarráð samþykkir umsögnina.
6. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. f.m. þar sem lagt er til að Gyðu Brynjólfsdóttur verði veitt leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum L.A. Café, Laugavegi 45a, með nánar tilgreindum takmörkunum. 99070116 Borgarráð samþykkir umsögnina með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru hlynntir beiðni eiganda L.A. Café um opnunartíma, sem ekki er fallist á. Til að það sé unnt þarf að breyta skipulagi. Sjálfstæðismenn hafa tvisvar flutt slíka breytingartillögu en þær verið felldar. Við sitjum því hjá við afgreiðslu málsins.
7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 29. f.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R03050131
8. Lagt fram bréf Múlalundar frá 26. maí varðandi ósk um styrk til reksturs Múlalundar. Jafnframt lögð fram umsögn sviðsstjóra fjölskyldu- og þróunarsviðs frá 28. f.m. um málið. R03060174 Beiðni um 3.000.000 kr. fjárveitingu vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar
- Kl. 12.33 tók borgarstjóri sæti á fundinum.
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 28. f.m. þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti á byggingarrétti á lóð nr. 106-108 við Þorláksgeisla og að Byggingarfélagið Traust ehf. og Trétraust ehf. verði lóðarhafar lóðarinnar með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhöfum. R02030065 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og vísuðu til fyrri bókana um málið.
10. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 26. f.m. um skipulag skólastarfs í tónlistarmálum, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs 26. f.m. R02010079
11. Lögð fram viljayfirlýsing menntamálaráðherra og borgarstjóra um samstarf ríkisins og Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum framhaldsskóla í Reykjavík, dags. í september 2003. 99060218 Borgarráð staðfestir samkomlagið fyrir sitt leyti.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Farsælli niðurstöðu í málefnum framhaldsskólanna í borginni er náð með yfirlýsingu menntamálaráðherra og borgarstjóra. Með henni er rofin áralöng og í einstaka tilvikum áratuga kyrrstaða í húsnæðismálum framhaldsskólanna í borginni. Farið verður í viðhald sem var löngu tímabært og ráðist í nýframkvæmdir til að mæta brýnni þörf fyrir nemendarými. Um leið er sjónarmið Reykjavíkurborgar um verkaskiptingu viðurkennt. Ríkið axlar ábyrgð á viðhaldi eldri skóla en nauðsynlegar nýbyggingar verða fjármagnaðar í félagi. Jafnframt er vörðuð leið að nauðsynlegu samráði um stefnumörkun um styttingu framhaldsskólans og hugsanlega byggingu nýs framhaldsskóla í Suður-Mjódd, án þess að því grundvallaratriði sé haggað að framhaldskólinn er á ábyrgð ríkisins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að náðst hafi samkomulag milli menntamálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu framhaldsskóla í Reykjavík, enda í samræmi við okkar áherslur. R-listinn hefur á hinn bóginn ekki sýnt uppbyggingu framhaldskóla í Reykjavík mikinn áhuga og t.d. ekki enn útvegað lóð fyrir nýjan framhaldsskóla í Reykjavík. Með þessu samkomulagi hafa brýn málefni framhaldsskólanna í Reykjavík loks fengið afgreiðslu borgaryfirvalda, en eins og þekkt er hafnaði fyrrverandi borgarstjóri ítrekað aðkomu borgarinnar að uppbyggingu nokkurra eldri framhaldsskóla í Reykjavík en þetta samkomulag tekur að stórum hluta til þeirra skóla, s.s. MH, MS og MR.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Viðbrögð borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við því að kyrrstaða í húsnæðismálum framhaldsskóla sé rofin eru hjákátleg. Eltingaleikur við fyrrverandi borgarstjóra er ekki nýr en er venju samkvæmt ósanngjarn þar sem úttekt unnin að frumkvæði Reykjavíkurborgar varð til að ýta við málinu s.l. vetur. Er engu líkara en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins megi ekki til þess hugsa að farsæl niðurstaða hafi fengist í góðri sátt Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins.
12. Lögð fram greinargerð fjármáladeildar um rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar 01.01. - 30.06.2003. Jafnframt lagður fram árshlutareikningur Vélamiðstöðvar ehf. 01.01. - 30.06.2003. R03070051 Svofelldar breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2003 samþykktar með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráð samþykkir svohljóðandi tillögu um breytingar á fjárhagsáætlun ársins með 4 samhljóða atkvæðum:
Tillagan felur í sér viðbótafjárveitingu samtals 314.700 þkr., tilfærslur af sameiginlegri fjárveitingu vegna sumarvinnu skólafólks og tilfærslur milli kostnaðarstaða vegna innri leigu hjá ÍTR.
