Borgarráð - Fundur nr. 4801

Borgarráð

Ár 2003, þriðjudaginn 15. júlí, var haldinn 4801. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 30. júní. R03010011

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 14. maí. R02110107

3. Lagðar fram fundargerðir Innkauparáðs frá 4. og 8. júlí. R03020113

4. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 24. júní. R03010003

5. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. júlí. R03010014 B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 9. júlí. R03010014 B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 30. júní. R03010021

8. Lögð fram fundargerð stjórnar skipulagssjóðs frá 24. júní. R03010017

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 26. júní. R03010018

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 18 mál. R02110001

11. Lögð fram ársskýrsla menningarmála 2002. R03070015

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um staðsetningu skiltis á mótum Skógarsels og Breiðholtsbrautar. R02050121 Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Vesturbergi 195. R03070034 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd,

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. varðandi aðalskipulag og deiliskipulag við Hlíðarenda. 99030094 Samþykkt.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um breytt deiliskipulag að Skólavörðustíg 4a og 4b. R02020124 Samþykkt.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. varðandi umsókn um land í fóstur við Kjalarland. R03070035 Samþykkt.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um auglýsingu deiliskipulags hesthúsasvæðis á Hólmsheiði. R03070036 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.

18. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um íbúðabyggingu að Snorrabraut 37. R03070007 Borgarráð tekur undir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar. Borgarráð samþykkir að vísa málinu til frekari meðferðar leikskólaráðs, m.a. er óskað afstöðu ráðsins til hugmyndar um að flytja gæsluvöll við Rauðarárstíg. Jafnframt er skipulags- og byggingarnefnd falin áframhaldandi meðferð málsins.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Á fundi borgarráðs í dag hefur komið fram sú túlkun ráðsins, að samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 24. júní s.l. feli í sér heimild til niðurrifs Austurbæjarbíós. Það er í andstöðu við umsögn Árbæjarsafns og byggingarlistadeildar Listasafns Reykjavíkur frá 26. mars 2002. Ég lýsi mig því andvígan samþykkt borgarráðs og fyrirhuguðu niðurrifi Austurbæjarbíós án vandaðrar, faglegrar umræðu í Borgarstjórn Reykjavíkur.

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis í Grafarholti. R03070062 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m., þar sem Anna Kristinsdóttir er tilnefnd í stýrihóp um stefnumótun í samgöngumálum. R03060145

21. Lagt fram að nýju bréf Harðar Bjarnasonar frá 6. f.m. þar sem óskað er eftir því að borgarráð veiti leyfi til reksturs veitingastaðar að Eddufelli 8, ásamt umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 18. s.m. Jafnframt lagt fram að nýju svar skipulagsfulltrúa frá 24. f.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um málið, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs 16. júní s.l. Þá er lagt fram minnisblað borgarritara, dags. í dag, varðandi málið. R02030054

22. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Aflvaka frá 2. þ.m. um svæði fyrir flutningshús úr miðborginni. R03050042 Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks telja það alls ekki falla að starfsemi og hlutverki Aflvaka að úthluta félaginu ákveðið landsvæði í borginni til frekari ráðstöfunar undir flutningshús.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Leit að svæðum fyrir flutningshús úr miðbænum er tímabært og brýnt verkefni. Til að stuðla að markvissri uppbyggingu í miðborginni. Til að koma til móts við eigendur gamalla húsa á uppbyggingarsvæðum með því að geta boðið fram aðlaðandi svæði með þyrpingu svipríkra húsa. Til að auka borgargæði með íbúahverfi gamalla húsa. Bókun sjálfstæðismanna er illskiljanleg tilraun til að draga athygli frá þessum meginatriðum málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Í bréfi framkvæmdastjóra Aflvaka, dags. 2. þ.m., kemur fram sú hugmynd að Aflvaka hf. verði úthlutað ákveðnu svæði til þessara nota sem einungis væri ætlað fyrir hús úr miðborginni og væri í umsjón félagsins. Á þessum meginatriðum byggist erindið sem til umræðu er og bókun borgarráðsfullltrúa Sjálfstæðisflokksins. Öllu fremur er bókun borgarráðsfulltrúa R-listans illskiljanleg tilraun til að draga athygli frá þessari sérkennilegu tillögu Aflvaka hf.

23. Lagt fram bréf jafnréttisráðgjafa frá 18. f.m., sbr. samþykkt jafnréttisnefndar 16. s.m. þar sem lagt er til að samningur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um jafna kostun á stöðu forstöðumanns Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum verði endurnýjaður með óbreyttu sniði til fjögurra ára. R03050190 Samþykkt.

24. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 6. þ.m. ásamt úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Arnarnesvegar, dags. 4. júlí 2003. R02040015

25. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Félags eldri borgara frá 4. þ.m., þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að selja hluta húsnæðis að Álfheimum 74. R00020055 Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 10. þ.m., þar sem lagt er til að Skipulagssjóði verði heimilað að ráðstafa lóð nr. 4 við Álagranda undir flutningshús. R03070061 Samþykkt.

27. Lagt fram að nýju bréf ALP-bílaleigunnar frá 20. f.m. vegna lóðarumsóknar við Vatnsmýrarveg. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 9. þ.m. um málið. 99040026 Borgarráð samþykkir umsögnina og málinu því vísað til skipulags- og byggingarsviðs.

28. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 10. þ.m. um samkomulag um bætur vegna niðurfellingar á byggingarleyfi að Laugavegi 3. R01120176 Samþykkt.

29. Lagt fram bréf fulltrúa Reykjavíkurborgar í samstarfsnefnd vegna Leikfélags Reykjavíkur frá 7. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks um málefni Leikfélags Reykjavíkur, sem lögð var fram á fundi borgarráðs 1. þ.m. R00020268

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna harðlega að greinargerð framkvæmdastjóra Leikfélags Reykjavíkur til borgarráðs Reykjavíku, um stjórnskipulag Leikfélags Reykjavíkur og hugsanlegar breytingar á því, sem barst borgaryfirvöldum í febrúar s.l. hafi ekki verið lögð fyrir borgarráð fyrr en nú, tæpum sex mánuðum síðar, í framhaldi af fyrirspurn sjálfstæðismanna. Borgarráð óskaði eftir greinargerðinni í október 2002 og þess vegna bar að leggja hana fram í borgarráði um leið og hún var lögð fram af framkvæmdastjóra Leikfélags Reykjavíkur. Þessi vinnubrögð eru afar ámælisverð.

30. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 11. þ.m. um leigu á húsnæði í Pósthússtræti 5 vegna starfsemi Hins hússins o.fl. R01120242 Samþykkt.

31. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti að Kristnibraut 89 og að KS. verktakar ehf. verði lóðarhafi lóðarinnar með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R02030065 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

32. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m., þar sem lagt er til að Bjartmar Ö. Arnarson og Agnes Ó. Sigmundardóttir verði lóðarhafar lóðar nr. 42 við Gvendargeisla með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R02030065 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

33. Lagt fram bréf borgarritara frá 14. þ.m. ásamt tillögu stjórnar skipulagssjóðs frá 24. f.m. um breytingar á samþykkt fyrir sjóðinn. R02020104 Samþykkt.

34. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m., svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um bílageymsluhús undir Tjörninni, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs 1. júlí s.l. R01090077 Borgarráð ítrekar fyrri ósk til umhverfis- og heilbrigðisnefndar um að gefa umsögn vegna málsins.

Fundi slitið kl. 14:55
Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Árni Þór Sigurðsson
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson