No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2003, þriðjudaginn 29. júlí, var haldinn 4803. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Anna Kristinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Gísli Helgason.
Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 22. júlí. R03010014
2. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 27. maí. R03030051
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 25. júlí. R03020113
4. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 13. og 27. febrúar, 13. mars, 10. og 28. apríl, 22. maí og 12. og 26. júní. R03010008
5. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R02110001
6. Lögð fram ársskýrsla Félagsþjónustunnar fyrir árið 2002. R03070113
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. þ.m. ásamt drögum að samkomulagi við lóðarhafa lóðar nr. 11-15 við Skógarsel vegna skipulags og uppbyggingar á lóðinni, ódags. R02020101
Borgarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með 4 samhljóða atkvæðum.
8. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 25. þ.m. þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg falli frá forkaupsrétti á 1,6 ha spildu úr landi jarðarinnar Mógilsár, Kjalarnesi, sbr. bréf Fasteignamiðstöðvarinnar frá 22. s.m. R03070123
Samþykkt.
9. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 17. þ.m. um erindi Guðna Franssonar, ódags., varðandi niðurrif á húsinu að Óðinsgötu 16b og ósk um fjárstyrk vegna þess. R02030075
Borgarráð samþykkir að veita Guðna Franzsyni styrk að upphæð 2 mkr. til þess að: (a) fjarlægja og farga öllu tréverki hússins að Óðinsgötu 16b, þ.á.m. úr gólfum og veggjum beggja hæða ásamt þaki og innréttingum, og (b) hreinsa eftirstandandi steinveggi. Styrkurinn er veittur á grundvelli þess að húsið er ónýtt vegna veggjatítlu og skapar það ástand hættu á útbreiðslu veggjatítlunnar í nærliggjandi hús. Styrkurinn er veittur með þeim skilyrðum að framkvæmd verði að fullu lokið fyrir allt húsið að Óðinsgötu 16b og að framkvæmd og tímasetning verksins fari fram í samvinnu við og undir eftirliti Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur. Styrkurinn greiðist af ófyrirséðu, kostnaðarstað 09205.
10. Lagt fram að nýju erindi Brynjars Níelssonar hrl., f.h. rekstraraðila veitingastaðarins Bóhem, Grensásvegi 7, frá 19. maí s.l. þar sem óskað er eftir því að borgaryfirvöld endurskoði málsmeðferðarreglur sínar um veitingu leyfa til áfengisveitinga hvað varðar veitingatíma áfengis. Jafnframt lagt fram að nýju erindi skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. þ.m. þar sem lagt er til að málsmeðferðarreglunum verði ekki breytt að þessu leyti. Þá er lagt fram minnisblað fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar um veitingatíma áfengis í Reykjavík. R02110127
Erindi skrifstofustjóra borgarstjórnar samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
11. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um skiptingu jarðarinnar Brautarholts á Kjalarnesi. Jafnframt lagt fram að nýju bréf borgarlögmanns, dags. 22. s.m., þar sem lagt er til að borgarráð fresti afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar þar til úrskurður liggur fyrir um hvort réttaráhrifum gerðardóms í málinu verði frestað. R03010165
Erindi borgarlögmanns samþykkt.
12. Lagt fram bréf fjármálastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 27. f.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 13 s.m. varðandi nýskipan eftirlits og breytingar á niðurgreiðslum vegna daggæslu barna í heimahúsum. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs varðandi málið frá 25. þ.m. R00090147
Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að borgarráð staðfesti þær breytingar á eftirliti með daggæslu og auknar niðurgreiðslur vegna barna hjá dagmæðrum sem samþykktar voru í leikskólaráði 27. júní sl. Samþykktin leiði ekki til breytingar á úthlutuðum fjárhagsramma fyrir árið 2004.
Tillagan samþykkt.
13. Lagt fram minnisblað forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 28. þ.m. um breytingar á reglum um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg, ásamt gildandi reglum og listum. R01100103
Samþykkt að fela Kjaranefnd Reykjavíkurborgar að útfæra breytingar á reglum um réttindi og skyldur stjórnenda sem starfa hjá Reykjavíkurborg í samræmi við efnisatriði minnisblaðs forstöðumanns kjaraþróunardeildar.
- Kl. 13.20 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi.
14. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 28. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi frávik frá innkaupareglum, sbr. 14. liður fundargerðar borgarráðs frá 22. júlí. R02040040
15. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í vettvangsskoðun um Norðlingaholt kom í ljós að samkvæmt nýlega samþykktu deiliskipulagi um Norðlingaholt er áformað að fjarlægja nokkra skógarlundi með u.þ.b. 60 ára gömlum barrtrjám, greni og furu, en á þessum svæðum stendur til að byggja fjölbýlishús og parhús. Um er að ræða svæði í útjaðri samþykktrar skólalóðar norðan Bjölluvaðs og svæði syðst við Elliðavatn, sunnan Brúarvaðs.
Í drögum að deiliskipulagi Norðlingaholts, sem unnið var undir forystu sjálfstæðismanna í borgarstjórn 1993/1994 var þess gætt í miklu ríkara mæli, en núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir, að vernda skógarlundi á svæðinu.
Spurt er hvort sótt verði um sérstakt leyfi til byggingaryfirvalda til að fella trén eða verður reynt að bjarga þeim með breytingum á deiliskipulaginu?
Ef svarið verður á þann veg að flytja eigi trén á einhvern annan stað er óskað upplýsinga um það hvert sé áformað að flytja þau, hvort 60 ára gömul barrtré hafi áður verið flutt til í borgarlandinu og hvernig þeim hafi vegnað eftir flutninginn. 99010050
16. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir áhyggjum sínum vegna stöðu barnaverndarmála í Reykjavík. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur berast sífellt fleiri og alvarlegri mál og því miður hefur ekki verið hægt að sinna öllum þeim með viðunandi hætti. Sökum manneklu og mikils álags nær starfsfólkið einungis að taka erfiðustu málin til meðferðar. Þær breytingar sem gerðar voru á starfsemi og skipulagi barnaverndarnefndar virðast ekki hafa skilað sér, eins og við sjálfstæðismenn vöruðum við.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins spyrja fulltrúa R-listans hvort og þá hvernig þeir hyggjast beita sér fyrir því að hægt verði að sinna þessu mikilvæga samfélagsmáli með fullnægjandi hætti.
Samkvæmt 9. grein barnaverndarlaga skulu sveitarstjórnir marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Framkvæmdaáætlun sveitarfélags í barnaverndarmálum skal síðan send félagsmálaráðuneyti og Barnaverndarstofu. Óskað er eftir upplýsingum um hvað líður gerð slíkrar áætlunar í Reykjavík. R02120145
17. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fyrir liggur að Þórólfur Árnason, borgarstjóri og þáverandi markaðsstjóri Olíufélagsins undirritaði tilboð til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar f.h. Olíufélagsins hf. vegna útboðs Reykjavíkurborgar á kaupum á eldsneyti til Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, SVR og Malbikunarstöðvarinnar árið 1996. Auk þess bárust tvö önnur tilboð frá Skeljungi og Olíuverslun Íslands. Munur á hæsta og lægsta tilboði, en tilboðin voru öll rúmlega 114 milljónir króna, var innan við 0,5#PR. Augljóst er að borgarstjóri þarf ekki að bíða niðurstöðu Samkeppnisstofnunar til að átta sig á því á hvern hátt hann kom að þessu máli. Því er spurt: Höfðu olíufélögin með sér samráð við gerð þessara tilboða? Ef svo er, tók Þórólfur Árnason, núverandi borgarstjóri og þáverandi markaðsstjóri Olíufélagsins þátt í því?
Jafnframt lagt fram svar borgarstjóra, ódags., við fyrirspurninni. R03070106
- Kl. 13.28 tók Árni Þór Sigurðsson sæti á fundinum.
18. Afgreidd 9 útsvarsmál. R03010198
Fundi slitið kl. 13:45
Árni Þór Sigurðsson
Anna Kristinsdóttir Dagur B. Eggertsson
Guðlaugur Þór Þórðarson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson