No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2003, þriðjudaginn 12. ágúst, var haldinn 4804. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Margrét K. Sverrisdóttir. Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 3. júlí. R03010029
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 8. ágúst. R02110107
3. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 28. og 29. júlí. R03020113
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 8. ágúst. R03010009
5. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R02110001
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. s.m. um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi landnotkun á miðsvæðum M6. R00110364 Samþykkt. Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við meðferð málsins.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. s.m. um breytingu á deiliskipulagi vegna Stórhöfða 22-40. R02030173 Samþykkt.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 11. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. f.m. varðandi frestun á afgreiðslu umsóknar um byggingarleyfi fyrir veitingastað að Eddufelli 8, með vísan til 6. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga. R02030054 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna Bæjarháls 1. R00060164 Samþykkt.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. s.m. um afmörkun lóðar fyrir fangelsi á Hólmsheiði, ásamt umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 18. s.m. R01020021 Samþykkt að fela skipulags- og byggingarsviði að endurskoða stærð lóðar fyrir fangelsið. Jafnframt samþykkt að fela skrifstofustjóra borgarverkfræðings að ganga frá drögum að samkomulagi við dómsmálaráðuneytið um lóðina með hliðsjón af því.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. s.m. um auglýsingu breytts deiliskipulags á lóðunum Korngörðum 2 og Sundabakka 2-4. R03070080 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30 s.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 35-41 við Naustabryggju. R03080002 Samþykkt.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. s.m. um auglýsingu breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 14 við Skógarhlíð. R00090144 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. s.m. varðandi deiliskipulag Skuggahverfis, reits 1.152.3, sem afmarkast af Lindargötu, Vatnsstíg, Skúlagötu og Frakkastíg. R02010123 Samþykkt.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. s.m. varðandi umsókn um lóð/lóðarstækkun vegna byggingar sambýlis á lóðinni nr. 35 við Suðurhóla. R02030050 Borgarráð samþykkir málsmeðferðartillögu skipulags- og byggingarnefndar um kynningu á tillögum fyrir íbúum og hagsmunaaðilum á svæðinu.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. s.m. varðandi ósk um að taka í fóstur landskika austan við lóð nr. 85 við Viðarás. R03080001 Samþykkt.
17. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. júlí. R03010014 B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
18. Lagt fram bréf forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 27. f.m. ásamt umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 26. s.m. um drög að náttúruverndaráætlun 2003-2008, sbr. erindi Umhverfisstofnunar frá 13. maí s.l. R00060202 Frestað. Samþykkt að óska eftir umsögn borgarlögmanns um málið.
19. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 8. þ.m. þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að ganga til samninga við European Investment Bank um lántöku vegna fjárfestinga í holræsaframkvæmdum sem svarar til jafngildis 23 millj. evra. R03080018 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
20. Lögð fram skýrsla stýrihóps um stefnumótun í málefnum aldraðra til ársins 2015, dags. í mars 2003, útg. af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. R03010203
21. Lagt fram svar borgarverkfræðings og deildarstjóra garðyrkjudeildar frá 11. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi gróður á Norðlingaholti, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. júlí. 99010050
22. Lögð fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 8. þ.m. þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús í Grafarholti sem hér segir, með nánar tilgreindum skilmálum:
Nr. 37 við Jónsgeisla: Einar B. Hróbjartsson Nr. 49 við Jónsgeisla: Ólafur H. Þórólfsson Nr. 51 við Jónsgeisla: Jóhannes Halldórsson Nr. 65 við Jónsgeisla: Grímur Antonsson Nr. 120 við Þorláksgeisla: Jóakim Hlynur Reynisson og Hildur Jóhannesdóttir Nr. 122 við Þorláksgeisla: Hannes Frímann Sigurðsson Nr. 103 við Ólafsgeisla: Sveinn Arnarsson Nr. 112 við Gvendargeisla: Elvar Hallgrímsson Nr. 114 við Gvendargeisla: Þorleifur Hallgrímsson R02030065
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísuðu til fyrri bókana varðandi sölu byggingarréttar í Grafarholti.
23. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 8. þ.m. þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði úthlutað byggingarrétti í Norðlingaholti sem hér segir, með nánar tilgreindum skilmálum:
Lóðir fyrir fjölbýlishús: Nr. 1-5 og 7-11 (stök númer) við Selvað: Gissur og Pálmi ehf. Nr. 1-5 (stök númer) við Sandavað: Gissur og Pálmi ehf. Nr. 1-7 (stök númer) við Reiðvað: Guðleifur Sigurðsson ehf. Nr. 1-11 og 13-25 (stök númer) við Rauðavað: Frjálsi Fjárfestingabankinn hf.
Lóðir fyrir tvíbýlishús við Lækjarvað: Nr. 2-14 (jöfn númer): Fasteignafélagið Hafnarstræti 14 ehf.
Lóðir fyrir einbýlishús við Móvað: Nr. 1, 3, 5, 7, 9, 11, 39 og 41: Reykjabraut ehf. Nr. 15, 19, 23 og 35: Kári Þ. Guðjónsson Nr. 21: Gunnar H. Þórarinsson Nr. 25 og 31: Þórður Adólfsson Nr. 29: Guðjón Halldór Gunnarsson Nr. 33: Hafsteinn S. Garðarsson Nr. 39: Lerkiás ehf. Nr. 43, 45, 47 og 49: Guðleifur Sigurðsson ehf. R03040067
Borgarráð samþykkir úthlutunina fyrir sitt leyti með 4 samhljóða atkvæðum.
24. Lögð fram bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 7. þ.m. þar sem leitað er samþykkis borgarráðs fyrir staðsetningu útilistaverkanna "Klettur" eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur og "Sunnudagur" eftir Guðjón Ketilsson við göngustíga í Grafarvogi. R03060170 Samþykkt.
25. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 7. þ.m., sbr. samþykkt framkvæmdaráðs sambandsins 6. s.m. þar sem skorað er á Reykjavíkurborg að fresta gildistöku ákvörðunar um að hætta að greiða styrki til tónlistarskóla með nemendum frá öðrum sveitarfélögum. Þá er jafnframt lagt fram bréf Félags tónlistarkennara frá 18. júní s.l. þar sem hvatt er til að lausn verði fundin á málinu. R02010079 Samþykkt að óska eftir greinargerð frá borgarstjóra um stöðu málsins.
26. Lögð fram ársskýrsla umhverfis- og tæknisviðs fyrir árið 2002. R03080020
27. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 11. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði. R03010235
28. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 11. þ.m. þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg taki að sér gerð og viðhald slitlags, lýsingar og upphitunar á gangstígum og tilteknum heimreiðum innan lóðarmarka í íbúðarhverfum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. R03080021 Vísað til samgöngunefndar.
29. Lögð fram skýrsla vinnuhóps menntamálaráðherra um fjárhag og rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands, dags. í maí 2003. R03010055
Borgarráð samþykkti svohljóðandi bókun:
Skýrsla sú sem unnin var að frumkvæði menntamálaráðherra staðfestir að nauðsynlegt er að endurskoða núverandi rekstrarfyrirkomulag Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Borgarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í skýrslunni að eðlilegast sé að stjórn og ábyrgð sé á einni hendi. Borgarráð telur að Reykjavíkurborg eigi að hætta þátttöku í rekstri Sinfóníuhljómsveitarinnar og felur borgarstjóra að kynna þá samþykkt fyrir menntamálaráðherra og óska eftir að gerðar verði nauðsynlegar lagabreytingar í þessu skyni.
30. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um stöðu barnaverndarmála, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. júlí. R02120145
31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að veita einkareknum grunnskólum í borginni 23.000 kr. styrk á mánuði fyrir hvert fimm ára reykvískt barn sem nýtur kennslu og skóladagvistar á vegum skólans og nýtir þ.a.l. ekki leikskólaþjónustu borgarinnar. Borgarráð felur Fræðslumiðstöð að útfæra nánar kröfur um skólahald og menntun fyrir þessi börn í þjónustusamningum við þá skóla sem hlut eiga að máli. Greiðslur á grundvelli þjónustusamninganna miðist við upphaf skólaárs haustið 2003. Ofangreind útgjöld verði bundinn liður og skal fjármáladeild í samvinnu við Fræðslumiðstöð leggja tillögu um nánari útfærslu fyrir borgarráð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R03010118
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna tillögu um hækkun á framlagi borgarinnar til 5 ára barna í einkareknum grunnskólum enda er hún í samræmi við þær áherslur sem sjálfstæðismenn hafa barist fyrir í borgarstjórn.
32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að styrkja Skóla Ísaks Jónssonar um 55 mkr. til að greiða niður uppsafnaðan rekstrarhalla skólans. Jafnframt er Fræðslumiðstöð heimilað að afskrifa u.þ.b. 14 mkr. fyrirfram greitt framlag vegna launaskuldbindinga. Ennfremur samþykkir borgarráð að veita Tjarnarskóla 2 mkr. styrk til niðurgreiðslu skammtímaskulda. Styrkirnir greiðist í bili af kostnaðarstaðnum ófyrirséð 09205. Fjármáladeild og Fræðslumiðstöð vinni saman tillögu um varanlega skiptingu ofangreindra útgjalda á kostnaðarstaði og leggi fyrir borgarráð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R03010118
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að auka framlag til Skóla Ísaks Jónssonar og Tjarnarskóla til greiðslu skulda en vekja athygli á því að um lágmarks framlag er að ræða.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Aðgerðir vegna uppsafnaðs rekstarvanda Skóla Ísaks Jónssonar, 55 milljónir króna, og 2 milljóna króna styrkur til Tjarnarskóla fylgir í kjölfar verulegrar hækkunar rekstrarframlaga Reykjavíkurborgar til þessara skóla og Landakotsskóla. Þau hafa nú hækkað um liðlega 200% frá því að Reykjavíkurborg tók við rekstri grunnskóla frá ríkinu. Með aðgerðunum binda borgaryfirvöld vonir til að varanlegur grundvöllur hafi skapast fyrir skaplegan rekstur skólanna og innihaldsríkt uppeldisstarf í anda þess metnaðar og stórhugs sem á að einkenna allt skólastarf í borginni.
33. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvernig hefur verið staðið að samráði við lögregluna í Reykjavík við undirbúning menningarnætur í ár og hvaða ráðstafanir hafa borgaryfirvöld gert til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig frá í fyrra?
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Lögreglan í Reykjavík fer með löggæslu á menningarnótt og ber ábyrgð á henni eins og aðra daga ársins. Við undirbúning menningarnætur hefur þess hins vegar verið gætt að þeir aðilar sem þurfi að hafa yfirsýn og stjórn á aðgerðum séu vel búnir undir hátíðarhöldin sem hafa með vinsældum sínum fest sig í sessi sem einhverjar stærstu fjöldasamkomur á landinu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur tekið að sér að koma upp stjórnstöð aðgerða og tryggja nauðsynlegt samráð þeirra sem koma að stjórn vettvangs og viðbrögðum ef eitthvað út af bregður. Dagskrá menningarnætur lýkur jafnframt klukkustund fyrr en verið hefur. Viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs á þó ekki að þurfa til ef allt er með felldu. Eins og jafnan þegar Reykvíkingar og gestir þeirra fylkja liði í miðborgina er þó vert að árétta ábyrgð forráðamanna á ólögráða unglingum auk þess sem borgarbúar eru hvattir til að sýna samstöðu um að menningarnótt verði ánægjuleg og án áfalla. R03020212
34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í ljósi samhljóða samþykktar hverfisráðs Vesturbæjar um að endurskoða beri ákvörðun um lokun gæsluvallarins við Frostaskjól er spurt hvort fyrirhuguð ákvörðun um lokun gæsluvallarins standi eða hvort sinnaskipti forseta borgarstjórnar, Árna Þórs Sigurðssonar, verði til þess að hún verður dregin til baka. R03030171
35. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í framhaldi af bókun borgarráðs 22. júlí s.l. vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa sjálfstæðismanna um hugsanlegar aðgerðir borgarinnar ef í ljós kæmi að um meint samráð olíufélaganna vegna tilboðs í eldsneyti fyrir Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar, SVR og Malbikunarstöðina í september 1996, þar sem tilboð olíufélaganna voru ótrúlega lík (munaði u.þ.b. 0,4% á hæsta og lægsta tilboði, en innkaupin námu rúmlega 114 millj. kr.) er spurt: Með hvaða hætti hyggst Reykjavíkurborg leggja fram kröfugerð sína ef niðurstaða Samkeppnisstofnunar verður sú að olíufélögin hafi haft með sér samráð um tilboðsgerð í ofangreindu útboði borgarinnar? Ennfremur er óskað eftir því að öll gögn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar vegna þessa máls verði send borgarráðsfulltrúum. R03070106
Fundi slitið kl. 15:00
Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson