No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2003, þriðjudaginn 11. mars, var haldinn 4783. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 14. janúar.
2. Lögð fram fundargerð Hverfisráðs Austurbæjar-suður frá 7. mars.
3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 4. mars.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 4. mars.
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál.
6. Lagt fram bréf forstjóra Landsvirkjunar frá 28. f.m., þar sem óskað er tilnefningar fjögurra fulltrúa og fjögurra varafulltrúa á samráðsfund fyrirtækisins, sem haldinn verður föstudaginn 4. apríl. n.k. Borgarráð tilnefndi eftirtalda fulltrúa: Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason Árni Þór Sigurðsson Guðlaugur Þór Þórðarson Til vara: Anna Kristinsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Dagur B. Eggertsson Alda Sigurðardóttir
7. Lagt fram bréf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur frá 5. þ.m. ásamt samkomulagi við Íslandssíma hf. um nýjan samstarfssamning um fræðslu og útgáfumál, dags. 3. þ.m. Borgarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi í Víðidal og skilmálum fyrir hesthús. Samþykkt.
10. Lagt fram bréf starfsmanns stjórnkerfisnefndar frá 10. þ.m. um að nefndin hafi samþykkt breytingu á nafni Hverfisráðs Nesja í Hverfisráð Kjalarness, sbr. tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundi borgarráðs 4. f.m. Samþykkt. Vísað til frekari meðferðar skrifstofustjóra borgarstjórnar.
11. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 10. þ.m. um lyfsöluleyfi að Þönglabakka 1, sbr. bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis frá 5. þ.m. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. Árni Þór Sigurðsson sat hjá.
12. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 10. þ.m. um lyfsöluleyfi að Þönglabakka 6, sbr. bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis frá 5. þ.m. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. Árni Þór Sigurðsson sat hjá.
13. Lagt fram bréf Sögufélagsins frá 21. f.m., þar sem sótt er um fjárstuðning í tilefni af 100 ára afmæli félagsins og stofnun Aðildarsjóðs Sögufélagsins. Vísað til styrkjameðferðar borgarráðs.
14. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 27. f.m. ásamt starfsáætlun fræðslumála 2003.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 4. þ.m. ásamt breytingu á gjaldskrá fyrir heilbrigðiseftirlit. Samþykkt.
16. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m., þar sem lögð er til breyting á ákvæði d-liðar 6. gr. gjaldskrár fyrir gatnagerðargjald í Reykjavík, sem gilda skuli frá ársbyrjun 2002. Samþykkt.
17. Lögð fram sundurliðun yfir þjóðvegafé, ódagsett.
18. Lögð fram umsögn borgarverkfræðings frá 6. þ.m. um mat á umhverfisáhrifum vegna Arnarnesvegar, sbr. bréf Skipulagsstofnunar 12. f.m. Frestað.
19. Lögð fram ársskýrsla framtalsnefndar 2002.
20. Lagt fram bréf stjórnkerfisnefndar frá 11. þ.m. varðandi undirbúning 2. áfanga skorkorts Reykjavíkur, m.a. gerð heildarstefnukorts, kynningar- og starfsdaga kjörinna fulltrúa og forstöðumanna og gerð þjónustulýsinga. Frestað.
21. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 6. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 3. s.m. varðandi biðskyldu á Tangarbryggju. Samþykkt.
22. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 7. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 13. maí 2002 varðandi einstefnu frá Dalbraut að DAS á íbúðargötu við Kleppsveg 52-58. Samþykkt.
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að ráða framkvæmdastjóra miðborgar tímabundið til tveggja ára frá 1. janúar 2003 að telja.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan samþykkt með 4 atkv. gegn 3.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sjá engin rök fyrir því að ráða framkvæmdastjóra miðborgar til starfa frekar en fyrir aðra hluta borgarinnar. Er augljóst að skýr forysta borgarstjóra í málefnum miðborgarinnar veikist við þessa tilhögun.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Áfram verður unnið að þróun- og uppbyggingu miðborgarinnar í samræmi við mótaða stefnu. Nauðsynlegt er að efla tengsl við hagsmunaaðila sem koma að uppbyggingu miðborgarinnar og þjóna þeim sérstaklega sem vilja taka þátt í vexti og viðgangi hennar.
24. Lögð fram samþykkt fyrir Skipulagssjóð Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m. Vísað til borgarstjórnar.
25. Borgarráð samþykkir að leggja til við borgarstjórn að eftirtaldir fulltrúar verði kosnir í stjórn Skipulagssjóðs til loka kjörtímabilsins: Þórólfur Árnason Steinunn Valdís Óskarsdóttir Björn Bjarnason Til vara: Árni Þór Sigurðsson Anna Kristinsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson
Fundi slitið kl. 14.30.
Þórólfur Árnason
Árni Þór Sigurðsson Björn Bjarnason
Stefán Jón Hafstein Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir