No translated content text
Borgarráð
B O R G A R RÁ Ð
Ár 2003, þriðjudaginn 10. júní, var haldinn 4797. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 26. maí. R03010025
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 4. júní. R03010029
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 2. júní. R03010009
4. Lögð fram fundargerð samstarfssjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar frá 6. júní. R03050024
5. Lagðar fram embættisafgreiðslur skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 10. júní, alls 7. mál. R02110001
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um að forsvarsmenn leikskólans að Bleikjukvísl 10 óski eftir að taka land í fóstur. R01090085 Samþykkt.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu deiliskipulags við Klettháls. 99070131 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til fyrirvara fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Norðlingaholti. R03050085 Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um deiliskipulag reits sem afmarkast af Starmýri, Miklubraut, Safamýri og Álftamýri, lóð Knattspyrnufélagsins Fram. R02040023 Samþykkt.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 4. þ.m, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 6B við Lækjargötu. R03060037 Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að Fróðengi ehf., Breiðagerði 37, verði lóðarhafi lóðar nr. 2-4 við Guðríðarstíg með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. R02030065 Frestað.
12. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 5. þ.m. um kaup á gangstéttarhellum fyrir árin 2003 og 2004. R03060046 Samþykkt.
13. Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins frá 26. þ.m., þar sem tilkynnt er að menntamálaráðherra hafi ákveðið, að tillögu nefndarinnar, að friða eftirtaldar byggingar: Aðalbyggingu Háskóla Íslands, Þjóðleikhúsið, Sundhöll Reykjavíkur, Norræna Húsið og Listasafn Einars Jónssonar. R03050188
14. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 3. þ.m, sbr. tillögur fræðsluráðs s.d. um málefni einkaskóla í Reykjavík ásamt greinargerð. R03010118
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi tillögu:
1. Borgarráð staðfestir tillögu úr fræðsluráði um aukið framlag til einkaskóla. 2. Ennfremur samþykkir borgarráð:
Borgarráð felur borgarstjóra að ganga til samninga við forráðamenn Ísaksskóla og Tjarnarskóla um þátttöku borgarinnar í að greiða niður að hluta uppsafnaðan rekstrarvanda þessara skóla. Borgarráð felur einnig borgarstjóra að ganga til samninga við einkarekna grunnskóla um hækkun á framlagi borgarinnar með fimm ára börnum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði.
15. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um deiliskipulag Heiðargerðisreits. Jafnframt lögð fram umsögn embættis borgarlögmanns frá 6. þ.m. um málið. R03020057 Frestað.
16. Lagt fram afrit af dómi Hæstaréttar í máli nr. 68/2003, Gunnar H. Sigurðsson, Árni J. Friðbjarnarson og Jón H. Sigurðsson gegn Reykjavíkurborg, varðandi Hallsveg. R02090069
17. Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 9/2003, Deliotte & Touche gegn Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, dags. 3. þ.m. R03020065
18. Lagt fram bréf menningarmálanefndar frá 23. f.m. um skipun fulltrúa í dómnefnd um bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2004. R03050133 Borgarráð tilnefndi Árna Sigurjónsson formann dómnefndarinnar. Tilnefningum að öðru leyti frestað.
19. Svohljóðandi tillögu vísað til borgarstjórnar:
Borgarstjórn samþykkir að fela borgarráði að afgreiða í sumarfríi borgarstjórnar til 4. september n.k. fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar, hafnarstjórnar og aðrar fundargerðir og mál sem berast til borgarráðs á þeim tíma. Umboð þetta nær til þess tíma er tvær vikur eru til næsta reglulega fundar í borgarstjórn, sbr. 5. mgr. 51. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001. 99050248
20. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, þar sem hann segir starfi sínu lausu. R03060052
21. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 6. þ.m. um sumarvinnu skólafólks 2003. Jafnframt lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. í dag, um viðbótarfjárveitingu, kr. 80.000.000,vegna sumarvinnu skólafólks. R03020051 Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir áhyggjum vegna þess skólafólks sem ekki fær störf hjá borginni í sumar. Borginni hefur á undanförnum árum tekist að útvega því skólafólki störf sem þess hafa óskað en núna í fyrsta skipti í langan tíma getur Reykjavíkurborg ekki brugðist við því.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Á sjötta þúsund ungmenna starfa hjá Reykjavíkurborg og stofnunum hennar í sumar. Aukafjárveiting nú bætir enn við þá viðleitni borgarinnar að veita sem flestum störf. Hvetur borgin ríki og einkafyrirtæki til að feta í fótspor borgarinnar og auka umsvif eftir föngum til að ráð sem flest ungmenni í sumarstörf.
22. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 6. þ.m. um heimild til að ganga til viðræðna um gerð samnings varðandi húsnæðismál Hins hússins í Pósthússtræti 3-5 o.fl.. R01120242 Frestað.
23. Afgreidd 15 útsvarsmál. R03010198
Fundi slitið kl. 13:30
Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Guðlaugur Þór Þórðarson
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein HannaBirna Kristjánsdóttir