Borgarráð samþykkir svohljóðandi tillögu um breytingar á fjárhagsáætlun ársins með 4 samhljóða atkvæðum:
Tillagan felur í sér viðbótafjárveitingu samtals 314.700 þkr., tilfærslur af sameiginlegri fjárveitingu vegna sumarvinnu skólafólks og tilfærslur milli kostnaðarstaða vegna innri leigu hjá ÍTR.
Aðalsjóður, í þús. kr., Kostn.st, Var, Verður, Breyting Verkfræðistofa, B4000, 80.870, 90.870, 10.000 Gámastöðvar, B2432, 149.854, 194.854, 45.000 Sorpeyðing, B2433, 143.920, 165.920, 22.000 Sinfóníuhljómsveit Íslands, 03102, 61.170, 80.370, 19.200 Frístundaheimili ÍTR, I7100, 60.000, 73.000, 13.000 Fjárhagsaðstoð, F1610, 825.000, 995.000, 170.000 Húsaleigubætur, F1620, 294.500, 318.500, 24.000 Fjárhagsaðstoð Miðgarður, 09504, 101.310, 122.810, 21.500 Vinnuskólinn, B8xxx, 284.245, 304.245, 20.000 Garðyrkjudeild, B2xxx, 358.060, 385.060, 27.000 Gatnamálastofa, B3xxx, , 27.000, 27.000 Atvinnumál skólafólks ÍTR, I2051, 11.632, 63.632, 52.000 Atvinnumál skólafólks Ráðhús, 01259, 0, 2.000, 2.000 Atvinnumál skólafólks menningarmál, 03xxx, , 2.000, 2.000 Atvinnumál skólafólks Félagsþjónustan, Fxxxx, , 8.000, 8.000 Atvinnumál skólafólks Leikskólar, Dxxx, , 10.000, 10.000 Atvinnumál skólafólks, 09508, 230.000, 82.000, -148.000 Eigin fyrirtæki, breyting, , , , -10.000 Breyting á veltufjármunum og/eða skammtímaskuldum, , 314.700, Eignasjóður gatna, í þús. kr., Kostn.st, Var, Verður, Breyting Undirbún. á Verkfræðistofu, 3107, 40.000, 30.000, -10.000 Eigin fyrirtæki, breyting, , , , 10.000
Tilfærslur vegna innri leigu, í þús. kr., Kostn.st, Var, Verður, Breyting Skrifstofa ÍTR, I2000, 70.985, 79.635, 8.650 Þróttheimar, I3023, 13.999, 20.450, 6.451 Félagsmiðstöðin Ársel , I3040, 26.347, 38.628, 12.281 Félags- og upplýsingamiðstöðin Miðberg, I3010, 25.672, 40.158, 14.486 Siglingar í Nauthólsvík, I5300, 16.993, 18.372, 1.379 Húsaleigustyrkir, I9050, 0, 117.834, 117.834 Tjaldstæði Laugardal, I8460, 18.152, 20.542, 2.390 Laugardalslaug, I5000, 31.679, 91.703, 60.024 Vesturbæjarlaug, I5010, 10.384, 21.604, 11.220 Sundhöllin Barónsstíg, I5020, 14.818, 37.882, 23.064 Breiðholtslaug, I5030, 24.455, 48.615, 24.160 Árbæjarlaug, I5040, 44.708, 97.599, 52.891 Íþróttamiðstöðin Grafarvogi, I5050, 32.867, 112.701, 79.834 Laugardalshöll, I5200, -3.238, 57.662, 60.900 Íþróttahús Seljaskóla, I5220, -1.049, 18.381, 19.430 Íþróttamiðstöð Austurbergi, I5031, -1.711, 16.265, 17.976 Dalhús skíðalyfta, húsnæði , I6404, 3.179, 3.491, 312 Rafstöðvarvegur skíðalyfta, húsnæði, I6403, 5.494, 5.654, 160 ÍM Kléberg, I5060, 6.965, 14.981, 8.016 Fólkvangur, I8250, 1.228, 2.764, 1.536 Sparkvellir við Austurbæjarskóla, I5421, 0, 1.723, 1.723 Gervigrasvellir v/Austurberg, I5411, 2.842, 5.987, 3.145 Kastsvæði í Laugardal, I5402, 8.179, 9.666, 1.487 Gufunesbýli, I3090, 32.895, 35.167, 2.272 Vesturvallagata 10-12, I7113, 73.000, 75.028, 2.028 Rannsóknir og kannanir, I2030, 6.486, 7.086, 600 Ylstönd í Nauthólsvík, I5080, 10.629, 18.189, 7.560 Húsaleiga ÍTR, , 541.808, 0, -541.808
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Sex mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar ber vott um að fjármálastjórn hjá stofnunum borgarinnar er styrk og áætlanir standast. Samkvæmt sex mánaða uppgjöri borgarsjóðs stefnir rekstur borgarsjóðs einungis 0,9% fram úr áætlun ársins, sem sýnir að fjármálastjórn borgarinnar er í traustum höndum. Frávikið skýrist að mestu af auknum útgjöldum vegna fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta. Atvinnuleysi í Reykjavík er 3,7% og er það nokkuð hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Bein tengsl eru milli atvinnuleysis og fjárhagsaðstoðar. Aukning útgjalda vegna húsaleigubóta skýrist af því að endurgreiðsluhlutfall ríkisins hefur lækkað úr 58% í 46% og gæti lækkað enn frekar. Á sama tíma hefur þeim einstaklingum sem rétt eiga á húsaleigubótum fjölgað verulega. Útgjöld til húsaleigubóta hafa hækkað um 58% milli áranna 2002 og 2003. Fjárfestingar eru hins vegar í samræmi við áætlun, sem og tekjur. Afgangur og halli flytjast að fullu milli ára. Athygli vekur að spá um uppsveiflu í efnahagslífinu virðist ekki hafa skilað sér inn á höfuðborgarsvæðið a.m.k. ekki enn sem komið er.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Þótt fögnuður borgarráðsfulltrúa R-listans sé mikill yfir því að áætlanir á fyrstu 6 mánuðum ársins samkvæmt árshlutauppgjöri hafi staðist að mestu, er fjarri því að það sýni að fjármálastjórn borgarinnar sé í traustum höndum eins og segir í bókun R-listans. Sú staðreynd, að skuldir borgarinnar hafa aukist um tugi milljarða króna á undanförnum árum, þar sem einungis hluti þeirrar skuldaaukningar er vegna arðbærra framkvæmda, sýnir þvert á móti að fjármálastjórn borgarinnar stendur á afar veikum grunni.
13. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m ásamt áfangaskýrslu um gatnamót Miklubrautar - Kringlumýrarbrautar, dags. í júní 2003. R00010192
14. Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi tillögu:
Borgarstjórnarflokkur F-listans fer þess á leit við borgarráð að F-listinn fái áheyrnarfulltrúa í fleiri nefndum borgarinnar. Lagt er til að viðbótar áheyrnarfulltrúa í borgarráði, skipulags- og byggingarnefnd og félagsmálaráði fái F-listinn áheyrnarfulltrúa í umhverfis- og heilbrigðisnefnd, samgöngunefnd og fræðsluráði. F-listinn telur þetta nauðsynlegt til að geta gegnt betur hlutverki sínu sem eitt þriggja framboða sem eiga sæti í borgarstjórn Reykjavíkur. R01060093 Frestað.
15. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um að skólastarfið í Klébergsskóla hæfist á réttum tíma gerðist það ekki. Þetta er fjórða árið í röð sem fresta verður skólabyrjun í Klébergsskóla, sem er bæði afar gagnrýnivert og óverjandi framkoma gagnvart börnum, foreldrum og starfsfólki skólans. Ennfremur hefur verið upplýst að skólasetning hafi farið fram í nokkrum öðrum skólum á tilsettum tíma þrátt fyrir að framkvæmdum þar væri ekki lokið. Af þessu tilefni óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir ítarlegum upplýsingum um stöðu framkvæmda í viðkomandi skólum, ásamt því hvaða áhrif þær hafi á skólastarfið, nemendur og starfsfólk. Einnig er spurt hvort skólastjórnendur hafi verið beittir þrýstingi til að setja skólana á tilsettum tíma þrátt fyrir að skólahúsnæðið hafi ekki verið tilbúið. R03030193
Fundi slitið kl. 14.45.
Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Árni Þór Sigurðsson
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson