Borgarráð - Fundur nr. 4788

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, föstudaginn 11. apríl, var haldinn 4788. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs miðborgar frá 7. apríl.

2. Lögð fram fundargerð Innkauparáðs frá 9. apríl.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 28. mars.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 3. apríl.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um breytt deiliskipulag reits 1.174.2, sem afmarkast af Grettisgötu, Vitastíg, Laugavegi og Barónsstíg. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um auglýsingu aðalskipulags og deiliskipulags að Hlíðarenda. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um breytt deiliskipulag reits 1.193, Heilsuverndarstöðvarreits og nágrennis. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um breytt deiliskipulag að Sogavegi 135. Samþykkt

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um breytt deiliskipulag að Andrésbrunni 2-10. Samþykkt.

- Kl. 13.57 tók Steinunn Valdís Óskarsdóttir sæti á fundinum og Dagur B. Eggertsson vék af fundi.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um deiliskipulag í Norðlingaholti. Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: Þegar fyrsta tillaga R-listans að deiliskipulagi var kynnt lýstu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins yfir andstöðu við svo háa og þétta byggð. Sömuleiðis var mótmælt vinnubrögðum við undirbúning og kynningu á skipulaginu. Undir þessi sjónarmið tóku íbúar á svæðinu og aðrir hagsmunaaðilar sem mótmæltu harðlega fyrirhuguðu skipulagi. Með nýrri tillögu að byggð á þessu svæði hefur R-listinn komið til móts við okkar sjónarmið og íbúanna, með því að lækka hæð fjölbýlishúsa, auka hlufall sérbýlis og minnka þéttleika á svæðinu. Núverandi tillaga er því mjög til bóta. Engu að síður hefðu Sjálfstæðismenn viljað sjá deiliskipulagið með minni þéttleika og meira í anda fyrri skipulagshugmynda Sjálfstæðisflokksins. Þær hugmyndir sem hafa verið kynntar varðandi mislæg gatnamót við Rauðavatn, er gera ráð fyrir umferðarmannvirkjum út í vatnið, eru að okkar mati óásættanleg. Einnig ítrekum við fyrri afstöðu hvað varðar samning við Rauðhól.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað: Þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrra deiliskipulagi eru mjög til bóta og komið hefur verið til móts við athugasemdir í veigamiklum atriðum. Í samræmi við þetta hafa borist mun færri athugasemdir við hið breytta deiliskipulag en fyrra skipulag. Í umsögn Reykjavíkurborgar er m.a. gert ráð fyrir betri aðgreiningu reiðleiða frá annarri umferð, þó e.t.v. þurfi að gera enn betur í þeim efnum. Ljóst er að öruggari gönguleiðir barna innan hverfisins hafa ekki verið tryggðar. Jafnframt eru umferðartengingar við hverfið óviðunandi til lengri tíma litið og kalla þær á að mislæg gatnamót þurfi að liggja út í Rauðavatn þegar að þeim kemur. Að lokum lýsi ég sem fyrr áhyggjum mínum af svo þéttri byggð í námundan við vatnasvið og lífríki Elliðavatns og Elliðaáa, einkum nálægð byggðarinnar við vatna- og flóðasvæði Bugðu austan hverfisins.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað: Rétt er að taka fram að ekkert liggur fyrir um mislæg gatnamót eða útfærslu þeirra á mótum Breiðholtsbrautar og Suðurlandsvegar. Talið er að þær umferðartengingar sem nú er gert ráð fyrir í skipulagi muni nægja næstu 15 - 20 árin. Því er á þessari stundu ekkert hægt að fullyrða um útfærslu gatnamóta. Að öðru leyti er fagnað samstöðu um skipulagið sem staðfestir þá stefnu borgaryfirvalda að nýta land vel og vinna að skipulagi með samráði við íbúa og hagsmunaðila.

- Kl. 14.05 vék Steinunn Valdís Óskarsdóttir af fundi og Dagur B. Eggertsson tók þar sæti.

12. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 11. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði ásamt tillögu borgarstjóra. Samþykkt með þeim breytingum að borgarstjóra er falið að taka upp viðræður um stuðning við endurbætur á Grund.

- Kl. 14.15 Vék Alfreð Þorsteinsson af fundi og Björk Vilhelmsdóttir tók þar sæti.

13. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar varðandi nýjar tillögur um gatnamót Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar. Samþykkt.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað: Ég lýsi mig eindregið andvígan þeim T-gatnamótum sem samgöngunefnd vill í stað umferðarslaufu á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Tillaga um að færa umferðarslaufuna fjær Suðurfelli tekur tillit til íbúðarbyggðar og umferðaröryggis og nýtur stuðnings Vegagerðarinnar. Umferðaröryggi og fækkun slysa er stærsta umhverfismálið við hönnun gatnamóta. Í samræmi við það sjónarmið lýsi ég andstöðu við tillögu samgöngunefndar, en stuðningi við sjónarmið Vegagerðarinnar.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um skipun 6 hverfiskjörstjórna og 41 undirkjörstjórnr í Reykjavíkurkjördæmi suður vegna alþingiskosninga 10. maí n.k. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um skipun 6 hverfiskjörstjórna og 42 undirkjörstjórna í Reykjavíkurkjördæmi norður vegna alþingiskosninga 10. maí n.k. Samþykkt.

16 Lagt fram bréf samstarfshóps um sumarvinnu skólafólks, dags. í dag, um svohljóðandi ráðstöfun fjárveitinga vegna atvinnuátaks:

Vinnuskóli Reykjavíkur – leiðbeinendur 12.0 m.kr. 40 störf Leikskólar Reykjavíkur 10.0 m.kr. 40 störf Félagsþjónustan 8.0 m.kr. 30 störf Menningarstofnanir og Ráðhús Reykjavíkur 4.0 m.kr. 12 störf Gatnamálastofa 27.0 m.kr. 75 störf Umhverfis- og heilbrigðisstofa 27.0 m.kr. 75 störf ÍTR vegna íþrótta og æskulýðsfélaga, leikhópa og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins 52.0 m.kr. 180 störf Vinnuskóli – yngri skólanemar 8.0 m.kr.

Samþykkt.

17. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 367/2002, byggingarleyfi að Skeljatanga 9.

18. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 283/2002, rúllustigi í Kringlunni.

19. Lagt fram bréf forstöðumanns fagsviðs Leikskóla Reykjavíkur frá 8. þ.m. um gæsluleikvelli í Reykjavík, sbr. fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í borgarráði 25. f.m. um þróun málefna er varða gæsluvelli.

20. Lagt fram bréf forstjóra Landsvirkjunar frá 8. þ.m. ásamt ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2002.

21. Lagt fram bréf forstjóra Landsvirkjunar frá 8. þ.m., þar sem leitað er eftir samþykki Reykjavíkurborgar fyrir lántöku á markaði í Þýskalandi. Samþykkt. Jafnframt er borgarlögmanni og skrifstofustjóra borgarstjórnar falið að kanna hvort staðfestingar borgarstjórnar sé þörf.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Ég óska eftir umsögn Reykjavíkurborgar um fyrirhugaða lántöku Landsvirkjunar á markaði í Þýskalandi sem og aðrar lántökur vegna Kárahnjúkavirkjunar. Jafnframt legg ég áherslu á að borgarstjórn Reykjavíkurborgar greiði atkvæði um þessa tilteknu lántöku.

22. Lögð fram bréf félagsmálaráðuneytis frá 7. þ.m., varðandi úrskurði ráðuneytisins um fimm stjórnsýslukærur vegna ábyrgðar Reykjavíkurborgar á lántökum Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar.

23. Lagt fram bréf menningarmálastjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt menningarmálanefndar 10. þ.m. um breytt form Listahátíðar í Reykjavík. Borgarráð felur borgarstjóra að vinna frekari tillögu um endurskoðun á formi Listahátíðar, í samráði við fulltrúa borgarinnar í stjórn hennar. Niðurstaða verði kynnt borgarráði til afgreiðslu.

24. Lagt fram að nýju bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 3. febrúar s.l. um að fallið verði frá stöðubanni framan við bílskúra við Ofanleiti 19-21. Jafnframt lagt fram að nýju bréf eigenda bílskúra við Ofanleiti 17, 23 og 25 frá 15. f.m varðandi málið. Borgarráð samþykkir að málinu verði vísað til samgöngunefndar til nýrrar meðferðar.

25. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 7. þ.m., sbr. umsögn félagsmálaráðs 4. s.m. um tillögur starfshóps um barnavernd og samþykkt borgarráðs 25. f.m. Jafnframt lögð fram umsögn barnaverndarnefndar frá 4. þ.m. Borgastjóri lagði fram svohljóðandi tillögu: Borgarráð samþykkir meðfylgjandi tillögur starfshóps um barnavernd, dags. 13. mars sl. með eftirfarandi breytingum: 1. Ekki komi til breytinga á skipuriti, sbr. tillögu nr. 2 í kafla III. 2. Samráðsteymi Barnaverndar Reykjavíkur og tengiliða frá borgarhlutaskrifstofum Félagsþjónustunnar og Vesturgarði vegna einstaklingsmála lúti ábyrgð og stjórn félagsmálastjóra í stað framkvæmdastjóra Barnaverndar eins og tillögur starfshópsins gera ráð fyrir. Borgarráð samþykkir jafnframt að fela félagsmálaráði að útfæra tillögurnar með tímasettum aðgerðum þannig að markmið þeirra náist.

Tillaga borgarstjóra samþykkt með 4 atkv. gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að tillaga borgarstjóra, 2. tl., sé ekki í samræmi við lög um barnavernd. Þá ber borgarstjórn að samþykkja stefnu og framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum og er eðlilegt, að félagsmálaráð geri tillögu í samræmi við það.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans vinna samkvæmt þeirri hugmyndafræði að félagsleg þjónusta við börn og fjölskyldur eigi að vera í góðri samvinnu við fjölskyldurnar, og veitt í því umhverfi sem þær búa. Samstarf félagsþjónustu, skóla, leikskóla og þeirra er sinna íþrótta- og tómstundastarfi er ómetanlegt til að samhæfa það starf sem unnið er með fjölskyldum. Aukin þjónusta í hverfum er því til hagsbóta fyrir borgarbúa. Með tillögum þessum er Barnavernd Reykjavíkur styrkt með fjölgun starfsmanna og fækkun verkefna. Með því er Reykjavíkurlistinn að styrkja Barnavernd Reykjavíkur til að geta tekið vel á þeim málum þar sem samvinna brestur við foreldra og þar sem beita þarf ákvæðum barnaverndarlaga.

26. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 4. þ.m. um byggingu tveggja deilda leikskóla að Stakkahlíð 19 ásamt teikningum. Samþykkt með fyrivara um breytingu á deiliskipulagi.

27. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Borgarráð samþykkti 1. október sl., að tillögu fulltrúa í samráðsnefnd Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur (LR), að fela samráðsnefndinni ásamt fjármálastjóra Reykjavíkurborgar að undirbúa tillögu til borgarráðs um hugsanlegar breytingar á samkomulagi borgarinnar og LR. Síðan hafa forsvarsmenn og starfsmenn LR ítrekað lýst yfir því að rekstrarstaða félagsins sé lögnu orðin óviðunandi og framtíð leikfélagsins óljós. Borgarráði hafa ekki verið kynntar neinar tillögur um mál LR, þó svo að í bréfi frá fulltrúum samráðsnefndar Reykjavíkur og LR frá því 30. september sl. komi fram að rekstur félagsins stefni „að óbreyttu í þrot” og því sé nauðsynlegt að „fjármál LR og leikstarfsemi í Borgarleikhúsinu verði tekin til endurkskoðunar á næstu vikum”. Þegar rúmir sex mánuðir eru liðnir frá þessari samþykkt borgarráðs óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum um stöðu málsins nú og hvert stefnir í málefnum Leikfélags Reykjavíkur?

Fundi slitið kl. 15.40.

Árni Þór Sigurðsson

Björk Vilhelmsdóttir Björn Bjarnason
Stefán Jón Hafstein Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Dagur B. Eggertsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson