Borgarráð - Fundur nr. 4787

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 8. apríl, var haldinn 4787. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð Bláfjallanefndar frá 25. mars.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Austurbæjar-norður frá 4. apríl.

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 29. mars.

4. Lögð fram fundargerð Innkauparáðs frá 2. apríl.

5. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 31. mars.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 1. apríl.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 28. mars.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættis-afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál.

9. Lagt fram bréf formanns Kirkjubyggingasjóðs frá 1. þ.m. um úthlutun úr sjóðnum á árinu 2003. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 4. þ.m. varðandi umboð til borgarráðs til að afgreiða mál sem kunna að heyra undir verksvið borgarstjórnar í sambandi við alþingiskosningar 10. maí n.k.

11. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 7. þ.m., þar sem lagt er til að Kolumbía ehf. fái útgefið leyfi til áfengisveitinga að Gylfaflöt 5. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf Gullhamra ehf. frá 2. þ.m., þar sem óskað er eftir að fá að breyta hluta húsnæðis að Þjóðarhildarstíg 2-6 í matvöruverslun. Frestað.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um auglýsingu breytts aðalskipulags miðsvæðis M6, Ártúnshöfða og Grafarholts. Frestað.

14. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 3. þ.m. varðandi byggingu tveggja deilda vistvæns leikskóla á Kjalarnesi. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um auglýsingu breytts deiliskipulags á Spönginni. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Bauganesi 17. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um auglýsingu breytts deiliskipulags á rafstöðvarsvæði í Elliðarárdal. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 2. þ.m. um beitingu dagsekta vegna dráttar á niðurrifi óleyfisbyggingar að Skógarási 19. Samþykkt.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 2. þ.m., þar sem lagt er til að Dalsnes ehf., Lækjarbergi 2, Hafnarfirði, verði lóðarhafi lóðar nr. 23 við Fossaleyni með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti lóðar nr. 44-50 við Þorláksgeisla og að Bygg Ben ehf., Fífilbrekku við Vesturlandsveg, verði lóðarhafi lóðarinnar með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti lóðar nr. 1-7 við Katrínarlind og að Gissur og Pálmi ehf., Staðarseli 6, verði lóðarhafi lóðarinnar með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m., þar sem lagt er til að Fasteignafélagið Stoðir hf. verði lóðarhafi lóðar nr. 121 við Hraunbæ með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt.

- Kl. 13.30 tók Gunnar Eydal við fundarritun.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. f.m., þar sem lagt er til að Smáratorgi ehf., Smáratorgi 1, Kópavogi, Smáragarði ehf., Breiddinni, Kópavogi og Mötu ehf, Sundagörðum, eða sameiginlegu fyrirtæki þessara fyrirtækja, verði gefið fyrirheit um sölu byggingarréttar og gerð lóðarleigusamnings um atvinnulóð neðan Vesturlandsvegar á móts við Hamrahlíð. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráðsfulltrúar Sjáfstæðisflokksins leggja til að erindinu verði vísað til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar, umhverfis- og heilbrigðisnefndar og samgöngunefndar og að fengin verði skrifleg afstaða stjórnar Kirkjugarða til málsins.

Tillagan felld með 4 atkv. gegn 3. Tillaga um fyrirheit samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Deiliskipulag verði unnið í samráði við skipulags- og byggingarnefnd og fari síðan til umsagnar samgöngunefndar og umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mjög ámælisvert á hvern hátt staðið er að fyrirheiti um úthlutun 10 hektara lands undir atvinnuhúsnæði norðan Vesturlandsvegar í nálægð við Korpúlfsstaði. Nýlega var samþykkt svæðisskipulag og aðalskipulag Reykjavíkur, sem sýnir allt aðra landnotkun á þessu svæði. Áður en þetta fyrirheit um lóðarúthlutun er veitt er nauðsynlegt að fyrir liggi breytt aðalskipulag með breyttri landnotkun og frekari upplýsingar um skipulag og starfsemi á þessu 10 hektara svæði. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja því hjá við afgreiðslu þessa máls.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Ég lýsi mig fylgjandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málsmeðferð vegna lóðarfyrirheita við Vesturlandsveg. Brýnt er að viðkomandi nefndir borgarinnar fari með faglegum hætti yfir málið áður en ákvörðun um það er tekin.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Fullkomnlega eðlilegt er á hvern hátt staðið er að fyrirheiti um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis norðan Vesturlandsvegar. Mikilvægt er að skapa fyrirtækjum ákjósanlegar aðstæður innan borgarmarkanna og er uppbygging á þessu svæði í anda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Á næstunni verður unnið deiliskipulag sem fær eðlilega umfjöllun og kynningu í fagnefndum borgarinnar og borgarráði. Hjáseta borgarráðsfulltrúa sjálfstæðisflokks hlýtur að vekja furðu í ljósi þess mikilvægis að tryggja fyrirtækjum góðar lóðir í Reykjavík.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa undrun sinni yfir þeirri ályktun R-listans, að vönduð málsmeðferð sé til marks um andstöðu við að mál nái fram að ganga. Borgarstjórn og borgarráð glíma við fjölmörg viðfangsefni í skipulagsmálum vegna þess hve illa hefur verið staðið að undirbúningi þeirra, nægir þar að nefna deiluna vegna svonefndrar Landssímalóðar í Grafarvogi og mistök við gerð aðalskipulags vegna svæða við Grafarholt og verslunarreksturs á þeim, en þau voru rædd fyrr á þessum fundi.

24. Lagt fram að nýju bréf vinnuhóps um innleiðingu smartkorta, dags. 17. f.m. Einnig lagður fram samningur Reykjavíkurborgar, Strætó bs og Smartkorta hf. um þróun á smartkortakerfi, ódags. Þá er lögð fram að nýju umsögn borgarlögmanns frá 1. þ.m. um samstarfs- og þróunarverkefni um rafrænt miðakerfi fyrir ÍTR, Strætó bs., Bílastæðasjóð o.fl. og útboðsskyldu í því sambandi. Samningurinn samþykktur með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:

Það er gagnrýnisvert að borgarráði hafi ekki verið gerð grein fyrir framvindu þessa verkefnis allt frá því að borgarstjóri skipaði vinnuhóp um málið í júní 2002. Það er ekki fyrr en 17. mars s.l. að það er gert og þá nánast búið að ákveða samstarf við tiltekið fyrirtæki um þetta verkefni án útboðs. Samtímis kemur fram að kostnaður er gríðarlega mikill, sennilega á bilinu 50-70 milljónir króna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja, að ekki hafi verið gerð nægileg grein fyrir kostnaði við verkið eða hvernig hann skiptist á einstaka stofnanir. Við sitjum því hjá við afgreiðslu málsins.

- Kl. 14.15 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Björk Vilhelmsdóttir tók þar sæti. Jafnframt vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Guðlaugur Þór Þórðarson tók þar sæti.

25. Lagt fram bréf félagsmálastjóra fá 27. f.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 26. s.m. um breytingar á reglum um viðbótarlán. Samþykkt.

26. Lögð fram drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar og Hrafns Gunnlaugssonar um nýtingu lóðarinnar að Laugarnestanga 65. Samþykkt.

27. Lagt fram að nýju bréf eigenda bílskúra að Ofanleiti 17, 23 og 25 frá 15. f.m. varðandi aðkomu að bílskúrunum. Frestað.

28. Kosningu í stjórn Kjarvalsstofu í París frestað.

29. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 2. þ.m. um landfyllingar í Gufunesi og umhverfismat þar að lútandi, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. f.m.

30. Lagt fram bréf forstjóra Landsvirkjunar frá 7. þ.m. varðandi framlagningu fundargerðar stjórnar Landsvirkjunar í borgarráði.

31. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Í umræðu um barnaverndarmál í borgarstjórn 3. apríl var staðfest af formanni félagsmálaráðs, að borgarstjórn hefði ekki farið að ákvæðum 9. gr. barnaverndarlaga um skyldu sveitarstjórnar til að marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Borgarráðsfulltrúar sjálfstæðismanna hvetja til þess að tafarlaust verði tekið til við að sinna þessari lagaskyldu og framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar í barnaverndarmálum send félagsmálaráðuneyti og Barnaverndarstofu.

Fundi slitið kl. 14.45.

Alfreð Þorsteinsson

Björk Vilhelmsdóttir Björn Bjarnason
Stefán Jón Hafstein Guðrún Ebba Ólafsdóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson