No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2003, mánudaginn 16. júní, var haldinn 4798. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs miðborgar frá 2. júní. R03010028
2. Lögð fram fundargerð Innkauparáðs frá 11. júní. R03020113
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R02110001
4. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 28 við Dyrhamra, vegna viðbyggingar við leikskólann Klettaborg. R03060070
Samþykkt.
5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um stækkun lóðar að Háaleitisbraut 58-60. R03060071
Samþykkt.
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 11. s.m. um breytingu á lóðamörkum Hofsvallagötu 53 og Neshaga 16. R03060072
Samþykkt.
7. Lagt fram bréf sparnaðarnefndar frá 11. þ.m. varðandi tillögur um sparnað í borgarkerfinu. R02110358
Frestað.
8. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 6. þ.m. um heimild til að ganga til viðræðna um gerð samnings varðandi húsnæðismál Hins hússins í Pósthússtræti 3-5 o.fl. R01120242
Samþykkt.
9. Lagt fram að nýju bréf formanns stjórnar Íþrótta- og sýningahallarinnar hf., dags. 3. þ.m., ásamt svohljóðandi tillögum:
Hvor hluthafi um sig mun eiga til helminga Íþrótta- og sýningahöllina hf. Jafnframt mun Íþrótta- og sýningahöllin hf. leigja byggingar núverandi Laugardalshallar og tengibyggingu af borginni og annast rekstur þeirra.
Íþrótta- og sýningahöllin hf. er 100#PR eigandi fasteignafélagsins Laugardals ehf. sem mun eiga Íþrótta- og sýningahöllina.
Fasteignafélagið Laugardalur ehf. mun gera langtímasamning við Reykjavíkurborg um afnot af Íþrótta- og sýningahöllinni aðallega vegna íþróttastarfsemi. Íþrótta- og sýningahöllin mun þar fyrir utan leigja mannvirkið út, í umboði Fasteignafélagsins Laugardals ehf., eins og kostur er, til íþróttaæfinga og keppni, sýningahalds, tónleika, mannfagnaðar og ýmissar annarrar starfsemi.
Tillaga er um að Reykjavíkurborg greiði kostnað við breytingar og endurbætur á núverandi hliðarbyggingu Laugardalshallar og tengibyggingu að þær byggingar verði í eigu borgarinnar. Einnig að borgin greiði kostnað við framkvæmdir vegna lóðar og fjölgunar bílastæða.
Lagt er til að hluthafar fjármagni Íþrótta- og sýningahöllina hf. á eftirfarndi hátt:
Núverandi hlutafé félagsins er 10 m.kr. og skiptist það jafnt milli hluthafa. Lagt er til að hluthafar samþykki á aðalfundi félagsins 2003 að auka hlutafé félagsins í 100 m.kr. og að hvor hluthafi leggi fram 45 m.kr. hlutafé.
Reykjavíkurborg hefur þegar greitt 15 m.kr. upp í væntanlega hlutafjáraukningu. Í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 2003 er gert ráð fyrir 30 m.kr. hlutafjárframlagi borgarinnar. Samtök Iðnaðarins greiða 23,7 m.kr. með inneign gatnagerðargjalda, sbr. samkomulag aðila dags. 24. febrúar 2000. Stjórn félagsins mun innkalla það sem ógreitt er af hlutafjáraukningunni fyrir 1. október 2003.
Íþrótta- og sýningahöllin hf. mun fjármagna Fasteignafélagið Laugardal ehf. með 500 þús. kr. hlutafé sem greitt hefur verið og hluthafaláni að fjárhæð 99.5 m.kr.
99060050
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 12. þ.m. um heimild til að gera myntbreytingu á lánasamningi hjá DePfa Bank Plc frá 10. september 2002. R02020112
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 11. þ.m. um heimild til að ganga til samninga við Social Development Bank um lántöku sem svarar til allt að 600 mkr. R03060074
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf stjórnkerfisnefndar frá 12. þ.m. ásamt tillögu að samþykkt um skiptingu Reykjavíkurborgar í hverfi. R02120084
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf fjármálastjóra, ódags., um greinargerð fjármáladeildar um rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs 1. janúar til 31. mars 2003 ásamt tillögum um breytingar á fjárhagsáætlun ársins. Jafnframt lagt fram árshlutauppgjör 1. janúar til 31. mars 2003. R03010184
Borgarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum svohljóðandi breytingar á fjárhagsáætlun 2003:
í þús. kr. Kostn.st Var Verður Breyting
Lækkun ramma Umhverfis- og tæknisviðs -4.700 0 4.700
Skrifstofa borgarverkfræðings B5000 114.745 113.157 -1.588
Húsnæði B5200 19.020 18.885 -135
Rannsóknir B5400 12.500 12.300 -200
Samgöngunefnd B0600 4.800 4.728 -72
Verkfræðistofa B41xx 82.000 80.870 -1.130
Mælingar B4200 47.000 46.295 -705
Gagnavinnsludeild B4300 18.100 17.830 -270
Tölvudeild B4400 47.600 47.000 -600
Heiðmörk B2216 26.600 27.345 745
Sorpeyðing B2433 147.000 143.920 -3.080
Förgun dýra B2450 29.189 22.461 -6.727
Skrifstofa B6200 72.574 71.696 -878
Skrifstofa garðyrkjudeildar B2000 13.512 18.300 4.788
Verkbækistöð I B2201 90.537 95.500 4.963
Verkbækistöð II B2202 94.631 90.000 -4.631
Verkbækistöð III B2203 54.773 67.500 12.727
Ræktunarstöð B2204 23.038 18.600 -4.438
Grasagarður B2205 38.009 36.000 -2.009
Útmörk B2208 21.163 21.500 337
Skólagarðar B222x 19.797 18.000 -1.797
Lækkun ramma menningarmála -11.000 0 11.000
Menningarmálanefnd 03100 4.200 4.140 -60
Skrifstofa menningarmála 03110 17.200 16.940 -260
Ófyrirséð 03120 3.300 3.200 -100
Borgarbókasafn 032xx 311.600 306.930 -4.670
Listasafn 033xx 121.300 119.480 -1.820
Gerðuberg 03500 55.300 54.470 -830
Ljósmyndasafn 03600 23.700 23.350 -350
Borgarskjalasafn 03400 33.400 32.900 -500
Minjasafn 03700 100.800 99.290 -1.510
Erlent samstarf 03103 1.300 1.280 -20
Styrkir og rekstrarsamningar 03113 58.535 57.660 -875
Tengsl menningar og skóla 03121 1.300 1.295 -5
Skíðabrekkur og skautasvell í hverfum I5401 5.494 2.842 -2.652
Þjónusta við félög I5402 -500 5.494 5.994
Gervigrasvöllur Austurberg I5411 2.842 -500 -3.342
Lækkun ramma Félagsþjónustunnar -32.100 0 32.100
Félagsmálastjóri F1210 49.057 47.707 -1.350
Þróunarsvið F1220 58.457 56.144 -2.314
Starfsmannaskrifstofa F1230 33.252 32.084 -1.168
Fjármálasvið F1250 115.305 114.148 -1157
Borgarhlutaskrifstofa 1 F1410 85.032 84.041 -991
Borgarhlutaskrifstofa 2 F1420 92.177 91.186 -991
Borgarhlutaskrifstofa 3 F1430 85.646 84.655 -991
Afskriftir F1650 9.000 5.000 -4.000
Vistun á einkaheimilum F2280 19.200 15.712 -3.488
Félags- og þjónustumiðstöð Árskógum F2460 25.731 24.931 -800
Vistun Blesastöðum og Kumbaravogi F3210 6.163 3.163 -3.000
Framleiðslueldhús Lindargötu F3410 19.240 17.240 -2.000
Framleiðslueldhús Seljahlíð F3420 37.240 33.955 -3.285
Styrkir til félagsmála F3610 37.200 34.900 -2.300
Langvarandi veikindi F8010 15.500 12.535 -2.965
Barnavernd Reykjavíkur – skrifstofa F9010 97.854 96.554 -1.300
Húsaleigubætur F1620 229.500 294.500 65.000
5#PR framlag til varasjóð viðbótarlána 80.000 160.000 80.000
Veltufjármunir/skammtímaskuldir -145.000
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 12. þ.m., ásamt bréfi ritara stjórnkerfisnefndar, dags. s.d., varðandi breytingar á 1. og 6. gr. samþykktar um hverfisráð. R02020104
Vísað til borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Sú ákvörðun að fækka almennum fundum með íbúum hverfanna úr fjórum í einn á ári endurspeglar þá staðreynd að hverfisráðin skorti frá upphafi skýran starfsramma og stuðning frá stjórnsýslu borgarinnar til að geta sinnt upphaflegu hlutverki sínu. Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að hverfisráðin voru stofnuð hafa mörg hverfisráð ekki haldið opna fundi með íbúum sínum þrátt fyrir að samþykkt fyrir hverfisráðin hafi gert ráð fyrir allt að fjórum fundum á þessu tímabili. Þessi staðreynd segir sína sögu um virkni flestra hverfisráða borgarinnar. Ljóst er að mikil breyting verður að eiga sér stað á starfsemi hverfisráðanna til að þau haldi þó einn almennan íbúafundi í hverfunum árlega.
15. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 10. þ.m. um tengibraut yfir Úlfarsdal, Grafarholt/Úlfarsfell og matsskyldu þessara framkvæmda, ásamt greinargerð. Jafnframt lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 2. þ.m. varðandi málið. R03060034
- Kl. 13.35 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Björk Vilhelmsdóttir tók þar sæti.
16. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 11. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 10. s.m. varðandi hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar. R01060013
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
17. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 11. þ.m., um tilboð í ytri endurskoðun. Jafnframt lagður fram 19. liður fundargerðar borgarráðs frá 28. janúar sl. sem frestað var á fundi borgarstjórnar 30. janúar sl. og bréf forstjóra Innkaupastofnunar þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Grant & Thornton ehf. sem átti næst lægsta tilboð. Þá er lagður fram að nýju úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2003: Deloitte & Touche gegn Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, dags. 3. þ.m. R03020065
Vísað til borgarstjórnar
18. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 12. þ.m., ásamt ársskýrslu SAF 2001-2002 og lokaskýrslu verkefnisstjórnar Íslands án eiturlyfja. R03060068
19. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 12. þ.m. þar sem lagðar eru til breytingar á 3., 6. og 7. gr. reglna um starfslaun listamanna. R02080032
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar s.d., þar sem samþykkt er að skipa Þorgerði E. Sigurðardóttir, sem fulltrúa menningarmálanefndar í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Jafnframt hefur Rithöfundasamband Íslands skipað Jón Kalman Stefánsson sem sinn fulltrúa í dómnefndina. R03050133
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar s.d. um reglur um útnefningu borgarlistamanns. R00020069
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar s.d., þar sem lagt er til að auglýstir verði starfssamningar til allt að þriggja ára við sjálfstæð leikhús, gallerí, söfn og tónlistarhópa, hátíðir og aðra sem til greina koma. Framlagið komi úr rekstrarramma menningarmála eins og ráð hefur verið gert fyrir í þriggja ára áætlun 2004-2006.
R03060065
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Frjálsíþróttasambands Íslands frá 16. f.m., vegna Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsum íþróttum á Íslandi 2004.
R03050116
Borgarráð samþykkir að styðja umsókn FRÍ um mótið.
24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 13. þ.m. varðandi tillögu að nýrri samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans í Reykjavík, dags. s.d. R03050212
Vísað til borgarstjórnar.
25. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þjónustusviðs Félagsþjónustunnar frá 12. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um niðurskurð í félagsstarfi aldraðra, sbr. 40. liður fundargerðar borgarráðs 3. þ.m. R02110314
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nú liggja fyrir upplýsingar um niðurskurð og fækkun stöðugilda í félagsstarfi aldraðra þvert á samþykkt borgarstjórnar og fullyrðingar fulltrúa R-listans um að ekki hefði átt sér stað niðurskurður.
Spurt er: Hver tók ákvörðun um niðurskurð í félagsstarfi aldraðra þvert ofan í samþykkt borgarstjórnar um að áform um niðurskurð skyldu dregin til baka.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Félagsstarf á félags- og þjónustumiðstöðum Reykjavíkurborgar á að vera opið og margbreytilegt þannig að það höfði til sem flestra óháð aldri. Markmiðið með starfinu er að rjúfa félagslega einangrun og hvetja til virkrar þátttöku þeirra sem félagsstarfið stunda, þar á meðal skipulagi og vali á viðfangsefnum.
Á yfirstandandi ári hafa breytingar verið innleiddar á 5 félagsmiðstöðvum Félagsþjónustunnar af 14. Nú á árinu 2003 fá þessar 5 miðstöðvar 6#PR hækkun frá sl. ári þannig að ekki er um niðurskurð að ræða eins og sjálfstæðismenn halda fram.
Það er von okkar og reyndar vissa að sátt myndist meðal stjórnenda hjá Reykjavíkurborg, starfsmanna og notenda um þær jákvæðu breytingar sem unnið er að og að framtíð félagsstarfsins verði með blóma.
26. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 13. þ.m. vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um stofnkostnað framhaldsskóla, sbr. 38. liður fundargerðar borgarráðs 3. þ.m. 99060218
- Kl. 14.13 tók Árni Þór Sigurðsson sæti á fundinum og Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi.
27. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um deiliskipulag Heiðargerðisreits. Jafnframt lögð fram að nýju umsögn embættis borgarlögmanns frá 6. þ.m. um málið.
R03020057
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráðsfulltrúar Sjáfstæðisflokks leggja til að nýtingarhlutfall sambýlishúsa á reitnum verði allt að 0,8, eins og staðfest var í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, sem er eðlileg nýting sambýlishúsalóða (2-5 íbúðir). Deiliskipulagstillagan þannig breytt, ásamt greinargerð, verði auglýst.
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks felld með 4 atkvæðum gegn 3.
Deiliskipulag Heiðargerðisreits samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Leyfi borgaryfirvalda til ofanábyggingar og stækkunar húss að Heiðargerði 76 á sér nokkuð langan aðdraganda. Mikið hefur verið um málið fjallað í skipulags og byggingarnefnd sem á sínum tíma var ekki tilbúin til að leyfa ofanábyggingu en borgarráð komst að annarri niðurstöðu. Íbúar í næsta nágrenni kærðu þá málið til úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingarmál sem úrskurðaði að ekki hefði verið heimilt að leyfa ofanábyggingu. Eigandi Heiðargerðis 76 fór þá mað málið til Hérðasdóms sem sneri við ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, sem var samhljóða niðurstöðu skipulags- og byggingarnefndar á sínum tíma, að ekki hefði átt að leyfa ofanábyggingu við Heiðargerði 76. Í ljósi Hæstaréttardómsins og þess að íbúar í næsta nágrenni hafa mótmælt fyrirhugaðri ofanábyggingu er ekki gert ráð fyrir því í nýju deiliskipulagi að umrædd ofanábygging verði leyfð. Hið nýja deiliskipulag sem afmarkast af Miklubraut til norðurs, Grensásvegi til austurs, lóð Hvassaleitisskóla til suðurs og húsa við Stóragerði til vesturs gerir ráð fyrir tilteknu nýtingarhlutfalli og möguleikum á viðbyggingum húsa og er talið að með því sé tryggt ákveðið yfirbragð byggðar, um leið og opnað er fyrir möguleika á endurnýjun og viðbyggingum húsa á reitnum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja margt í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu til bóta fyrir reitinn, en greiða atkvæði gegn tillögunni þar sem enn er ósvarað ýmsum álitaefnum vegna hennar. Sérstaklega á þetta við um nýtingarhlutfall samýlishúsa á reitnum. Varðandi það hús, sem sérstaklega hefur verið rætt um í borgarráði og greinargerð borgarlögmanns, Heiðargerði 76, telja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að rétt hefði verið að svara skýrar spurningum húseigenda og taka í ríkari mæli tillit til þess að húsið við Heiðargerði 76 er sambýlishús með 2 íbúðum og ætti skv. því að hafa hærra nýtingarhlutfall. Slík breyting á fyrirliggjandi tillögu myndi þó í engu breyta þeim dómi Hæstaréttar að viðbygging hússins stendur nú sem óleyfisbygging.
28. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga um hvað líði afgreiðslu umsóknar um veitingastað að Eddufelli 8. R02030054
Fundi slitið kl. 14:45
Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Stefán Jón Hafstein
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson