No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2003, þriðjudaginn 19. ágúst, var haldinn 4805. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 13. ágúst. R03010012
2. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 22. júlí. R03030051
3. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 11. ágúst. R03010015 Samþykkt.
4. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 11. og 15. ágúst. R03020113
5. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 13. ágúst. R03010004
6. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 8. ágúst. R03010020
7. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 12. ágúst. R03010003
8. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um lögreglumálefni frá 15. ágúst. R03010022
9. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 13. ágúst. R03010014 B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
10. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R02110001
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 13. s.m. um breytingu á deiliskipulagi austurhluta Grafarholts varðandi Biskupsgötu 1-39 og Gvendargeisla 118-126, 128-136, 148-156 og 158-166. R03080042 Samþykkt.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 13. s.m. um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis varðandi Hraunteig 14. R03080041 Samþykkt.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 13. s.m. um auglýsingu tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Rimaskóla. R03080040 Samþykkt.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 13. s.m. um breytt deiliskipulag Sóleyjarima 1, norðausturhluta lóðar Landssímans í Rimahverfi. R02020099 Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að loksins hafi borgarfulltrúar R-listans komið til móts við sjálfsagðar óskir íbúa í hverfinu. Barátta þeirra hefur varað í nær tvö ár og hefur gengið á ýmsu. Forystumenn R-listans og þá sérstaklega borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa sýnt fólkinu takmarkalausa óvirðingu sem m.a. fólst í því að fulltrúi íbúanna í samráðshópi var rekinn úr samráðinu af formanni skipulagsnefndar á opnum fundi um málið. Borgarráðsfulltrúar harma hins vegar að enn og aftur skuli meirihluti skipulagsnefndar hafna eðlilegum óskum um frestun mála í nefndinni. Það er orðin regla í nefndinni að óskum um frestun á milli funda er hafnað. Slíkt á sér enga hliðstæðu í öðrum nefndum borgarinnar. Þetta vinnulag er ólýðræðislegt og óþolandi. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja á það áherslu að samráð verði haft við íbúa hverfisins við uppbyggingu á reitnum. Sérstaklega er mikilvægt í því sambandi að vanda vel samvinnu í skólamálum en einnig umhverfis- og umferðarmálum. Þrátt fyrir að fagna beri þessum áfangasigri er umhugsunarefni að börn í hverfinu muni í framtíðinni vera í sömu byggingunni frá 1 og 1/2 árs aldri til 15 ára. Skólatími hefur lengst, bæði árlegur og vikulegur auk þess sem að frístundastarf færist í stórauknu mæli inn í skólana jafnt á starfstíma skóla sem á sumrin.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Margoft hefur verið fjallað um skipulag á svokallaðri Landssímalóð í Grafarvogi. Tillagan sem nú hefur verið samþykkt tekur mið af athugasemdum íbúa, hæð húsa hefur verið lækkuð og útivistarsvæði stækkað. Það útivistarsvæði sem bætist við er 1,4 hektarar og er á stærð við Arnarhól. Fullyrðingum í bókun Sjálfstæðisflokksins er vísað á bug og er sorglegt að sjá málflutning af því tagi sem þeir hafa haft uppi í málinu. Allir sem málið þekkja vita mætavel að fulltrúi íbúa í samráðshópi var ekki rekinn úr samráðinu af formanni skipulagsnefndar eins og haldið er fram í bókun minnihluta sjálfstæðismanna. Það er leitt að sjá að menn skuli grípa til ósanninda í viðleitni sinni til að gera vinnubrögð borgaryfirvalda tortryggileg. Að öðru leyti er fagnað samstöðu um málið nú.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Á viðkomandi fundi voru yfir 300 manns, ef að formaður telur að hún hafi ekki rekið fulltrúa íbúa úr samráðinu á fundinum, þá eru það bæði fréttir fyrir þann íbúa sem og aðra fundarmenn.
Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þremur dögum fyrir alþingiskosningar sl. vor lagði einn fulltrúa meirihlutans í nefndinni, Björn Ingi Hrafnsson, fram bókun þar sem áhersla er lögð á samráð við íbúa um skipulag Landssímalóðarinnar og vinnubrögð samstarfsfólks hans innan meirihlutans eru gagnrýnd. Leita þurfi sátta við íbúana. Ekki liggur fyrir hvort núverandi tillaga um skipulag Landssímalóðarinnar sé í fullri sátt við íbúana. Hafi slík sátt ekki náðst um málið hefur ekki verið staðið við gefin fyrirheit af hálfu áðurnefnds fulltrúa meirihlutans frá 7. maí sl. og fyrirheit R-listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2002.
15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 11. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 8. s.m. varðandi flutning gæsluleikvallar frá Njálsgötu yfir á Miklatún. R03030171
16. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 31. f.m. um hugsanlega aðkomu borgarinnar að Latabæjarverkefninu. Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra um málið, dags. 12. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að veita Latabæ ehf. styrk allt að fjárhæð 1 mkr. til þjóðarátaksins Orkubókarinnar, sem hefur það að markmiði að stuðla að heilbrigðari lífsstíl fyrir komandi kynslóðir. Af hálfu Reykjavíkurborgar beri íþrótta- og tómstundaráð ábyrgð á samskiptum við Latabæ ehf. vegna þessa verkefnis og samhæfingu innan Reykjavíkurborgar. Kostnaður greiðist af kostnaðarstaðnum ófyrirséð 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni. R03070117 Samþykkt.
17. Lagt fram svar borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um hugsanlega kröfugerð á hendur söluaðilum eldsneytis, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. þ.m. Jafnframt lagt fram minnisblað borgarlögmanns um málið, dags. í dag. R03070106
18. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur sf. frá 13. þ.m., þar sem óskað er heimildar borgarráðs til lántöku hjá Norræna fjárfestingabankanum. R03080038 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Athygli er vakin á því, að Guðlaugur Þór Þórðarson samþykkti þessa lánveitingu í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
19. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 11. þ.m. ásamt tillögu leikskólaráðs frá 8. s.m. um daggæslu barna í heimahúsum og undanþáguleyfi. R00090147 Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar sjálfstæðismanna í leikskólaráði lýsa yfir stuðningi við þá tillögu að eftirlit með daggæsluþjónustu verði aðskilið frá stuðningi og ráðgjöf við dagforeldra. Slíkt fyrirkomulag er skynsamlegt og mjög í anda tillagna og málflutnings sjálfstæðismanna í leikskólaráði. Borgarráðsfulltrúar sjálfstæðismanna styðja tillögu um undanþáguleyfi en hefðu talið að samþykkja ætti tillögu 2 varðandi þau leyfi enda er það bæði réttlátt og skynsamlegt að hafa skýrar reglur um niðurgreiðslur til foreldra og hæpið að mismuna foreldrum eins og nú er gert.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista vísuðu til bókunar fulltrúa Reykjavíkurlista í leikskólaráði.
20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13. þ.m. þar sem lagt er til að Þorgeiri Ólafssyni verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 7 við Jörfagrund. R01090006 Samþykkt.
21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13. þ.m. þar sem lagt er til að Jóni Kristjánssyni verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 8 við Jörfagrund. R02060173 Samþykkt.
22. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m. um breytt deiliskipulag og aðalskipulag vegna mislægrar göngutengingar við gatnamót Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka. R02100082 Samþykkt.
23. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 18. þ.m. þar sem hann segir starfi sínu lausu. R03080048 Samþykkt að auglýsa stöðuna.
24. Borgarráð samþykkti svohljóðandi ályktun:
Menningarnótt 2003 var Reykvíkingum, gestum borgarinnar og aðstandendum öllum til sóma. Þátttakendur Menningarnætur hafa aldrei verið fleiri og ljóst er að hún hefur fest sig í sessi sem stærsti árlegi menningarviðburðurinn í borginni. Borgarráð þakkar listamönnum og rekstraraðilum í miðborginni fyrir þeirra ómetanlega framlag. Lögreglunni í Reykjavík, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Slysa- og bráðamóttöku LHS, Strætó, miðborgarpresti, sjálfboðaliðum og öðrum samstarfsaðilum er þökkuð góð samvinna. Síðast en ekki síst er starfsfólki Reykjavíkurborgar, Höfuðborgarstofu og öðrum stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar sem hönd lögðu á plóginn færðar þakkir fyrir vel unnin störf. R03020212
25. Lögð fram greinargerð borgarstjóra, dags. í dag, um málefni tónlistarskóla, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. þ.m. R02010079
26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fram hefur komið í fréttatilkynningu frá Leikskólum Reykjavíkur að ÍTR hafi tekið yfir gæsluvöll við Frostaskjól. Í fundargerð ÍTR frá 13. ágúst kemur fram að ekkert samkomulag liggur fyrir á milli leikskólaráðs og ÍTR um yfirtöku síðarnefndu stofnunarinnar á gæsluvellinum við Frostaskjól. Því spyrjum við hvar stendur þetta mál og á hvers forræði er það. R03030171
27. Afgreidd 26 útsvarsmál. R03010198
Fundi slitið kl. 13:30
Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Björk Vilhelmsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir