Borgarráð - Fundur nr. 4790

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2003, þriðjudaginn 6. maí, var haldinn 4790. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 14. apríl. R03010029

2. Lögð fram fundargerð Innkauparáðs frá 30. apríl. R03020113

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 25. apríl. R03010021

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkiviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 17. janúar. R03010010

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 23. apríl. R03010005

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R02110001

7. Lagt fram að nýju bréf rekstraraðila veitingastaðarins Bóhem, Grensásvegi 7, frá 15. f.m. þar sem óskað er eftir því að heimilað verði að veita þar áfengi til kl. 05.30 alla daga. Jafnframt lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar um erindið, dags. s.d., þar sem lagt er til að umsókninni verði hafnað. R02110127 Borgarráð samþykkti umsögnina með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Af gefnu tilefni teljum við rétt að reglur um veitingatíma næturklúbba svo og um staðsetningu þeirra í borgarlandinu verði teknar til endurskoðunar.

8. Lögð fram umsögn félagsmálastjóra frá 25. þ.m. vegna umsóknar Compis sf. um leyfi til að reka tölvusal er staðsettur yrði á annarri hæð í Kringlunni 8-12. R02120160 Borgarráð samþykkir umsögnina.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytt deiliskipulag við Álagranda. R03050009 Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytt deiliskipulag við Laugardalshöll. R03050010 Samþykkt.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um að fallið verði frá tillögu um breytt deiliskipulag að Lóuhólum 2-6. R03020096 Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að fallið sé frá tillögu um að reisa bensínstöð í næsta nágrenni Hólabrekkuskóla. Þar með er fallist á sjónarmið okkar um að bygging bensínstöðvar á þessum stað komi ekki til greina.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Rétt er að vekja athygli á að formaður skipulags- og byggingarnefndar lagði til að hætt yrði við byggingu bensínstöðvar vegna mótmæla og undirskrifta frá íbúum Breiðholtshverfis. Fulltrúar minnihluta í skipulags- og byggingarnefnd gerðu á sínum tíma ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Ég fagna samþykkt borgarráðs um að falla frá staðsetningu bensínstöðvar í grennd við Hólabrekkuskóla. Ég lýsi mig nú sem fyrr almennt andvígan staðsetningu bensínstöðva inn í íbúðahverfum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja þessa bókun fulltrúa R-listans óréttmæta í ljósi hins almenna fyrirvara fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og byggingarnefnd um framlagningu tillagna til auglýsinga.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Í fyrri bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks er ýjað að því að fyrir þeirra tilstilli hafi verið hætt við staðsetningu bensínstöðvar í Hólahverfi. Í þessu tilfelli var það vilji og afstaða íbúa sem réði ákvörðun meirihlutans. Því verður hins vegar ekki mótmælt að enginn fyrirvari var bókaður frá minnihlutanum vegna staðsetningar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Í tilefni af þessum sérkennilegu bókunum af hálfu R-listans skal ítrekað, sem fram kom í tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði 1. apríl 2003, að staðsetning bensínstöðvar á þessum stað komi ekki til greina auk þess sem kvatt var til kynningarfundar um málið meðal íbúa. Ekki varð R-listinn við þeirri beiðni.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Augljóst er að ekki hefur verið samstaða innan borgarfulltrúahóps Sjálfstæðisflokks um fyrirhugaða bensínstöð. Því hefur ekki verið mótmælt að í skipulags- og byggingarnefnd þar sem faglega er fjallað um skipulagsmál var ekki bókaður fyrirvari um staðsetningu á hálfu minnihlutans.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytt deiliskipulag að Maríubaug 1. R03050011 Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytt deiliskipulag að Sólvallagötu 80. R00010004 Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sat hjá. Guðrún Ebba Ólafsdóttir vék af fundi við meðferð málsins.

14. Lagt fram að nýju bréf Gullhamra ehf. frá 2. f.m., þar sem óskað er eftir að fá að breyta hluta húsnæðis að Þjóðarhildarstíg 2-6 í matvöruverslun. Jafnframt lögð fram að nýju umsögn embættis borgarlögmanns frá 16. s.m. varðandi málið. R03040015 Erindi Gullhamra ehf. samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1. Steinunn Valdís Óskarsdóttir greiðir atkvæði gegn málinu með vísan til afstöðu sinnar í skipulags- og byggingarnefnd. Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við meðferð málsins.

15. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um auglýsingu breytts aðalskipulags miðsvæðis M-6, Ártúnshöfða og Grafarholts hvað varðar notkun húsnæðis. Jafnframt lögð fram tillaga forstöðumanns lögfræði- og stjórnsýsludeildar skipulags- og byggingarsviðs frá 5. þ.m. um breytt orðalag varðandi miðsvæði M-6 ásamt breytingu á svæði M-5 og eldri athafnasvæðum. R00110364 Vísað til borgarstjórnar.

16. Lögð fram ársskýrsla Malbikunarstöðvarinnar Höfða fyrir árið 2002 R03050040

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 5. þ.m., um starfsreglur innri endurskoðunardeildar Reykjavíkurborgar. R01030032 Frestað.

18. Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 2. þ.m. um staðsetningu útilistaverksins "Dýrmæti" við Borgarholtsskóla. Jafnframt lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs frá 10. f.m. R03030190 Samþykkt.

19. Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 2. þ.m. um staðsetningu útilistaverksins "Horfur" e. Steinunni Þórarinsdóttur. Jafnframt lögð fram umsögn sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m. R03040059 Samþykkt.

20. Lagt fram bréf stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 14. þ.m. um áhættustjórnun vegna erlendrar lántöku SHS-Fasteigna ehf. R03040096 Samþykkt.

21. Lagt fram erindi forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 5. þ.m. varðandi hæfnislaunakerfi og starfsmat, sbr. fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundi borgarráðs 29. f.m. R02110136

22. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 2. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtalin nöfn verði tekin á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður: Suður: Rodrigo Alexis Rivera, Stóragerði 20 Norður: Oksana Zagorodnjaja, Bólstaðarhlíð 46 Judy Avila Barriga, Seljavegi 17

Jafnframt lagt til að eftirtalin nöfn verði tekin af kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður: Suður: Óli G. Jónsson, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi Norður: Oddbjörg Jónsdóttir, Arnarkletti 8, Borgarnesi

Jafnframt lagt fram bréf sama aðila frá 5. þ.m. þar sem lagt er til að athugasemdum fimm aðila við kjörskrá verði hafnað. R02080026 Samþykkt.

23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn vegna málefna Borgarleikhúss:

Síðastliðið haust boðaði R-listinn að unnið yrði að lausn málefna Borgarleikhússins í viðræðum L.R. og borgaryfirvalda. Var þessi skoðun áréttuð á síðasta borgarráðsfundi í bókun R-listans. Í framhaldi af umsögn fulltrúa borgarinnar, þar sem öllum frekari fjárstuðningi við L.R. var hafnað hefur L.R. þurft að grípa til uppsagna 38 starfsmanna. Borgarstjóri hefur lýst yfir því, að lausn vandans snúist ekki síst um "samræðulist" og hann hefur jafnframt sagt að enn séu tveir mánuðir til stefnu til viðræðna. Af þessu tilefni er ástæða til að spyrja: Hvernig er staðið að þessum viðræðum og hver er stefna borgarstjóra í þeim?

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Haldinn var fundur með forsvarsmönnum Leikfélags Reykjavíkur í dag, 6. maí. Þar voru mál L.R. rædd og urðu aðilar ásáttir um að halda viðræðum áfram og hefur næsti fundur nú þegar verið ákveðinn. Einnig hafa báðir aðilar sett sér verkefni fyrir þann fund. Stefna borgarstjóra er að leiða þessar viðræður til lykta með hliðsjón af þeim samningi sem er í gildi mill L.R. og Reykjavíkurborgar. R00020268

24. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjáflstæðisflokks varðandi ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2002:

1. Hvernig sundurliðast hækkun lífeyrisskuldbindingar í ársreikningi A-hluta Reykjavíkurborgar, upp á 3.760.336.281 kr.? a. Að hvaða leyti er um að ræða hækkun lífeyrisskuldbindinga sem áður voru bókfærðar, vegna vaxta? b. Að hvaða leyti er um að ræða nýja lífeyrisskuldbindingu? c. Að hvaða leyti er um að ræða endurreikninga á lífeyrisskuldbindingu eða einhvers konar leiðréttingar sem tilheyra ekki endilega árinu 2002? 2. Hvernig sundurliðast lífeyrisskuldbindingar í ársreikningi A og B-hluta Reykjavíkurborgar? 3. Hver var gengismunur A og B-hluta borgarinnar? 4. Hver var arður af eignarhlutum A og B-hluta borgarinnar? R02120150

25. Rætt um endurskoðun leiðakerfis Strætó bs. R02110326

Fundi slitið kl. 14:20.

Alfreð Þorsteinsson
Árni Þór Sigurðsson Björn Bjarnason
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Stefán Jón Hafstein
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson