Borgarráð - Fundur nr. 4786

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 1. apríl, var haldinn 4786. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir framtalsnefndar frá 28. janúar og 25. febrúar.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 27. mars.

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 18. mars.

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 26. mars.

5. Lögð fram fundargerð Innkauparáðs frá 27. mars.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 21 mál.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 26. s.m. um auglýsingu deiliskipulags Keilufells. Samþykkt.

- Kl. 12.30 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Björk Vilhelmsdóttir tók þar sæti.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 26. s.m. um að ný gata sem tengist Rauðatorgi fái heitið Hádegismóar. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 26. s.m. um framkvæmdaleyfi til byggingar mislægra gatnamóta við Stekkjarbakka/Smiðjuveg við Reykjanesbraut og breytingu á aðalskipulagi. Jafnframt lagt fram bréf forstöðumanns lögfræði- og stjórnsýsludeildar skipulags- og byggingarsviðs um göngubrú norðan gatnamótanna og breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 26. s.m. um breytta nýtingu lóðar að Sóleyjarrima 1. Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísuðu til bókana fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd 26. f.m. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista vísuðu með sama hætti til bókana fulltrúa sinna á fundinum.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 26. s.m. um deiliskipulag reits nr. 1.182.1, Ölgerðarreits. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. f.m., þar sem lagt er til að Smáratorgi ehf., Smáragarði ehf. og Mötu ehf. verði gefið fyrirheit um sölu byggingarrétt og gerð lóðarleigusamnings um atvinnulóð neðan Vesturlandsvegar á móts við Hamrahlíð. Frestað.

13. Kosning 3ja manna og 3ja til vara í stjórn Landsvirkjunar til eins árs. Vísað til borgarstjórnar.

14. Borgarráð samþykkir að veita Samtökunum ’78, í tilefni af 25 afmæli þeirra, kr. 500.000 til eflingar bókasafns samtakanna. Færist af liðnum ófyrirséð. 15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 26. f.m. varðandi umboð til borgarráðs til að afgreiða mál sem kunna að heyra undir verksvið borgarstjórnar í sambandi við alþingiskosningar 10. maí n.k. Vísað til borgarstjórnar.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 26. f.m. um fjölda kjördeilda, skiptingu í kjördeildir og verkefni yfirkjörstjórna. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 26. f.m. um úthlutun úr rannsóknarsjóði Leikskóla Reykjavíkur árið 2003.

18. Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. í dag, um samstarfs- og þróunarverkefni um rafrænt miðakerfi fyrir ÍTR, Strætó bs., Bílastæðasjóð o.fl. og útboðsskyldu í því sambandi. Frestað.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 26. f.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti á lóð nr. 11-21 við Þórðarsveig og að Frjálsi fjárfestingabankinn verði lóðarhafi lóðarinnar, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 27. f.m., þar sem lagt er til að afturkölluð verði lóðarúthlutun á lóð nr. 47 við Jónsgeisla til Þráins Karlssonar. Frestað.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 27. f.m., þar sem lagt er til að afturkölluð verði lóðarúthlutun á lóð nr. 18 við Gvendargeisla til Axels Helgasonar. Frestað.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 28. f.m., þar sem lagt er til að afturkölluð verði lóðarúthlutun á lóð nr. 59 við Jónsgeisla til Heimis Ríkharðssonar. Frestað.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 28. f.m., þar sem lagt er til að afturkölluð verði lóðarúthlutun á lóð nr. 61 við Jónsgeisla. Frestað.

24. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lagði fram svohljóðandi tillögu:

Legg til að fulltrúar skipulags- og byggingarsviðs haldi almennan kynningarfund með íbúum Hólahverfis og nærliggjandi svæða, þar sem sérstaklega verði kynnt áform borgaryfirvalda um að heimila starfrækslu bensínstöðvar gengt Hólabrekkuskóla. Skoðun mín er sú að staðsetning bensínstöðvar á þessum stað komi ekki til greina.

Frestað.

- Kl. 14.05 vék Björn Bjarnason af fundi.

25. Afgreidd 30 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 14.20.

Alfreð Þorsteinsson

Björk Vilhelmsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir