Borgarráð - Fundur nr. 4796

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 3. júní, var haldinn 4796. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð Bláfjallanefndar frá 14. maí. R03010019

2. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 6. maí. R03030051

3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Austurbæjar suður frá 13. mars, 21. mars og 22. maí. R03010024

4. Lögð fram fundargerð Innkauparáðs frá 26. maí. R03020113

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 20. maí. R03020199

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 26. maí. R03010021

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Skipulagssjóðs frá 20. maí. R03010017

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 15. maí. R03010018

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 14. maí. R03010009

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. R02110001

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 22. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um afmörkun lóðar fyrir knattspyrnuvöll við Fossaleyni. R03050165 Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 22. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um breytt deiliskipulag Grjótaþorps vegna Aðalstrætis 16. R03050168 Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 22. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um deiliskipulag reits nr. 1.180.2, sem afmarkast af Hallveigarstíg, Bergstaðastræti, Spítalastíg og Ingólfsstræti. R01100190 Samþykkt.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 22. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi í Nauthólsvík. R03050167 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til framkominnar afstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 22. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi fyrir Skildinganes. R03050170 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til framkominnar afstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 22. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur í Laugardal. R03050169 Samþykkt.

17. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. f.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 20. s.m. um umferðarljós á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu og á gatnamót Langholtsvegar og Álfheima. R03050166 Samþykkt.

18. Lagt fram bréf embættis byggingarfulltrúa frá 30. f.m. þar sem óskað er eftir staðfestingu á afmörkun lands úr Fitjakotslandi á Kjalarnesi. R03060002 Samþykkt.

19. Lagt fram bréf embættis byggingarfulltrúa frá 28. f.m. um beitingu dagsekta til þess að knýja á um lokafrágang á húsi og lóð að Vesturhúsum 9. R03060003 Samþykkt.

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 28. s.m. um afmörkun lóðar Langholtskirkju. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 2. f.m., um frágang lóðarinnar. R02090081 Samþykkt.

21. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 28. s.m. um frestun hluta deiliskipulags Norðlingaholts. 99010050 Samþykkt.

22. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. f.m. um erindi Götusmiðjunnar frá 26. nóvember varðandi niðurfellingu gatnagerðargjalda af húsi á lóð Árvalla á Kjalarnesi. R02120007 Borgarráð samþykkir niðurfellingu gjaldsins í samræmi við umsögnina.

23. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 15. f.m. varðandi byggingu grunnskóla í Staðahverfi. Jafnframt lagt fram bréf fræðslustjóra frá 23. s.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs s.d. varðandi málið. R03050052 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Ljóst er að við undirbúning nýs grunnskóla í Staðahverfi hefur ekki verið staðið við þær væntingar sem íbúum í hverfinu voru gefnar í vinnuhóp um skóla í Staðahverfi. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja því hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Í Staðahverfi mun rísa skóli sem vel hefur verið undirbúinn og í öllum aðalatriðum komið til móts við þarfir og óskir íbúa. Áform um byggingu gefa færi á sveigjanleika í þróun skólastarfs, svo sem samvinnu leik- og grunnskóla, eða fullnýtingu með öðrum hætti ef fjölgun fólks í grennd við skólann kallar á slíkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 2. þ.m. um endurnýjun á leigusamningi um lóð nr. 40 við Vatnagarða með ákvæðum um að þar megi auk bílaþvottastöðvar vera sjálfsafgreiðslubensínstöð. R00050180 Samþykkt.

25. Lögð fram ársskýrsla og ársreikningur Félagsbústaða fyrir árið 2002. R03060013

26. Lagt fram bréf formanns stjórnar Íþrótta- og sýningahallarinnar hf., dags. í dag, ásamt svohljóðandi tillögum:

Hvor hluthafi um sig mun eiga til helminga Íþrótta- og sýningahöllina hf. Jafnframt mun Íþrótta- og sýningahöllin hf. leigja byggingar núverandi Laugardalshallar og tengibyggingu af borginni og annast rekstur þeirra. Íþrótta- og sýningahöllin hf. er 100% eigandi fasteignafélagsins Laugardals ehf. sem mun eiga Íþrótta- og sýningahöllina. Fasteignafélagið Laugardalur ehf. mun gera langtímasamning við Reykjavíkurborg um afnot af Íþrótta- og sýningahöllinni aðallega vegna íþróttastarfsemi. Íþrótta- og sýningahöllin mun þar fyrir utan leigja mannvirkið út, í umboði Fasteignafélagsins Laugardals ehf., eins og kostur er, til íþróttaæfinga og keppni, sýningahalds, tónleika, mannfagnaðar og ýmissar annarrar starfsemi. Tillaga er um að Reykjavíkurborg greiði kostnað við breytingar og endurbætur á núverandi hliðarbyggingu Laugardalshallar og tengibyggingu og þær byggingar verði í eigu borgarinnar. Einnig að borgin greiði kostnað við framkvæmdir vegna lóðar og fjölgunar bílastæða. Lagt er til að hluthafar fjármagni Íþrótta- og sýningahöllina hf. á eftirfarndi hátt: Núverandi hlutafé félagsins er 10 m.kr. og skiptist það jafnt milli hluthafa. Lagt er til að hluthafar samþykki á aðalfundi félagsins 2003 að auka hlutafé félagsins í 100 m.kr. og að hvor hluthafi leggi fram 45 m.kr. hlutafé. Reykjavíkurborg hefur þegar greitt 15 m.kr. upp í væntanlega hlutafjáraukningu. Í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 2003 er gert ráð fyrir 30 m.kr. hlutafjárframlagi borgarinnar. Samtök Iðnaðarins greiða 23,7 m.kr. með inneign gatnagerðargjalda, sbr. samkomulag aðila dags. 24. febrúar 2000. Stjórn félagsins mun innkalla það sem ógreitt er af hlutafjáraukningunni fyrir 1. október 2003. Íþrótta- og sýningahöllin hf. mun fjármagna Fasteignafélagið Laugardal ehf. með 500 þús. kr. hlutafé sem greitt hefur verið og hluthafaláni að fjárhæð 99.5 m.kr. 99060050 Frestað.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. f.m. um sölu byggingarréttar í Grafarholti þar sem lagt er til að Tréstoð ehf. verði úthlutað byggingarrétti á lóðum nr. 1-15, stök númer, við Grænlandsleið. R02030065 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og vísuðu til fyrri bókana um sölu byggingarréttar.

28. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar frá 12. f.m. um viðskipti umhverfis- og tæknisviðs við Innkaupstofnun í apríl 2003. R03030048

29. Lagt fram bréf forstöðumanns Kvennasögusafns Íslands frá 21. f.m., þar sem sótt er um styrk vegna verkefna ársins 2003. R03050174

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að veita Kvennasögusafni Íslands styrk að upphæð 500.000 kr. Styrkurinn komi til greiðslu á þessu ári og greiðist af lið 09205.

Tillagan samþykkt.

30. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að veita 13. júní hópnum styrk að upphæð 200.000 kr. til að halda sumarhátíð á Ingólfstorgi þann 13. júní n.k. undir yfirskriftinni "Lykill að betri framtíð". 13. júní hópurinn er samstarfsverkefni Dvalar, Geðhjálpar, Hins hússins, Klúbbsins Geysis, Iðjuþjálfunar Kleppi og við Hringbraut og Vin. Styrkurinn komi til greiðslu nú þegar og greiðist af lið 09205. R03060018

Samþykkt.

31. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 26. f.m. um breytingu á ákvæðum félagsmálaráðs um viðbótalán. R03030207 Samþykkt.

32. Lagt fram bréf Landsvirkjunar frá 22. f.m., þar sem óskað er eftir samþykki Reykjavíkurborgar á lántöku fyrirtækisins. R03050175 Vísað til borgarstjórnar.

- Kl. 14.35 vék borgarstjóri af fundi.

33. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 22. f.m. um nánari útfærslu á starfsreglum innri endurskoðunar. R01030032 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Við hefðum talið eðlilegra að forstöðumaður innri endurskoðunar heyrði beint undir borgarráð. T.d. samþykkti borgarstjóri nýlega að borgarendurskoðandi heyrði beint undir forseta borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Aðalaðtriði málsins er varðar innri endurskoðun er að borgarráð ræður forstöðumann og stendur hann skil á öllum verkum sínum fyrir borgarráði. Lög kalla hins vegar á að formlegur yfirmaður hans sé borgarstjóri.

34. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 30. f.m. um breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. R03050212 Vísað til borgarstjórnar.

35. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 2. þ.m. um nýja og breytta viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001 sem hér segir:

Viðauki 1.1 samþykkt um afgreiðslur skipulags- og byggingarnefndar án staðfestingar borgarráðs. Viðauki 1.2 samþykkt um ráðningu skólastjóra. Viðauki 2.2 samþykkt um embættisafgreiðslur forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Viðauki 2.3 samþykkt um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Viðauki 2.4 samþykkt um embættisafgreiðslur framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur. Viðauki 2.5. samþykkt um embættisafgreiðslur félagsmálastjóra.

Samsvarandi breytingar verði gerðar á samþykktum fyrir skipulags- og byggingarnefnd og fræðsluráð. R03050212 Vísað til borgarstjórnar.

36. Lagt fram bréf Magnúsar Þórs Gylfasonar frá 30 f.m. þar sem óskað er eftir því, f.h. borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, að tilteknar breytingar verði gerðar á skipan fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndum og ráðum borgarinnar.

Borgarráð samþykkir eftirtaldar breytingar:

Stjórnkerfisnefnd: Guðrún Ebba Ólafsdóttir komi í stað Björns Bjarnasonar.

Stjórn samstarfssjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar: Guðrún Ebba Ólafsdóttir komi í stað Björns Bjarnasonar.

Samstarfsnefnd við prófastdæmin í Reykjavík: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson komi í stað Björns Bjarnasonar.

Þá samþykkir borgarráð að leggja til við borgarstjórn eftirtaldar breytingar:

Almannavarnarnefnd: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson komi í stað Björns Bjarnasonar.

Stjórn Skipulagssjóðs: Guðlaugur Þór Þórðarson komi í stað Björns Bjarnasonar. Þá verði Kjartan Magnússon varamaður í stað Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Hverfisráð Austurbæjar-suður: Margrét Einarsdóttir komi í stað Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur. R03050213

37. Lagt fram bréf byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. f.m. ásamt yfirliti um byggingarframkvæmdir í Reykjavík fyrir árið 2002. R03050173

38. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í tilefni af ummælum menntamálaráðherra um að hann hafi verið reiðubúinn til að undirrita samkomulag um skiptingu stofnkostnaðar milli ríkis og borgar varðandi byggingarmál framhaldsskólana í Reykjavík, er spurt hvort fyrir liggi drög að samkomulagi og hver staða málsins sé. 99060218

39. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvert er áætlað tekjutap Bílastæðasjóðs við eftirfarandi aðgerðir? 1. Lækka stöðumælasektir (eftirgjöld) úr 1.500.- í 750.- kr. 2. Afnema stöðumælagjöld á laugardögum (frá kl. 10-13). R03060019

40. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi félagsmálaráðs með forstöðumönnum félags- og þjónustumiðstöðva sem haldinn var 7. maí s.l. varð uppvíst að samþykkt sú sem gerð var í tengslum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2003, þess efnis að breytingum á félagsstarfi aldraðra yrði frestað og fyrirhugaður niðurskurður á starfseminni dreginn til baka hefur verið brotin. Í ljósi þessa óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir skýrum svörum við eftrfarandi spurningum: 1. Hve mörgum starfsmönnum/leiðbeinendum við félagsstarfið hefur verið sagt upp? 2. Hve margir starfsmenn hafa verið endurráðnir? 3. Hvað voru stöðugildin mörg í lok síðasta árs? 4. Hve mörg eru stöðugildin eftir niðurskurð? 5. Hve margar stundir voru áætlaðar í skipulagt félagsstarf aldraðra í árslok? 6. Hvað er gert ráð fyrir mörgum stundum eftir niðurskurðinn?

Óskað er eftir því að svörin miðist við hverja þjónustumiðstöð fyrir sig. R02110314

41. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 31. mars s.l., um útboð byggingarréttar á lóð nr. 67 við Barðastaði. R03030210 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 15.20.

Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson