Borgarráð - Fundur nr. 4800

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 1. júlí, var haldinn 4800. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:25. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 26. júní. R03010012

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 24. júní. R03010027

3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs miðborgar frá 18. og 20. júní. R03010028

4. Lagðar fram fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs frá 10. og 26. júní. R03010004

5. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 24. júní. R03010014 B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Skipulagssjóðs frá 4. júní. R03010017

7. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 11. og 22. apríl og 2. júní R03010010

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 24. júní. R03010009

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál R02110001

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um breytingu á deiliskipulagi við Jörfagrund á Kjalarnesi. R03060180 Samþykkt.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um breytingu á staðsetningu gangstéttarkants og tilfærslu gangstéttar framan við húsið nr. 35 við Vættaborgir. R03060179 Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um tillögu að staðsetningu skotæfingasvæðis á Álfsnesi. 99050276 Samþykkt.

13. Lagt fram bréf Fasteignasölunnar Lundar ehf. frá 19. f.m. varðandi ósk um að Reykjavíkurborg falli frá forkaupsrétti á eigninni Frakkastígur 21. Jafnframt lögð fram umsögn embættis borgarlögmanns frá 25. s.m. R02090066 Borgarráð samþykkir umsögnina og er forkaupsrétti hafnað.

14. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 26. f.m. þar sem lagt er til að borgarráð samþykki sölu íbúðar að Aðalstræti 9 og tveggja íbúða að Skúlagötu 20. R01020080 Samþykkt.

15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 26. f.m. um aðstöðu Skautafélagsins Bjarnarins í Egilshöll. 99110445 Samþykkt.

16. Lögð fram ársskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur ásamt umhverfisskýrslu fyrir árið 2002. R03040092

17. Lagður fram ársreikningur fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2002. Jafnframt lagður fram árshlutareikningur fyrir SHS-fasteignir ehf. frá 1. janúar til 31. mars 2003. R03030115

18. Lögð fram skýrsla stjórnar og ársreikningur Aflvaka hf. fyrir árið 2002. R03050002

19. Lögð fram ársskýrsla Sorpu bs. ásamt langtímaáætlun 2004-2006. R02090016

20. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 23. f.m. varðandi hótel og landnámsskála í Aðalstræti ásamt drögum að samningi um lóðaafnot af lóðunum Aðalstræti 12 og Grjótagötu 4. R01110051 Borgarráð samþykkti erindi borgarverkfræðings ásamt meðfylgjandi grunnteikningum fyrir sitt leyti með 4 samhljóða atkvæðum gegn 2.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Með vísan til tillöguflutnings míns í borgarstjórn 15. nóvember 2001 og fyrri bókana í borgarráði vil ég ítreka andstöðu mína við að landnámsbænum við Aðalstræti verði komið fyrir í kjallara hótels í eigu einkaaðila.

21. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 16. f.m. varðandi úrskurð um mat á umhverfisáhrifum vegna færslu Hringbrautar í Reykjavík. R00030154

22. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 24. f.m. um skipan nefndar til að endurskoða stofnsamning Sorpu bs. R03060073 Samþykkt að tilnefna Árna Þór Sigurðsson.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 13. f.m. varðandi tillögu að nýrri samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans í Reykjavík, dags. s.d., síðari umræða. R03050212 Samþykkt.

24. Borgarráð samþykkir að kjósa Óskar Dýrmund Ólafsson varamann í félagsmálaráð í stað Sigríðar Stefánsdóttur sem beðist hefur lausnar. R02060076

25. Borgarráð samþykkir að kjósa Hjört J. Hjartarson varamann í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar í stað Hannesar H. Garðarssonar. R02060086

26. Lögð fram að nýju bréf Gests Ólafssonar arkitekts og skipulagsfræðings frá 3. f.m. og Guðjóns Bjarnasonar arkitekts frá 15. s.m. varðandi hæfnismat þeirra hópa er tóku þátt í forvali vegna gerðar skipulags fyrir Mýrargötu- og Slippasvæði. Jafnframt lögð fram umsögn borgarritara frá 6. f.m. varðandi málið. R03020008 Borgarráð samþykkir umsögnina með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu þessa máls, enda átti fulltrúi Sjálfstæðisflokksins ekki sæti í forvalsnefndinni og forsendur okkar til að meta störf nefndarinnar því ekki fullnægjandi.

- Kl. 14.35 vék Ólafur F. Magnússon af fundi.

27. Lagt fram bréf borgarritara frá 30. f.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um niðurskurð í félagsstarfi aldraðra, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs 3. s.m. R02110314

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Áform um niðurskurð í félagsstarfi aldraðra urðu uppvís á fundi félagsmálaráðs með forstöðumönnum félags- og þjónustumiðstöðva 7. maí. s.l. enda bókaði félagsmálaráð að það óskaði eftir skriflegum upplýsingum frá forstöðumönnum varðandi þann niðurskurð sem átt hefur sér stað á þessu ári vegna félagsstarfsins. Ljóst er að hörð viðbrögð og eftirgrennslan Sjálfstæðisflokksins vegna áforma um að skera niður í félagsstarfi aldraðra, í bága við samþykkt borgarstjórnar, hafa borið árangur og aðgerðirnar mildaðar. Þau svör sem borist hafa gefa til kynna að verið sé að innleiða breytingar í félagsstarfinu þrátt fyrir að samþykkt borgarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003 hefði verið um að fresta fyrirhuguðum breytingum og bíða með frekari ákvarðanir þar til niðurstöður úr samráðsvinnu verkefnisstjóra og félagsmiðstöðva lægju fyrir. Þessi vinnubrögð eru óásættanleg.

28. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs frá 30. f.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs 3. s.m. R03060019

29. Lagt fram bréf Hjartar Aðalsteinssonar f.h. Þerneyjar ehf. frá 18. f.m. varðandi verksamning og tillöguuppdrætti um lóðina að Tryggvagötu 13. Einnig lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 30. f.m. varðandi málið. þá er lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa frá 29. s.m. um málið. R03060094 Borgarráð samþykkir að ekki sé fært að ráðstafa lóðinni eins og nú háttar.

30. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 30. f.m. um yfirfærslur fjárveitinga milli áranna 2002 og 2003. R03060194 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

- K. 14.40 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi.

31. Borgarráð samþykkir að óska eftir greinargerð frá Flugmálastjórn um flugatvik við Reykjavíkurflugvöll þann 29. júní s.l. R03070009

32. Borgarráð samþykkir að tilnefna af sinni hálfu Guðmund B. Friðriksson, deildarstjóra, í búfjáreftirlitsnefnd. R03070005

33. Lögð fram skýrsla borgarendurskoðunar um frávik frá innkaupareglum árin 2000-2001, dags. í júní 2003. R03060181

34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Málefni Leikfélags Reykjavíkur og fjárhagsvandi þess hafa verið til umræðu hjá Reykjavíkurborg allt frá haustmánuðum 2001, þegar ljóst var að samningsbundnar fjárveitingar, skv. samkomulagi LR og Reykjavíkurborgar frá 11. janúar 2001 dygðu ekki til rekstrar félagsins. Framkomnar skýringar leikfélagsmanna eru að almennt launaskrið hafi komið illa við félagið undanfarin ár og hefur í framhaldi verið hagrætt í starfsmannahaldi. Málið hefur ítrekað komið til kasta borgarráðs frá haustmánuðum 2002. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja því fram eftirfarandi fyrirspurn:

1. Er niðurstöðu að vænta í viðræðum Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur um 5. gr. samkomulags LR og Reykjavíkurborgar frá 11. janúar 2001, sbr. bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans frá 29. apríl 2003? Verður sú niðurstaða kynnt borgarráði?

2. Haustið 2002 var framkvæmdastjóra LR falið að semja greinargerð um stjórnskipulag LR og hugsanlegar breytingar á því. Liggur sú greinargerð fyrir? Ef svo er, hvenær barst hún borgaryfirvöldum og hvers vegna hefur hún ekki verið kynnt borgarráði? R00020268

35. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í rúmt ár hefur R-listinn verið að undirbúa byggingu bílageymsluhúss í Tjörninni. Óskað er upplýsinga um stöðu málsins. R01090077

Fundi slitið kl. 15:00

Alfreð Þorsteinsson
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson