Borgarráð - Fundur nr. 4789

Borgarráð

BORGARRÁÐ

Ár 2003, þriðjudaginn 29. apríl, var haldinn 4789. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Austurbæjar norður frá 10. apríl. R03040028

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 10. apríl. R03010029

3. Lögð fram fundargerð Innkauparáðs frá 25. apríl. R03020113

4. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 14. apríl. R03010013

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 15. apríl. R03020199

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 14. apríl. R03010009

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R02110001

8. Lagt fram bréf rekstraraðila veitingastaðarins Bóhem, Grensásvegi 7, frá 15. þ.m., þar sem óskað er eftir því að heimilað verði að veita þar áfengi til kl. 05.30 alla daga. Jafnframt lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar um erindið, dags. s.d., þar sem lagt er til að umsókninni verði hafnað. R02110127 Frestað.

9. Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík frá 1. þ.m. ásamt bréfi fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. s.m., ásamt fylgigögnum, þar sem lagt er til að Kebab ehf. verði svipt leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Kebab-húsinu, Grensásvegi 3, dagana 2., 3., og 4. maí n.k. R02020102 Samþykkt.

10. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar s.d. um tillögur að gjaldskrá fyrir bílastæðagjöld. R03040061 Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Við gagnrýnum harðlega að íbúðareigendur vestan Kringlumýrarbrautar þurfi að greiða kr. 1.100.000,- þegar borgaryfirvöld heimila þeim að stækka íbúðir sínar (umfram 80m2) eða fjölga íbúðum í húseign sinni, t.d. þegar óskað er samþykktar á áðurgerðri en ósamþykktri íbúð. Á hinn bóginn þurfa íbúðaeigendur austan Kringlumýrarbrautar, sem óska sömu heimilda, að greiða kr. 350.000,-. R-listinn hefur ekki fært viðhlýtandi rök fyrir þessari ákvörðun sinni sem felur í sér mikið ójafnræði milli íbúa borgarinnar.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:

Um árabil hefur gilt "Samþykkt um bílastæðagjöld" í Reykjavík sem greiðast fyrir þann fjölda bílastæða sem á skortir til að uppfylltar séu kröfur um fjölda bílastæða. Fyrirliggjandi tillaga um breytingu á samþykkt er almennt til þess að lækka gjöldin og sérstaklega er um að ræða tímabundna ívilnun vegna bílastæðagjalda í miðborginni. Andstaða fulltrúa D-listans við þessar breytingar er því illskiljanleg. Vegna bókunar D-listans er nauðsynlegt að fram komi að bílastæðagjöld eru einungis greidd þegar ekki er unnt að koma bílastæðum fyrir innan lóðar en þessum gjöldum er ætlað að standa straum af kostnaði við gerð almenningsbílastæða og eiga að sjálfsögðu að endurspegla þann kostnað.

11. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa skipulags- og byggingarsviðs frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. um auglýsingu breytts deiliskipulags á mótum Skógarsels og Breiðholtsbrautar vegna uppsetningar flettiskiltis. R02050121 Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa skipulags- og byggingarsviðs frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. um skiptingu lóðarinnar að Rauðavaði 1-25. R03040129 Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa skipulags- og byggingarsviðs frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 16. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi reits 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreits. 99080189 Samþykkt.

14. Lagðar fram að nýju tillögur borgarstjóra frá 13. f.m. í fimm liðum, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. f.m. um innri endurskoðun og eftirlit með fjárreiðum og stjórnsýslu fyrirtækja. Jafnframt lagt fram að nýju bréf borgarritara frá 14. s.m. Þá er lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 16. s.m. R01030032

1. Tillögu um innri endurskoðun vísað til athugunar skrifstofustjóra borgarstjórnar:

2. Borgarráð samþykkir að beina neðangreindum tillögum til stjórna eftirtalinna fyrirtækja: Aflvaka hf., Félagsbústaða hf., Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., Vélamiðstöðvarinnar ehf. og Orkuveitu Reykjavíkur sf.

Að endurskoðandi, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins kynni ársreikning þess og ársskýrslu á fundi borgarráðs í framhaldi aðalfundar í félaginu. Að fyrirtækið leggi fyrir borgarráð hálfsárs uppgjör og níu mánaða uppgjör eigi síðar en tveimur mánuðum frá lokum þess tímabils sem reikningsskilin ná til. Að fyrirtækið leggi fyrir borgarráð áætlun um afkomu og rekstur. Að fundargerðir stjórnarfunda Aflvaka hf. og Félagsbústaða hf. verði sendar borgarráði til kynningar.

3. Borgarráð samþykkir svofelldar tillögur:

Að endurskoðandi, stjórnarformaður og hafnarstjóri kynni ársreikning hafnarinnar og ársskýrslu á fundi borgarráðs. Að Reykjavíkurhöfn leggi fyrir borgarráð ársfjórðungsleg uppgjör eins og stofnanir borgarsjóðs. Að Reykjavíkurhöfn leggi árlega til staðfestingar fyrir borgarráð þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfestingu og fjármál. Áætlunin skal vera rammi um árlegar fjárhagsáætlanir.

4. Borgarráð samþykkir neðangreindar tillögur og beinir þeim til stjórna eftirtalinna byggðasamlaga: Sorpu bs., Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. og Strætó bs.

Að endurskoðandi, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri byggðasamlagsins kynni ársreikninga þess og ársskýrslu á fundi borgarráðs í framhaldi aðalfundar í samlaginu. Að byggðasamlagið leggi fyrir borgarráð hálfsárs uppgjör og níu mánaða uppgjör eigi síðar en tveimur mánuðum frá lokum þess tímabils sem reikningsskilin ná til. Að byggðasamlagið leggi árlega til staðfestingar fyrir borgarráð þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfestingu og fjármál. Áætlunin skal vera rammi um árlegar fjárhagsáætlanir.

5. Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að leita viðræðna við nágrannasveitarfélögin um endurskoðun stofnsamnings Sorpu bs. með tilliti til þess að val á endurskoðanda verði í samræmi við samþykktir annarra byggðasamlaga. Endurskoðun reikninga verði þannig í höndum löggiltra endurskoðenda samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar. Jafnframt verði tekið í stofnsamninginn ákvæði um að þriggja ára áætlun sem rammi um árlega fjárhags- og starfsáætlun verði lögð fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til staðfestingar með sama hætti og í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. og Strætó bs.

Tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frestað.

15. Lögð fram skýrsla stjórnar Vélamiðstöðvar ehf. og ársreikningur 2002. R03020219

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 28. þ.m. þar sem lagt er til að kauptilboðum Skageyjar ehf. og yfirtöku Frjálsa fjárfestingabankans á lóð nr. 138-146 jöfn nr. við Gvendargeisla 15 íbúðir í raðhúsum og Mótáss ehf. í lóð nr 19-41 stök nr. við Þorláksgeisla 60-72 íbúðir í fjölbýli verði tekið. R02030065 Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum. Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við meðferð málsins.

17. Lögð fram umsögn borgarverkfræðings frá 14. þ.m. um erindi Skipulagsstofnunar frá 28. f.m. varðandi framkvæmdir við færslu Hringbrautar í Reykjavík. R00030154 Borgarráð samþykkir umsögnina og er því fallist á framkvæmdina.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson óskaði bókað að aflað væri upplýsinga um stöðu Sundabrautar og fyrirhugaðar framkvæmdir þar.

18. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 14. þ.m. um 30 km - svæði víðs vegar um borgina sem komi til framkvæmda árið 2003. R03040136 Samþykkt.

19. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar og borgarlögmanns, dags. í dag, þar sem fram kemur að rétt sé að leita staðfestingar borgarstjórnar á lántöku Landsvirkjunar, sbr. samþykkt borgarráðs 11. þ.m. R03040058 Vísað til borgarstjórnar.

20. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitunnar frá 28. þ.m., þar sem óskað er samþykkis borgarráðs á lántöku fyrirtækisins. R03040138 Vísað til borgarstjórnar.

21. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra frá 28. þ.m., þar sem óskað er staðfestingar borgarráðs á sameiningu þriggja almannavarnanefnda á höfuðborgarsvæðinu. R01030028

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að almannavarnanefndirnar þrjár sem starfandi eru á höfuðborgarsvæðinu verði sameinaðar í eina nefnd hið fyrsta. Settur verði á fót starfshópur til undirbúnings sameiningunni.

Greinargerð fylgir tillögunni. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, þar sem lagt er til að fallið verði frá afturköllun lóða að Gvendargeisla 18 og Jónsgeisla 47, 59 og 61. R02030065 Samþykkt.

23. Samþykkt að tilnefna Ármann Jakobsson og Tinnu Traustadóttur í stjórn Kjarvalsstofu í París til þriggja ára. R03040044

24. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. þ.m. þar sem lagt er til eftirtalin nöfn verði tekin á kjörskrár vegna alþingiskosninganna 10. maí n.k. í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður: Suður: Susana Papazian, Hraunbæ 38 Ragnheiður Guðbrandsdóttir, Árskógum 2 Norður: Morten Hólm Gíslason, Lönguhlíð 17 Sophie Marie Schoonjans, Ásvallagötu 7 Alda Ramos Rocha, Vegghömrum 12 Jósef Rósinkarsson, Laufengi 28 Karl Vignir Dyrving, Borgartúni 34 Bryndís Guðbjartsdóttir, Borgartúni 34 Karl Georg Karlsson, Borgartúni 34 R02080026 Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skólastjóra Vinnuskólans frá 22. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar skólans 14. s.m. um að laun unglinga í Vinnuskólanum 2003 hækki um 3% frá því sem var árið 2002. R03020051 Samþykkt.

26. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. í dag, varðandi heildarstefnukort Reykjavíkurborgar ásamt skilgreiningum R01020025 Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

27. Lagt fram bréf fulltrúa borgarstjóra í samráðsnefnd Leikfélags Reykjavíkur frá 23. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um málefni Leikfélags Reykjavíkur, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs 11. þ.m. R00020268

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn og tillögu:

Í lok greinargerðar fulltrúa borgarstjóra í samráðsnefnd við Leikfélag Reykjavíkur kemur fram, að ekki sé efni til að breyta samkomulagi Reykjavíkurborgar við Leikfélag Reykjavíkur og að L.R. beri að laga rekstur sinn að fjárhagslegum forsendum samningsins. Í þessu felst með öðrum orðum krafa um samdrátt í starfsemi L.R. og uppsagnir starfsmanna þess. Hefur þessi niðurstaða verið kynnt stjórnendum L.R.? Hafa farið fram viðræður við þá um framkvæmd þessara tillagna? Lagt er til að hafnar verði formlegar viðræður milli fulltrúa Reykjavíkurborgar og L.R. um efni þessarar greinargerðar og leiðir til að starfsemi Leikfélags Reykjavíkur haldi áfram á metnaðarfullum forsendum.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Nú þegar eru í gangi viðræður milli fulltrúa borgarinnar og Leikfélags Reykjavíkur um málefni félagsins og leikhúsrekstur í Borgarleikhúsinu. Borgarráð leggur áherslu á að þeim viðræðum verði hraðað svo hægt verði að eyða sem fyrst óvissu um málefni leikhússins.

Tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frestað.

28. Lögð fram endurskoðunarskýrsla með ársreikningi Reykjavíkurborgar 2002, dags. í apríl. Jafnframt lögð fram skýrsla borgarstjóra með ársreikningi 2002. R02120150 Vísað til borgarstjórnar.

Borgarstjóri óskaði bókað að fram komi að hann hafi falið borgarbókara að fara yfir ársreikninginn og fylgigögn með borgarfulltrúum D-lista og F-lista eftir því sem óskað kann að verða.

29. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á aðalfundi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hinn 8. mars 2003 var lýst áhyggjum og vonbrigðum vegna þess dráttar, sem þegar væri orðinn við að taka upp hæfnislaunakerfi og framkvæma starfsmat hjá Reykjavíkurborg. Samið var um, að þetta nýja kerfi tæki gildi 1. desember 2002. Hvenær má vænta gildistöku þess? R01070045

30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Í tilefni að því, að ekki var nægilega tryggilega staðið að því af hálfu starfsmanna borgaryfirvalda að meta gildi framboðslista vegna þingkosninganna 10. maí, hvetja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks til sérstakrar athugunar og eftirlits á öllum vinnureglum og hugbúnaði á vegum borgaryfirvalda vegna kosninganna. Er þetta nauðsynlegt til að ekki sé dregið úr tiltrú kjósenda til þess að rétt sé að framkvæmd kosninganna staðið. R02110117

Fundi slitið kl. 14:45

Alfreð Þorsteinsson

Árni Þór Sigurðsson Björn Bjarnason
Dagur B. Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson