Borgarráð - Fundur nr. 4785

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 25. mars, var haldinn 4785. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Anna Kristinsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 17. mars.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 18. mars.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Skipulagssjóðs frá 19. mars.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 19. s.m. um breytt deiliskipulag reits nr. 1.172.0, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu ogVatnsstíg. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 19. s.m. um breytt deiliskipulag reits nr. 1.172.1, sem afmarkast af Laugavegi, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Frakkastíg. Samþykkt.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson óskaði bókað:

Mér finnst eðlilegt í ljósi þeirrar skipulagsvinnu, sem farið hefur fram á ákveðnum reitum við Laugaveg, að vínveitingatími sem kveðið er á um í málsmeðferðarreglum borgarinnar um vínveitingaleyfi verði tekinn til endurskoðunar og rýmkaður frá Klapparstíg til og með Frakkastíg.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 19. s.m. um deiliskipulag reits nr. 1.172.2, sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Grettisgötu og Klapparstíg. Jafnframt er lagt til að deiliskipulagi verði frestað á lóðum nr. 30 og 32 við Laugaveg. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 19. s.m. um tillögu nafnanefndar að götunöfnum í Norðlingaholti. Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 19. s.m. um sameiningu lóða að Fossaleyni 19-21 og Fossaleyni 23. Samþykkt. 10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 19. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Aðalstræti 4. Samþykkt.

11. Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Eirar, hjúkrunarheimilis, dags. 21. mars 2003, um 30% framlag borgarinnar vegna viðbyggingar við hjúkrunarheimilið. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu frá 19. þ.m. ásamt ársreikningi Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2002. 13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 21. þ.m., þar sem lagt er til að Hraunbæ 107 ehf., Tangarhöfða 6, verði úthlutað byggingarrétti fyrir 6 íbúðir í raðhúsi og 22 íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 109-109G við Hraunbæ. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 17. s.m. varðandi fyrirhugaða fækkun atvinnuleyfa leigubifreiðastjóra á höfuðborgarsvæðinu. Borgarráð tekur undir afstöðu nefndarinnar og leggst því gegn fækkun atvinnuleyfa í greininni.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., þar sem lagt er til að Árvakri hf., Kringlunni 1, verði seldur byggingarréttur á lóð nr. 2 við Hádegismóa fyrir prentsmiðju og tilheyrandi starfsemi. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá með tilvísun til fyrri bókana varðandi sölu byggingarréttar umfram hefðbundin gatnagerðargjöld.

16. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 24. þ.m. um breytingu á fjárhagsáætlun 2003 vegna húsnæðis fyrir heimilislausa þannig að kostnaði, kr. 8.248.000, verði mætt með tilfærslu af liðnum ófyrirséð útgjöld og frá Skipulagssjóði. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 24. þ.m., svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs 18. s.m., um kostnað við deiliskipulag á Norðlingaholti.

18. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra skipulagssjóðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt sjóðsstjórnar 19. s.m., þar sem lagt er til að eignirnar Sólheimar 29-33 og Sólheimar 35 verði keyptar. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

19. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 25. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa til borgarráðs.

20. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvernig er staða og þróun málefna gæsluvalla í borginni?

21. Lögð fram skýrsla og tillögur starfshóps um málefni barnaverndar í Reykjavík, dags. 13. þ.m.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að vísa tillögu starfshóps um barnavernd, dags. 13. mars sl. til umsagnar félagsmálaráðs og barnaverndarnefndar Reykjavíkur, þó með þeirri breytingu að ekki komi til breytinga á skipuriti, sbr. tillögu nr. 2 í kafla III. Félagsmálaráð útfæri meðfylgjandi tillögur með tímasettum aðgerðum þannig að markmið þeirra náist.

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir taki á þessu stigi ekki afstöðu til breytinga á skipuriti, sbr. lið 2, kafli III.

Fundi slitið kl. 14.20.

Árni Þór Sigurðsson

Anna Kristinsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskardóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson