No translated content text
Borgarráð
Ár 2003, þriðjudaginn 24. júní, var haldinn 4799. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritun annaðist Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 19. þ.m. um kosningu borgarráðs á fundi borgarstjórnar s.d. R03060120
2. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að kjósa Alfreð Þorsteinsson formann borgarráðs til eins árs. Varaformaður var kosinn Árni Þór Sigurðsson með sama hætti. R03060120
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 19. þ.m. varðandi umboð borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar, sbr. samþykkt borgarstjórnar s.d. 99050248
4. Lögð fram fundargerð Bláfjallanefndar frá 3. júní. R03010019
5. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 23. júní. R03010015
Samþykkt.
6. Lagðar fram fundargerðir Innkauparáðs frá 13. og 23. júní. R03020113
7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. júní. R03010014
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 12. júní. R03020199
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13. júní. R03010005
10. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R02110001
11. Lagt fram bréf Harðar Bjarnasonar frá 6. þ.m. þar sem óskað er eftir því að borgarráð veiti leyfi til reksturs veitingastaðar að Eddufelli 8, ásamt umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 18. s.m. Jafnframt lagt fram svar skipulagsfulltrúa, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um málið, sbr. 28. liður fundargerðar borgarráðs 16. júní s.l. R02030054
12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi breytt lóðamörk lóðanna að Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4. R03060111
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. varðandi breytt lóðamörk lóðanna að Frakkastíg 14a og Njálsgötu 19. R03060110
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaráðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins 10. s.m. um styrkveitingar til íþróttafélaga vegna framkvæmda og samninga vegna þeirra. 99030234
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
15. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 22. þ.m. varðandi tilfærslur innan fjárhagsáætlunar ársins 2003 vegna breyttra reikningsskilareglna sveitarfélaga. R03010184
Borgarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum svohljóðandi breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2003:
Endursk. áætlun 2003 Nýjar reikninings-skilareglur Lausafjárkaup Breyting samtals Verður
Fasteignaskattar -4.650.000 -114.000 -114.000 -4.764.000
Stjórn borgarinnar 786.078 -786.078 -786.078 0
Skipulags- og byggingarsvið 280.325 15.000 15.000 30.000 310.325
Umhverfis- og tæknisvið 341.065 0 35.600 35.600 376.665
Gatnamálastofa 1.460.196 0 0 0 1.460.196
Umhverfis- og heilbrigðisstofa 1.068.918 110.000 18.000 128.000 1.196.918
Menningarmál 1.052.161 23.400 43.700 67.100 1.119.261
Fræðslumál 8.344.930 35.000 145.000 180.000 8.524.930
ÍTR 1.765.599 33.000 30.000 63.000 1.828.599
Leikskólar Reykjavíkur 3.326.639 13.000 50.000 63.000 3.389.639
Félagsþjónustan í Reykjavík 3.618.412 486.180 63.000 549.180 4.167.592
Miðgarður 254.070 0 3.000 3.000 257.070
Önnur útgjöld 5.263.149 -1.450.529 -1.450.529 3.812.620
Sameiginlegur kostnaður 2.196.027 71.700 2.267.727 2.267.727
Strætó bs. - framlag 857.000 0 857.000
Ferðaþjónusta fatlaðra - framlag 144.600 -144.600 -144.600 0
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - framlag 431.594 0 431.594
28.994.736 416.400 475.000 891.400 30.000.136
Sjóðstreymi
5#PR framlag til varasjóðs viðbótarlána 80.000 -80.000 -80.000 0
Lausafjárkaup 505.000 -475.000 -475.000 30.000
Hlutfjárframlag Austurhöfn-TR ehf 0 4.600 4.600 4.600
Stofnframlag til Skíðasvæða höfuðb.sv. 0 42.000 42.000 42.000
585.000 -33.400 -475.000 -508.400 76.600
Fasteignastofa - byggingaframkvæmdir
Fræðslumál 1.459.000 -30.000 -30.000 1.429.000
Menningarmál 262.000 -20.000 -20.000 242.000
ÍTR 539.000 -75.000 -75.000 464.000
Leikskólar Reykjavíkur 305.000 -13.000 -13.000 292.000
Umhverfi og útivist 110.000 -110.000 -110.000 0
Framkvæmdir í þágu aldraðra 167.500 -135.000 -135.000 32.500
2.842.500 -383.000 0 -383.000 2.459.500
16. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 22. þ.m. varðandi tilfærslur innan fjárhagsáætlunar ársins 2003 vegna leigusamninga einstakra málaflokka við Fasteignastofu, auk þess sem fjallað er um væntanlegar verklagsreglur á þessu sviði. R03010184
Borgarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum svohljóðandi breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2003:
Kostnaðarstaður Lykill Var Verður Breyting
Fræðslumál M9999 0 1.705.593.960 1.705.593.960
Íþrótta- og tómstundarráð I9999 0 541.807.560 541.807.560
Húsnæðisstyrkir til menningarmála 03130 0 20.752.296 20.752.296
Borgarbókasafn Reykjavíkur 032xx 306.930.000 354.006.000 47.076.000
Listasafn Reykjavíkur 033xx 119.480.000 171.356.400 51.876.400
Borgarskjalasafn Reykjavíkur 03400 32.900.000 47.249.600 14.349.600
Menningarmiðstöð Gerðubergi 03500 54.470.000 69.405.800 14.935.800
Ljósmyndasafn Reykjavíkur 03600 23.350.000 26.590.400 3.240.400
Minjasafn Reykjavíkur 03700 99.290.000 110.857.800 11.567.800
Fasteignakostnaður menningarmála -11.674.000 -352.000 11.322.000
Umhv.- og heilbr.stofa fasteignakostn. -8.482.000 13.868.800 19.832.800
Félagsmálastjóri F1210 49.058.000 48.717.403 -340.597
Þróunarsvið F1220 58.458.000 57.549.727 -908.273
Starfsmannaskrifstofa F1230 33.252.000 32.911.403 -340.597
Lögfræðiskrifstofa F1240 12.170.000 11.980.782 -189.218
Fjármálasvið F1250 115.305.000 113.526.304 -1.778.696
Þjónustusvið F1260 12.954.000 12.840.472 -113.528
Ráðgjafarsvið F1270 9.344.000 9.230.472 -113.528
Borgarhluti II - rekstur skrifstofu F1420 92.177.000 91.345.281 -831.719
Borgarhluti III - rekstur skrifstofu F1430 85.647.000 86.216.912 569.912
Mismunur á leigu F1630 387.707.000 388.883.858 1.176.858
Unglingaathvarf Amtmannsstíg F1810 14.757.000 16.865.396 2.108.396
Unglingaathvarf Keilufelli F1820 14.502.000 15.199.741 697.741
Fjölskyldumiðstöð Sólvallagötu F1830 15.641.000 17.158.084 1.517.084
Vistheimili barna Laugarásvegi F2220 59.546.000 62.119.479 2.573.479
Skammtímavistun Álfalandi F2230 0 1.639.860 1.639.860
Fjölskylduheimilið Ásvallagötu F2250 15.790.000 17.670.873 1.880.873
Fjölskyldumiðstöðin Búðargerði F2260 15.832.000 16.574.604 742.604
Tenging við tilveruna Hraunbergi F2290 7.622.000 8.855.037 1.233.037
Félags- og þjónustumiðst. Aflagranda F2410 21.222.000 31.777.192 10.555.192
Félagsmiðstöð Lindargötu F2415 29.774.000 52.220.013 22.446.013
Félags- og þjónustumiðst. Vesturgötu F2420 24.550.000 34.334.601 9.784.601
Félags- og þjónustumiðst. Hvassaleiti F2430 19.544.000 27.865.669 8.321.669
Félags- og þjónustumiðst. Bólstaðarhlíð F2440 21.544.000 29.553.367 8.009.367
Félags- og þjónustumiðst. Hraunbæ F2450 14.247.000 19.241.986 4.994.986
Félagsmiðstöð Hæðargarði F2455 15.262.000 22.493.717 7.231.717
Félags- og þjónustumiðst. Árskógum F2460 25.731.000 38.444.364 12.713.364
Félagsmiðstöð Dalbraut F2465 7.054.000 8.412.118 1.358.118
Félagsmiðstöð Sléttuvegi F2475 3.709.000 5.934.456 2.225.456
Droplaugarstaðir F2610 0 52.491.625 52.491.625
Seljahlíð F2620 0 61.946.980 61.946.980
Dagdeild Þorragötu F2820 0 4.228.678 4.228.678
Dalbraut 21-27 F3010 70.118.000 122.002.555 51.884.555
Þjónustuíbúðir Norðurbrún F3025 -1.597.000 38.774.335 40.371.335
Þjónustuíbúðir Lönguhlíð F3035 1.653.000 24.948.682 23.295.682
Félagsmiðstöð Furugerði F3045 17.802.000 32.600.436 14.798.436
Rekstur Gistiskýlis Þingholtsstræti F3250 17.535.000 20.253.453 2.718.453
Skrifstofa barnaverndarnefndar F9010 97.854.000 99.505.440 1.651.440
Félagsþjónustan fasteignakostnaður -74.069.000 -2.285.719 71.783.281
Leikskólar Reykjavíkur -36.361.000 364.632.056 400.993.056
Gatnamálastofa húsaleiga B3xxx 0 23.934.800 23.934.800
Umhverfis- og tænisvið B5200 19.020.000 47.125.920 28.105.920
Rekstar- og þjónustuskrifstofa Ráðhúss 01370 47.948.000 222.583.580 174.635.580
Rekstar- og þjónustuskrifstofa Ráðhúss 08520 11.093.000 20.999.000 9.906.000
Skrifstofa borgarstjórnar 08570 4.844.000 3.047.760 3.047.760
Skipulags- og byggingarsvið 04100 280.325.000 286.005.000 5.680.000
Innkaupastofnun 2432 19.212.000 22.003.800 2.791.800
Húsaleiga málaflokka 3.812.620.000 298.835.832 -3.513.784.168
17. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 22. þ.m. varðandi úthlutun útgjaldaramma í fjárhagsáætlun ársins 2004 til fagnefnda. R03060140
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
18. Lagt fram að nýju bréf sparnaðarnefndar frá 11. þ.m. varðandi tillögur um sparnað í borgarkerfinu. R02110358
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Sú tillaga sem liggur fyrir gerir ráð fyrir að heildarsparnaður nemi 500 m.kr. en þar af lausafjárkaup 120 m.kr.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gagnrýnivert að stærsti hluti af 380 m.kr. sparnaði í rekstri eða 311,5 m.kr. beinist að fræðslu-, tómstunda- og félagsmálum en á hinn bóginn eiga yfirstjórn borgarinnar, skipulags- og byggingasvið og umhverfis- og tæknisvið einungis að spara 12,2 m.kr.
Sparnaðartillögur R-listans eru lítt rökstuddar enda ekki unnar í samráði við forstöðumenn einstakra sviða, sem hljóta að teljast afar óeðlileg vinnubrögð.
Sífellt er betur að koma í ljós að allt það sem við sjálfstæðismenn höfum sagt um fjármálastjórn borgarinnar og óhóflega skuldasöfnun er rétt.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Rekstrarkostnaður Reykjavíkurborgar skv. fjárhagsáætlun ársins 2003 er um 34 milljarðar króna. Sparnaðarnefndin hefur lagt fram tillögu að sparnaði í rekstri og kaupum á lausamunum upp á 500 milljónir króna fyrir árið 2004, eða um 1,5#PR af rekstrarkostnaði ársins. Lögð er áhersla á almennt aðhald í rekstri án þess að þjónusta við borgarbúa skerðist svo nokkru nemi, en vitanlega kemur í hlut stærstu málaflokkanna að leita hagræðingar og gæta aðhalds í hlutfalli við stærð. Fyrst og fremst er unnið að sparnaði í ferðakostnaði, ráðstefnuhaldi, símakostnaði, risnu, kynningar- og útgáfumálum og stjórnun; auk þess sem lögð er áhersla á aukið samráð og samvinnu í þróunarstarfi innan mismunandi sviða borgarinnar. Tillögurnar hafa verið unnar í fullu samráði við formenn fagnefnda. Nákvæm útfærsla fer síðan fram á næstu mánuðum og lýkur með fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 sem væntanlega verður samþykkt í lok þessa árs.
19. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. þar sem lagt er til að Nöglum ehf. verði veittir nánar tilteknir frestir til að ljúka byggingarframkvæmdum að Laugavegi 53b, að viðlögðum dagsektum. Frestir byrji að líða 27. júlí n.k. R03060134
Samþykkt.
20. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 6. þ.m. þar sem lagt er til að Fróðengi ehf., Breiðagerði 37, verði lóðarhafi lóðar nr. 2-4 við Guðríðarstíg með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R02030065
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
21. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 13. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs s.d. varðandi framtíðarskipan gæsluleikvalla sem starfræktir eru af Leikskólum Reykjavíkur. R03030171
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Þær tillögur sem liggja fyrir um niðurlagningu gæsluvalla borgarinnar eru illa ígrundaðar. Engin samstaða var um þær í leikskólaráði eða þeirri nefnd sem um málið fjallaði og stóð einungis fulltrúi R-listans að þeim en aðrir nefndarmenn studdu ekki tillögurnar.
Þrátt fyrir að hætt hafi verið við að leggja niður alla gæsluvelli borgarinnar núna, eins og fyrirhugað var, þá er því haldið opnu að gera slíkt árið 2005.
Komi þessar tillögur til framkvæmda verður ekki hægt að halda uppi lágmarksþjónustu fyrir hverfi borgarinnar og er t.d. eini gæsluvöllurinn fyrir Vesturbæinn staðsettur á Njálsgötu. Ekki er tekið tillit til fjölda heimsókna við val á þeim völlum sem verða áfram starfræktir. Þannig er til dæmis sá gæsluvöllur sem að er með næst flestar heimsóknir, Hlaðhamrar, lagður niður.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Endurskoðun á framtíðarskipan gæsluleikvalla er löngu tímabær. Bætt og aukin þjónusta Leikskóla Reykjavíkur hefur dregið mjög úr eftirspurn þessarar þjónustu.
Fyrirliggjandi tillaga hefur verið unnin með hliðsjón af bestu gögnum um nýtingu og í góðu samráði við starfsfólk. Þar er starfsemi gæsluleikvalla tryggð í öllum fimm borgarhlutum Reykjavíkur til næstu ára, er starfræksla þeirra verður endurnýjuð í ljósi nýtingar, sem hlýtur iðulega að vera leiðarljós í stefnumótun og ákvörðunum á þessu sviði.
22. Lögð fram bréf Gests Ólafssonar arkitekts og skipulagsfræðings frá 3. þ.m. og Guðjóns Bjarnasonar arkitekts frá 15. s.m. varðandi hæfnismat þeirra hópa er tóku þátt í forvali vegna gerðar skipulags fyrir Mýrargötu- og Slippasvæði. R03020008
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Vegna vals á ráðgjafahópum í tengslum við skipulag Mýrargötu- og Slippasvæðis óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir greinargerð og rökstuðningi forvalshópsins.
Samþykkt að óska eftir rökstuðningi fyrir vali forvalshópsins og minnisblaði frá borgarritara um aðferðarfræðina við forvalið. Afgreiðslu málsins frestað.
23. Lögð fram skýrsla þróunar- og fjölskyldusviðs um þróun mannfjölda og búferlaflutninga í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu 1990 - 2002, dags. í júní 2003. R03060142
24. Lögð fram bréf Skipulagsstofnunar frá 3. og 19. þ.m. þar sem óskað er álits Reykjavíkurborgar á því hvort gerð tengibrautar yfir Úlfarsárdal, Grafarholt - Úlfarsfell, skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Jafnframt lögð fram umsögn borgarverkfræðings um erindið, dags. 23. þ.m., þar sem hann mælir ekki með slíku mati. R03060034
Umsögn borgarverkfræðings samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
25. Borgarráð samþykkir að stýrihópur um stefnumótun í samgöngumálum, sbr. 10. liður fundargerðar borgarráðs 13. maí, skuli skipaður 5 mönnum; 3 verði tilnefndir af samgöngunefnd, 1 af skipulags- og byggingarnefnd og 1 umhverfis- og heilbrigðisnefnd. R03060145
26. Lagt fram bréf hafnarstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt hafnarstjórnar 23. þ.m. á því að Reykjavíkurhöfn skuli vera #GLHöfn með hafnarstjórn í eigu sveitarfélags#GL í skilningi 8. gr. nýrra hafnalaga nr. 61/2003. R03060154
Samþykkt.
27. Lagt fram bréf hafnarstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt hafnarstjórnar 23. þ.m. á nýrri gjaldskrá Reykjavíkurhafnar. R01030189
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 14.35
Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Dagur B. Eggertsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson