Borgarráð - Fundur nr. 4782

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 4. mars, var haldinn 4782. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Margrét Sverrisdóttir fundinn. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir Hverfisráðs Árbæjar frá 23. janúar og 27. febrúar.

2. Lögð fram fundargerð Innkauparáðs frá 28. febrúar.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Fasteignastofu frá 18. febrúar.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 17. febrúar.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Skipulagssjóðs frá 19. febrúar.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 13. desember.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 28. febrúar.

8. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál.

9. Lagt fram bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis frá 20. f.m. varðandi umsókn um lyfsöluleyfi fyrir lyfjabúð að Hringbraut 121. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 26. s.m. Borgarráð samþykkir umsögnina með 6 samhljóða atkvæðum. Árni Þór Sigurðsson sat hjá.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 28. f.m., þar sem lagt er til að tekið verði tilboði Gullhamra ehf., Beykihlíð 25, í byggingarrétt fyrir raðhús á lóðum nr. 11-19, 21-29 og 31-39 (stök nr.) við Biskupsgötu. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að Birgi Reynissyni, Steinagerði 5, verði úthlutað byggingarrétti fyrir bílasölu á lóð nr. 4 við Klettháls. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 28. f.m., þar sem lagt er til að Frjálsi Fjárfestingabankinn verði lóðarhafi lóðar nr. 1-7 við Marteinslaug, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

13. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð afturkalli úthlutun lóðarinnar nr. 9 við Jörfagrund til Páls H. Pálssonar, Stífluseli 10, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs 26. júní 2001. Frestað.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 2. þ.m., þar sem lögð er til breyting á ákvæði d-liðar 6. gr. gjaldskrár fyrir gatnagerðargjald í Reykjavík, sem gilda skuli frá ársbyrjun 2002. Frestað.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 28. f.m. þar sem lagt er til að nánar tilgreind kvöð í lóðaleigusamingum skuli felld á brott. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 26. s.m. varðandi tillögur vinnuhóps um úthlutun úr húsverndarsjóði fyrir árið 2003. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar s.d. um styrkjaúthlutun nefndarinnar fyrir árið 2003.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs 21. s.m. um styrkjaúthlutun ráðsins fyrir árið 2003.

19. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 3. þ.m. ásamt skýrslu starfshóps gegn fíkniefnadreifingu í grunnskólum Reykjavíkur, dags. í febrúar 2003.

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð heimilar borgarstjóra að ljúka frágangi samninga við íslenska ríkið um stofnun einkahlutafélags um byggingu og rekstur á tónlistarhúsi og ráðstefnumiðstöð í Reykjavík á grundvelli samkomulags frá 11. apríl 2002.

Greinargerð fylgir tillögunni. Samþykkt.

21. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 3. þ.m. ásamt lánasamningum milli annars vegar borgarsjóðs og hins vegar Orkuveitu Reykjavíkur, Bílastæðasjóðs og Reykjavíkurhafnar, dags. s.d., og Fráveitna Reykjavíkur, dags. 1. janúar s.l.

22. Lagt fram svar borgarlögmanns, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2004-2006, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs 25. f.m.

- Kl. 13.10 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Hanna Birna Kristjánsdóttir tók þar sæti.

23. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis frá 12. f.m. þar sem óskað er eftir tilnefningu þriggja fulltrúa í svæðisráð um málefni fatlaðra og jafnmargra til vara. Samþykkt að tilnefna eftirtalda: Anna Kristinsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir Lára Björnsdóttir Til vara: Hafdís Júlía Hafsteinsdóttir Margrét Einarsdóttir Ellý Þorsteinsdóttir

24. Lagt fram bréf Einars Gunnarssonar frá 3. þ.m. þar sem hann biðst lausnar sem varamaður í hafnarstjórn vegna námsdvalar erlendis. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Katrín Jakobsdóttir verði kosin í hans stað.

25. Lagt fram bréf starfshóps um sumarvinnu ungmenna frá 7. f.m. ásamt nýjum viðmiðunarreglum fyrir árið 2003. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 26. s.m. um auglýsingu á breytingu deiliskipulags reits nr. 1.174.3, sem afmarkast af Barónsstíg, Laugavegi, Snorrabraut og Grettisgötu. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd og óskuðu jafnframt bókað:

Á fundi borgarráðs 16. júlí 2002 bókuðu fulltrúar R-listans að Reykjavíkurborg hefði “lengi haft augastað á lóðinni” þ.e. svo nefndum Stjörnubíósreit. Viðunandi verð hafi þó ekki náðst fyrr en strax eftir kosningar. Þess vegna eru ummæli formanns skipulags- og byggingarnefndar í fréttum Ríkisútvarpsins í morgun um aðdraganda kaupanna afar ótrúverðug. Lóðin er keypt á grundvelli deiliskipulags, sem sýndi 100 bílastæða kjallara undir húsinu til þess að mæta bílastæðakröfum húsbyggingarinnar á reitnum. Engin ákvörðun lá þá fyrir um að gera þarna um 250 bílastæða kjallara þegar lóðin var keypt. Þvert á móti kemur fram í þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2003-2005 að gera eigi bílastæðahús við Laugaveg 77. Þá er gert ráð fyrir því samkvæmt þriggja ára áætlun fyrir árin 2004-2006, að bygging bílastæðahúss að Laugavegi 77 hefjist að krafti árið 2003 en einnig, sem ekki kom fram í fyrri áætlun, að bílakjallarinn á Stjörnubíósreitnum komist í gagnið síðla árs 2004. Samkvæmt tveimur áætlunum liggur fyrir að reisa á bílastæðahús við Laugaveg 77. Þess vegna er augljóst að bílastæðavandi á þessu svæði hafi ekki ráðið kaupum Reykjavíkurborgar af Jóni Ólafssyni. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Skoðun á ýmsum möguleikum í bílastæðamálum miðborgarinnar hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Á vormánuðum árið 2000 var skipaður starfshópur sem skoða átti staðsetningar bílahúsa/kjallara við Laugaveg 90 (bakvið Stjörnubíó), Laugavegi 77 og Hverfisgötu 85-9l. Niðurstaða þeirrar vinnu var að hefja uppbyggingu bílastæðakjallara bakvið Stjörnubíó, m.a. vegna þess að lóðarhafi að Laugavegi 77 var ekki tilbúinn til að fara í uppbyggingu bílastæðakjallara. Því er að sjálfsögðu vísað alfarið á bug að eignarhald á lóðum og það hvaða einstaklingar eiga einstakar lóðir í borginni, ráði því hvort og hvaða lóðir eru keyptar af skipulagsástæðum. Þessi tiltekni hluti Laugavegar er mjög spennandi uppbyggingarmöguleiki og framundan er að byggja 3. hæða verslunarhús með 4. hæð inndreginni fyrir íbúðir, auk bílastæðakjallara. Borgarráð fagnar því framtaki sem nú hefur verið kynnt, deiliskipulagi á svokölluðum Stjörnubíósreit, enda brýnt að hefja uppbyggingu á þessu svæði til hagsbóta fyrir Laugaveginn og miðbæinn í heild.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Vegna bókunar R-listans vilja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, að fram komi, að á fundi borgarráðs skýrðu embættismenn frá því, að áhugi væri hjá nýjum eiganda Laugavegs 77 á að eiga samstarf við borgaryfirvöld um gerð bílastæðahúss. Jafnframt kom fram að frá þessum áhuga hefði einnig verið skýrt í stjórn Aflvaka hf.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Rétt er að taka fram að deiliskipulag að Stjörnubíósreit, bílastæðakjallara fer nú í auglýsingu. Komi fram á þeim auglýsingatíma áhugi frá eigendum að Laugavegi 77 um byggingu bílastæðakjallara er Reykjavíkurborg að sjálfsögðu reiðubúin til viðræðna við þá hagsmunaaðila.

27. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 26. s.m. um breytingu á deiliskipulagi mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka. Jafnframt lögð fram umsögn forstöðumanns verkfræðistofu borgarverkfræðings og bæjarverkfræðings Kópavogs, dags. 24. f.m., um fram komnar athugasemdir. Samþykkt.

28. Afgreidd 33 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 14.20.

Alfreð Þorsteinsson

Árni Þór Sigurðsson Björn Bjarnason
Stefán Jón Hafstein Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir