No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2003, þriðjudaginn 25. febrúar, var haldinn 4781. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð Hverfisráðs Austurbæjar–suður frá 13. febrúar.
2. Lagðar fram fundargerðir Hverfisráðs Árbæjar frá 14. október og 23. janúar.
3. Lögð fram fundargerð Hverfisráðs Grafarvogs frá 13. febrúar.
4. Lögð fram fundargerð Hverfisráðs Vesturbæjar frá 15. nóvember.
5. Lögð fram fundargerð Innkauparáðs frá 19. febrúar.
6. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um lögreglumálefni frá 21. febrúar.
7. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál.
8. Lagt fram endurrit úr dómabók Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 542/2002, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg gegn Veitingahúsinu Austurvelli ehf. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað: Við fögnum dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp 20. febrúar s.l. í svokölluðu einkadansmáli, en með dómnum staðfesti Hæstiréttur lögmæti breytinga á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar sem fól í sér bann við einkadansi inni á nektarstöðum. Þessi niðurstaða er mikilvægur áfangasigur í þeirri viðleitni að sporna gegn klámvæðingu í samfélaginu og vaxandi markaði fyrir kynlífsþjónustu, en sýnt hefur verið fram á tengsl hans við ofbeldi, misrétti og ýmiskonar ólögmæta starfsemi. Við teljum að þessa baráttu þurfi að heyja á mörgum vígstöðvum í senn og vonum að fordæmi Reykjavíkurborgar verði öðrum stofnunum samfélagsins, þar með talið öðrum sveitarfélögum, hvatning til að efla þá baráttu.
9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 17. þ.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs 24. f.m., um styrkveitingar ráðsins.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 19. s.m. um endurauglýsingu tillögu að deiliskipulagi staðgreinireits 1.180.2, sem afmarkast af Hallveigarstíg, Bergstaðastræti, Spítalastíg og Ingólfsstræti. Samþykkt.
11. Lagt fram svar borgarverkfræðings frá 24. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi færslu Hringbrautar, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs 18. þ.m.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 14. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 13. s.m., þar sem lagt er til að umsjón eyjanna á Sundunum og í Kollafirði verði falin Umhverfis- og heilbrigðisstofu, að undanskildum rekstri á menningarstarfsemi í Viðey.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að hugmynd um að auglýsa eyjarnar, fyrir utan Viðey, til frekari leigu eða sölu verði könnuð.
Tillaga umhverfis- og heilbrigðisnefndar samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks felld með 4 atkvæðum gegn 3.
13. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 24. þ.m. þar sem óskað er heimildar til að bjóða út endurnýjun og fóðrun eldri holræsa til fjögurra ára, 2003-2006. Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. þ.m., þar sem lagt er til að Verðbréfastofunni hf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir 18 íbúðir á lóðinni nr. 99-101 við Kristnibraut (stök númer), með nánar tilgreindum skilmálum.
- Kl. 13.00 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum og Hanna Birna Kristjánsdóttir vék af fundi.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
15. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Hjúkrunarheimilisins Eirar frá 10. þ.m., þar sem óskað er eftir tilnefningu frá Reykjavíkurborg í fulltrúaráð sjálfseignarstofnunarinnar Eirar til fjögurra ára. Samþykkt að tilnefna eftirtalda: Stefán Jóhann Stefánsson Sigrún Magnúsdóttir Jóna Hrönn Bolladóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir Kristín Árnadóttir Lára Björnsdóttir Til vara: Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson Björn Bjarnason Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13. þ.m. varðandi æfinga- og keppnissvæði á Álfsnesi fyrir Vélhjólaíþróttaklúbbinn, ásamt drögum að afnotasamningi, ódags. Borgarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
17. Lagt fram bréf forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma frá 19. þ.m. varðandi kostnað við hönnunarsamkeppni vegna duftgarðs í Leynimýri. Sent til meðferðar borgarverkfræðings og sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs.
18. Lagt fram bréf Ánanausts ehf. frá 17. þ.m. varðandi lóðir við Vesturgötu og Ánanaust. Vísað til meðferðar stýrihóps um skipulag Mýrargötusvæðis.
19. Lagt fram frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2004-2006. Vísað til borgarstjórnar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á, að í 63. gr. sveitarstjórnarlaga segir, að þriggja ára áætlun skuli unnin og afgreidd af sveitarstjórn innan eins mánaðar frá afgreiðslu árlegrar fjárhagsáætlunar. Um leið og harðlega er gagnrýnt, að þessu lagaákvæði hefur ekki verið fylgt er óskað eftir áliti borgarlögmanns á því, hvaða áhrif það hefur á gildi áætlunarinnar.
20. Lagt fram yfirlit borgarverkfræðings frá 24. þ.m. yfir framkvæmdir sem flýta má á þessu ári og fyrri hluta næsta árs. Jafnframt lagt fram erindi borgarstjóra, dags. í dag, þar sem lagt er til að flýtt verði nánar tilgreindum byggingar- og gatnaframkvæmdum, auk þess sem lögð eru til fjárframlög til skipulags- og atvinnuátaksverkefna. Þá er lagt fram bréf fjármálastjóra frá 23. þ.m. þar sem lagðar eru til eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2003 vegna flýtingar framkvæmda (fjárhæðir í þús. kr.):
Fasteignastofa
Byggingaframkvæmdir Kostn.st. Fasta-fjárnr. Var Verður Breyting
Laugarnesskóli, viðbygging 1104 04003 20.000 60.000 40.000 Langholtsskóli, viðbygging 1104 04005 15.000 45.000 30.000 Seljaskóli, viðbygging 1104 04018 0 15.000 15.000 Réttarholtsskóli, breyting á bókasafni o. fl. 1104 04020 0 30.000 30.000 Grunnskóli í Staðahverfi 1104 04053 0 70.000 70.000 Ingunnarskóli 1104 04066 110.000 150.000 40.000 Aðalstræti, sýningarskáli vegna fornleifa 1103 03020 65.000 140.000 75.000 Laugardalslaug, ný 50 m keppnislaug 1105 05050 260.000 310.000 50.000 Umhverfi og útivist, leiksvæði og almenn ræktun B2110
60.000 90.000 30.000 Klettaborg, viðbygging 1106 06031 3.000 33.000 30.000 Stækkun á hjúkrunarheimilinu Droplaugastaðir 1107 07102 10.000 90.000 80.000 Framlag frá ríki (30%) vegna Seljahl. og Droplaugast. 1107
-7.500 -31.500 -24.000 Ferlimál fatlaðra
25.000 40.000 15.000 Nýjar lántökur hjá Fasteignastofu
-481.000
Eignasjóður gatna
Gatnaframkvæmdir
Þjóðvegir 3101
0 50.000 50.000 Gangstígar, göngubrýr og ræktun 3106
245.000 295.000 50.000 Ýmsar framkvæmdir, hönnun 310x
38.000 48.000 10.000 Undirbúningur á Verkfræðistofu 3107
30.000 40.000 10.000 Nýjar lántökur hjá Eignasjóði gatna
-120.000
Aðalsjóður
Rekstur og viðhald gönguleiða B3xxx
132.300 157.300 25.000 Hlutafjárframlag til Félagsbústaða hf. 1710
90.000 135.000 45.000 Átaksverkefni 09508
0 150.000 150.000 Byggingastyrkir ÍTR v/grasvalla I9300
80.000 140.000 60.000 Skipulagsfulltrúi v/deiliskipulagsverkefna 04200
112.300 127.300 15.000 Ófyrirséð 09205
182.540 162.540 -20.000 Nýjar lántökur hjá aðalsjóði
-275.000 Vextir af langtímaskuldum 7340
487.000 500.000 13.000
Nýjar lántökur hjá borgarsjóði
-876.000
Fráveita Reykjavíkur
Hamrahlíðalönd, tengiræsi frá Iðntæknistofnun
0 40.000 40.000 Nýjar lántökur hjá Fráveitu
-40.000 Vextir af langtímaskuldum
443.561 444.561 1.000
Samtals nýjar lántökur hjá borgarsjóði og Fráveitu
-916.000 Hækkun skammtímaskulda
-14.000
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru fylgjandi því, að gripið sé til ráðstafana í því skyni að auka atvinnu í Reykjavík með því að flýta framkvæmdum. Með þessum tillögum er siglt í kjölfar ríkisstjórnarinnar en sá er þó munurinn, að ríkissjóður fjármagnar framkvæmdir sínar með eigin tekjuöflun en hjá Reykjavíkurborg er ekkert eigið fé fyrir hendi heldur einungis um nýjar lántökur að ræða. Vegna gagnrýni borgarfulltrúa R-listans um að ríkisstjórnin hafi nær eingöngu boðað það sem þeir hafa kallað hefðbundin karlastörf og steinsteypuframkvæmdir vekur athygli að nánast einungis er um að ræða bygginga- og gatnaframkvæmdir við þess flýtingu framkvæmda af hálfu Reykjavíkurborgar. Borgarráðsfulltrúarnir árétta fyrri afstöðu sína vegna ákvarðana um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem er alfarið á ábyrgð R-listans og sitja því hjá við afgreiðslu málsins.
- Kl. 14.05 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Björk Vilhelmsdóttir tók þar sæti.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Rétt er að vekja athygli á því að þau verkefni sem borgaryfirvöld leggja áherslu á í sínum flýtiframkvæmdum eru af mjög fjölbreyttum toga. Lögð er áhersla á að mæta mismunandi þörfum allra borgarbúa, kvenna, karla og mismunandi aldurshópa. Þau verkefni sem farið verður í fela m.a. í sér flýtingu starfa sem konur sinna í miklum meirihluta. Það er eðlismunur á þeim verkefnum sem hér eru kynnt og verkefnum ríkisstjórnarinnar, þar sem megináherslur eru á lagningu vega. Hér eru settar fram hugmyndir um lagningu göngustíga, fegrun og endurnýjun gangstétta og opinna svæða. Í stað einhæfra verkefna er áherslan á fjölbreytt verkefni sem gagnast mismunandi hópum borgarbúa. Ákveðið hefur verið að selja ekki eignir til að mæta kostnaði við þessar framkvæmdir heldur að taka fyrir þeim lán. Vakin er á því athygli að sú ráðstöfun hefur ekki áhrif á heildarskuldastöðu borgarsjóðs að loknu næsta 3ja ára tímabili, heldur er aðeins um flýtingu á þeirri lántöku að ræða.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins árétta, að um 90% af því fé, sem ætlað er til flýtiframkvæmda á vegum Reykjavíkurborgar er til mannvirkjagerðar, gatnagerðar og byggingaframkvæmda. Í bókun sinni kjósa fulltrúar R-listans að líta alfarið fram hjá því fé, sem ríkið ver til þróunarverkefna eða 700 mkr. Alrangt er í bókun R-listans, að um sé að ræða flýtingu starfa, sem konur sinna í miklum meirihluta.
Tillaga borgarstjóra um flýtingu framkvæmda og fjárframlög til skipulags- og atvinnuátaksverkefna samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Tillaga fjármálastjóra um breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2003 samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Fundi slitið kl. 14.25.
Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir Björn Bjarnason
Stefán Jón Hafstein Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson