No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2003, þriðjudaginn 18. mars, var haldinn 4784. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björn Bjarnason, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð Bláfjallanefndar frá 25. febrúar.
2. Lögð fram fundargerð Hverfisráðs Breiðholts frá 7. mars.
3. Lögð fram fundargerð Hverfisráðs Nesja frá 5. mars.
4. Lögð fram fundargerð Innkauparáðs frá 12. mars.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Skipulagssjóðs frá 5. mars.
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 6. mars.
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 3. mars.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu breytts deiliskipulagis reits sem afmarkast af Starmýri, Miklubraut, Safamýri og Álftamýri. Samþykkt.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi að Guðríðarstíg 6-8. Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa, dags. í dag, ásamt umsögn skipulags- og byggingarnefndar frá 12. þ.m. varðandi umsókn Skógarleitis um lóð við Fossvogsveg frá 26. apríl 2002. Ekki er mælt með frekari uppbyggingu. Borgarráð samþykkir umsögnina.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 12. þ.m., þar sem lagt er til að 6. tl. 2. gr. samþykktar fyrir Hverfisráð í Reykjavík verði breytt til samræmis við nafnbreytingu á Hverfisráði Nesja í Hverfisráð Kjalarness. Vísað til borgarstjórnar.
13. Lagt fram að nýju bréf stjórnkerfisnefndar frá 11. þ.m. varðandi undirbúning 2. áfanga skorkorts Reykjavíkur, m.a. gerð heildarstefnukorts, kynningar- og starfsdaga kjörinna fulltrúa og forstöðumanna og gerð þjónustulýsinga. Jafnframt lagt fram endurskoðað erindisbréf stýrihóps til innleiðingar á samhæfðu árangursmati og hugbúnaðinum OBSC hjá Reykjavíkurborg.
Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að fyrirliggjandi erindi stjórnkerfisnefndar verði samþykkt með þeirri breytingu að aðeins verði um einn starfsdag kjörinna fulltrúa að ræða til að undirbúa innleiðingu stefnu- og skorkorta við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2004. Innleiðingin verði á ábyrgð stýrihóps um innleiðingu samhæfðs árangursmats hjá Reykjavíkurborg, sbr. meðfylgjandi erindisbréf.
Borgarráð samþykkti tillöguna ásamt tillögu að erindisbréfi.
14. Lagt fram bréf eigenda bílskúra við Ofanleiti nr. 17, 23 og 25, dags. 15. þ.m., um aðkomu að bílskúrunum og merkingar í því sambandi. Vísað til umsagnar borgarverkfræðings.
15. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 17. þ.m., um breytingu á frumvarpi að 3ja ára áætlun 2004-2006. Jafnframt lagt fram frumvarp að 3ja ára áætlun með framkomnum breytingatillögum. Vísað til borgarstjórnar.
16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar um aðsetur yfirkjörstjórna og laun kjörstjórna við alþingiskosningar 10. maí n.k. Samþykkt.
17. Lagt fram yfirlit forstjóra Innkaupastofnunar, dags. 7. þ.m., yfir viðskipti stofnunarinnar í febrúar.
18. Borgarráð samþykkir að kjósa eftirtalda fulltrúa í fulltrúaráð Hjúkrunar-heimilisins Skjóls til fjögurra ára: Kjörnir: Til vara: Helgi S. Guðmundsson Anna Kristinsdóttir Páll Gíslason Jórunn Frímannsdóttir Lára Björnsdóttir
19. Lagt fram bréf forstöðumanna kjaraþróunardeildar og Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 17. þ.m. varðandi samning um kaupauka við sorphreinsun hjá Reykjavíkurborg. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
20. Lagt fram bréf deildarstjóra starfskjara Landsvirkjunar frá 12. þ.m. um sumarvinnu ungmenna næsta sumar vegna fyrirspurnar formanns borgarráðs frá 26. f.m.
- Kl. 13.00 tók Stefán Jón Hafstein sæti á fundinum og Dagur B. Eggertsson vék af fundi.
21. Lögð fram umsögn borgarverkfræðings frá 17. þ.m. um mat á umhverfisáhrifum vegna Arnarnesvegar, sbr. bréf Skipulagsstofnunar frá 12. f.m., þar sem fallist er á framkvæmdina með nánar tilgreindum fyrirvörum. Borgarráð samþykkir umsögnina.
Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:
Ég lýsi mig fylgjandi því að umferðarslaufa vegna mislægra gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar verði færð fjær byggð við Suðurfell. Breyting sem felur í sér “T-gatnamót” í stað umferðarslaufu dregur úr umferðaröryggi og kemur ekki til greina að mínu mati.
22. Lögð fram umsögn Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 17. þ.m. um erindi Skipulagsstofnunar frá 3. s.m. varðandi matsskyldu landfyllingar við Gufunes. Jafnframt er lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 12. þ.m. varðandi málið.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að fyrirhuguð landfylling við Gufunes verði sett í formlegt mat á umhverfisáhrifum og því beint til Skipulagsstofnunar að fallist verði á þá málsmeðferð.
Tillagan samþykkt með samhljóða atkvæðum.
23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti á lóð nr. 13-17 við Þorláksgeisla og að Stafnás ehf., Skemmuvegi 36, Kópavogi, verði lóðarhafi lóðarinnar með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
24. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 17. þ.m., f.h. vinnuhóps um innleiðingu rafrænna miðakorta hjá þjónustufyrirtækjum borgarinnar. Um er að ræða kynningu málsins.
25. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. þ.m. um útboð á gervigrasvöllum og samningum við íþróttafélög. Samþykkt.
26. Lagðar fram tillögur borgarstjóra frá 13. þ.m. í fimm liðum um innri endurskoðun og eftirlit með fjárreiðum og stjórnsýslu fyrirtækja. Greinargerð fylgir tillögunum. Jafnframt lagt fram bréf borgarritara frá 14. þ.m. varðandi málið.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að því verði beint til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að fundargerðir hennar verði lagðar fyrir borgarráð. Þótt Reykjavíkurborg sé ekki meirihlutaeigandi Landsvirkjunar verði því einnig beint til stjórnar hennar að fundargerðir stjórnar Landsvirkjunar verði lagðar fyrir borgarráð.
Frestað.
27. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn varðandi kostnað við deiliskipulag á Norðlingaholti:
1. Hver er áætlaður heildarkostnaður við deiliskipulagsvinnu, annarrar hönnunar o.fl. við gatnaframkvæmdir og vegna kaupa á landi og fasteignum? Hver er hlutur Reykjavíkurborgar? Svar óskast sundurliðað.
2. Hverjar eru áætlaðar heildartekjur af sölu byggingarréttar íbúðalóða og hvernig skiptast þær milli Rauðhóls ehf. og Reykjavíkurborgar?
3. Hverjar eru áætlaðar heildartekjur af sölu byggingarréttar lóða undir atvinnuhúsnæði og hvernig skiptast þær milli Rauðhóls ehf. og Reykjavíkurborgar?
4. Hvernig skiptist eignarhald á landi á Norðlingaholti milli Reykjavíkurborgar, Rauðhóls ehf. og annarra aðila?
5. Hvenær er áætlað að framkvæmdir og sala byggingarréttar lóða á Norðlingaholti hefjist?
6. Hvert er mat á því, hve langan tíma taki að fullnægja skilyrði um forgangsrétt Rauðhóls ehf. á sölu byggingarréttar í borgarlandinu?
Fundi slitið kl. 14.55.
Alfreð Þorsteinsson
Stefán Jón Hafstein Björn Bjarnason
Björk Vilhelmsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson