Borgarráð - Fundur nr. 4806

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2003, þriðjudaginn 26. ágúst, var haldinn 4806. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:40. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Margrét K. Sverrisdóttir. Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 19. ágúst. R03020199

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 21. ágúst. R03020113

3. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R02110001

4. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðar gróðrarstöðvarinnar Lambhaga við Vesturlandsveg. R03080082 Samþykkt.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 13. s.m. þar sem tekið er neikvætt í erindi Barðans ehf. um breytingar á skipulagi lóðar félagsins að Skútuvogi 2. 99050239 Frestað.

6. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 25. þ.m. ásamt drögum að samkomulagi Leikskóla Reykjavíkur og íþrótta- og tómstundaráðs, dags. í dag, varðandi rekstur gæsluvalla við Frostaskjól og Hlaðhamra. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 20. þ.m. varðandi málið, sbr. einnig fyrirspurnir borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundum borgarráðs 12. og 19. þ.m. R03030171 Drög að samkomulagi samþykkt.

Margrét K. Sverrisdóttir óskaði bókað:

F-listinn hvetur borgaryfirvöld til að finna framtíðarlausn á gæsluvallarmálum sem foreldrar eru sáttir við. Eðlilegt er að Reykjavíkurborg taki tillit til rökstuddra mótmæla 1500 íbúa.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Ljóst er að í framhaldi af fyrirspurnum borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á fundum borgarráðs þann 12. og 19. ágúst sl. hefur verið gengið í að gera samkomulag á milli Leikskóla Reykjavíkur og ÍTR um rekstur gæsluvalla við Frostaskjól og Hlaðhamra. Þar með er staðfest að yfirlýsing í fréttatilkynningu frá Leikskólum Reykjavíkur um að samkomulag hefði legið fyrir var ekki rétt. Rétt er að vekja athygli á því að um skerta þjónustu er að ræða frá því sem verið hefur. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja á það áherslu að tryggt verði að gæsluvellir verði áfram starfræktir í þessum borgarhlutum.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Með samkomulagi því sem hér liggur fyrir og ákvæði til bráðabirgða um gæsluvallarstarfsemi við Frostaskjól, hefur verulega verið komið til móts við óskir íbúa í Vesturbæ. Með þessari samþykkt verður gæsluvöllur við Frostaskjól opinn í 4,5 klst. á dag í stað 5 klst., þ.e. frá 9.00-13.30, til loka skólaársins, en næsta sumar verður gæsluvöllur rekinn við Frostaskjól með hefðbundnu sniði, en um leið er tryggð viðunandi aðstaða fyrir frístundaheimili við Grandaskóla. Þetta fyrirkomulag verður endurskoðað í ljósi fenginnar reynslu næsta vor í samvinnu leikskólaráðs, íþrótta- og tómstundaráðs og hverfisráðs Vesturbæjar og verða foreldrar hafðir með í þeirri vinnu. Ákvörðun um framhald gæsluvallarstarfsemi í Vesturbæ verður síðan tekin að endurskoðun lokinni.

- Kl. 13.05 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Stefán Jón Hafstein tók þar sæti.

7. Lögð fram frumdrög að 1. áfanga gatnamóta Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar og ný útfærsla á endanlegri gerð þeirra, dags. í júlí 2003, ásamt bréfi forstöðumanns verkfræðistofu frá 20. þ.m. þar sem óskað er samþykkis á útfærslunni. R03080085 Samþykkt.

8. Lagður fram ársreikningur Listahátíðar í Reykjavík fyrir árið 2002, dags. 24. apríl s.l., ásamt endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar, dags. 24. júlí s.l. R01120050

9. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 27. júní s.l. ásamt umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 26. s.m. um drög að náttúruverndaráætlun 2003-2008, sbr. erindi Umhverfisstofnunar frá 13. maí s.l. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 19. þ.m. um málið. R00060202 Samþykkt að senda Umhverfisstofnun umsagnir borgarlögmanns og umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m. þar sem lagt óskað er eftir að leiðrétt verði úthlutun lóðar fyrir einbýlishús við Móvað, þar sem ranglega var tilgreind lóð nr. 39 í stað lóðar nr. 37 í úthlutun til Reykjabrautar ehf., sbr. 23. liður fundargerðar borgarráðs frá 12. þ.m. R03040067 Samþykkt.

11. Lögð fram umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 21. þ.m. um bílastæðakjallara í Tjörninni, sbr. bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 22. s.m. R01090077 Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og heilbrigðisnefnd.

12. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra frá 22. þ.m. þar sem óskað er eftir heimild til að beita Ríkisspítala dagsektum á grundvelli ákvæðis 32. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 vegna ágalla á brunavörnum í rannsóknastofu á Landspítalalóð (þvottahúsi). Dagsektir nemi kr. 2.000,- fyrir hvern virkan dag þar til kröfur hafa verið uppfylltar. R03080075 Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

13. Lögð fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 15. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 14. s.m., og skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 25. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 12. s.m., varðandi tilnefningar fulltrúa í stýrihóp um stefnumótun í samgöngumálum, sbr. einnig 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. f.m.

Borgarráð skipar eftirtalda í stýrihópinn:

Árni Þór Sigurðsson skv. tilnefningu samgöngunefndar, formaður Kjartan Magnússon skv. tilnefningu samgöngunefndar Steinunn Valdís Óskarsdóttir skv. tilnefningu samgöngunefndar Anna Kristinsdóttir skv. tilnefningu skipulags- og byggingarnefndar Guðlaugur Þór Þórðarson skv. tilnefningu umhverfis- og heilbrigðisnefndar. R03060145

14. Lagt fram erindi Desform ehf. frá 11. þ.m. varðandi kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku, ásamt bréfi Árna Þórs Sigurðssonar, dags. sama dag, og undirskriftalistum. 99020270

15. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurnir varðandi málefni tónlistarskóla:

Upphaf og skipulag skólastarfs í tónlistarskólum í Reykjavík er í uppnámi vegna deilna Reykjavíkurborgar og stéttarfélaga tónlistarkennara um 8. lið í nýjum viðmiðunarreglum vegna þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla. Sá liður felur í sér að kennslutímabil í tónlistarskólum í Reykjavík verði 32 vikur. Kennarasamband Íslands og Félag íslenskra hljómlistarmanna hafa mótmælt þessum lið í viðmiðunarreglunum þar sem hann samræmist ekki gildandi kjarasamningi. Samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands er Reykjavík eina sveitarfélagið sem árlega reynir að fara á svig við kjarasamninginn, í fyrra var það heimildarákvæði í kjarasamningnum og nú þetta. Jafnframt fullyrðir KÍ að önnur sveitarfélög skilja þetta eins og þetta var kynnt og kjarasamningur kveður á um. Mjög brýnt er að finna lausn á þessu máli sem fyrst svo skólastjórar geti skipulagt skólastarfið framundan. Mikilvægt er að eyða óvissu kennara um hvernig störfum þeirra verði háttað næsta skólaár svo starfsemi tónlistarskólanna hljóti ekki skaða af og hægt verði að veita nemendum og foreldrum upplýsingar um tilhögun námsins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um stöðu málsins og hvort lausn sé í sjónmáli.

Samkvæmt greinargerð borgarstjóra um málefni tónlistarskóla og lögð var fram á fundi borgarráðs 19. ágúst sl. er afleiðing nýrra reglna um þjónustukaup við tónlistarskóla sú að styrkir til þeirra skóla sem þeirra hafa notið undanfarin ár lækka nokkuð eða að meðaltali um 7%. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum: 1. Hve margir tónlistarskólar hafa hlotið styrki og hvað bætast margir í hópinn núna? 2. Hvað sóttu margir tónlistarskólar um og hve mörgum var hafnað? Hver voru rökin fyrir höfnuninni og hefur þeim verið svarað skriflega? 3. Hvernig kemur lækkunin niður á einstaka tónlistarskólum? 4. Eru dæmi um að styrkir hafi hækkað og þá í hve mörgum tilvikum og hve mikið? 5. Hvernig hyggst borgin bregðast við vanda þeirra sem fá mun lægri styrki nú en undanfarin ár (sbr. geinargerð borgarstjóra)? R02010079

16. Lagt fram bréf Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa, dags. í dag, varðandi fyrirspurn um greiðslur borgarinnar til Stefáns Ólafssonar prófessors. R03050065

17. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð beinir því til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að fyrirhuguð hækkun á heitu vatni, sem tilkomin er vegna góðs veðurs, verði dregin til baka. R03080096

Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Athygli er vakin á því, að verð á heitu vatni og rafmagni í Reykjavík er nú töluvert lægra en það var 1992 miðað við byggingavísitölu, enda hefur það verið stefna núverandi borgaryfirvalda að lækka orkugjöld á síðustu árum.

Margrét K. Sverrisdóttir óskaði bókað að hún styddi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks.

18. Afgreidd 42 útsvarsmál. R03010198

Fundi slitið kl. 13:50

Alfreð Þorsteinsson

Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Stefán Jón Hafstein
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson