Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2003, þriðjudaginn 11. febrúar, var haldinn 4779. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Anna Kristinsdóttir, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 31. janúar.
2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál.
3. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um deiliskipulag reits nr. 1.171.0, sem afmarkast af Laugavegi, Ingólfsstræti, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
4. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Heiðargerðisreits sem afmarkast af Miklubraut, Grensásvegi, Brekkugerði og lóð Hvassaleitisskóla. - Kl. 12.50 vék Björn Bjarnason af fundi og Hanna Birna Kristjánsdóttir tók þar sæti.
Málinu frestað.
5. Lagt fram bréf Péturs Gunnlaugssonar, hdl., frá 18. nóvember s.l. varðandi kaup á rekstri veitingastaðar og húsnæði að Laugavegi 45. Vísað til umsagnar borgarlögmanns.
- Kl. 13.00 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Guðlaugur Þór Þórðarson tók þar sæti.
6. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi reits nr. 1.182.0, sem afmarkast af Skólavörðustíg, Vegamótastíg, Gettisgötu og Klapparstíg. Jafnframt lagt fram bréf skipulagsfulltrúa frá 27. f.m. varðandi málið. Samþykkt.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um auglýsingu á breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna færslu Hringbrautar ásamt fylgiskjölum. Samþykkt.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m. um sölu byggingarréttar í Grafarholti og að eftirtöldum aðilum verði úthlutaður byggingarréttur sem hér segir:
Lóð fyrir fjölbýlishús: Þorláksgeisli 13-17 (stök nr.) Stafnar ehf., Hólmaslóð 4.
Lóðir fyrir raðhús: Þorláksgeisli 44-50 (jöfn nr.) Frjálsi Fjárfestingabankinn hf., Sóltúni 26. Þorláksgeisli 82-86 (jöfn nr.) Rimabær ehf., Laugavegi 103. Þorláksgeisli 88-92 (jöfn nr.) Rimabær ehf., Laugavegi 103.
Lóðir fyrir parhús: Þorláksgeisli 78-80 (jöfn nr.) Rimabær ehf., Laugavegi 103. Jónsgeisli 79-81 (stök nr.) Rimabær ehf., Laugavegi 103.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
9. Lagt fram endurrit úr dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1823/2002, varðandi uppsögn grunnskólakennara úr starfi.
10 Lagt fram að nýju bréf borgarlögmanns og borgarverkfræðings frá 4. þ.m. varðandi hótel og landnámsskála við Aðalstræti ásamt samningi við Innréttingarnar ehf. um uppbyggingu, dags. 31. f.m. Einnig lögð fram umsögn borgarminjavarðar frá 6. þ.m. um varðveislu fornleifa og húss nr. 16 við Aðalstræti.
- Kl. 13.55 tók Björn Bjarnason sæti á fundinum og Hanna Birna Kristjánsdóttir vék af fundi.
Borgarráð samþykkti erindið ásamt meðfylgjandi samningi með 4 samhljóða atkvæðum.
Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 15. nóvember 2001 lagði ég til að deiliskipulag suðausturhluta Grjótaþorps yrði endurskoðað með sérstöku tilliti til hinna einstöku fornminja á horni Aðalstrætis og Túngötu sem fundust við uppgröft á svæðinu í byrjun árs 2001. Tryggja þyrfti að varðveisla fornminjanna og aðgengi að þeim yrðu aðalatriði í skipulagningu og að ekki yrði þrengt að þeim vegna fyrri skipulagsáforma á svæðinu. Tillögu minni um endurskoðun deiliskipulagsins var vísað til skipulags- og byggingarnefndar og taldi ég þá að verið væri að drepa málinu á dreif og bjóða þeirri hættu heim að fornminjunum yrði ekki tryggð sú umgjörð sem hæfir þessari þjóðargersemi, en við norðurenda landnámsskálans hafa fundist elstu þekktu mannvistarleifar á Íslandi. Ég tel nú sem fyrr að það sé ekki við hæfi að koma landnámsbæ Reykjavíkur fyrir í kjallara hótels í eigu einkaaðila.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Sú tillaga sem nú liggur fyrir tryggir tvennt. Annars vegar glæsilega umgjörð um fornminjar sem fundust á horni Aðalstrætis og Túngötu, með inngangi frá horni þessara tveggja gatna. Horfið hefur verið frá hugmyndum um inngang frá Víkurkirkjugarði sem er bæði dýrari útfærsla og flóknari. Hins vegar tryggir þetta uppbyggingu hótels sem mun verða mikil lyftistöng fyrir miðborgina. Það er mat borgaryfirvalda að sú útfærsla sem nú liggur fyrir tryggi fornminjunum þá umgjörð sem þeim ber. Rekstur og umsýsla fornleifakjallara mun alfarið verða í umsjá Reykjavíkurborgar og hóteleigendur koma þar hvergi nærri, auk þess sem kjallarinn verður í eigu Reykjavíkurborgar.
11. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 10. þ.m. um fyrirkomulag tónlistarfræðslu, sbr. samþykkt fræðsluráðs frá 7. s.m.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Með tilvísan í 7. tillögu nefndar um fyrirkomulag tónlistarnáms, þess efnis að komið verði á skipulögðu samstarfi tónlistarskóla og grunnskóla, er lagt til að skipaður verði samráðshópur skólastjóra grunnskólanna og tónlistarskólanna í Reykjavík og þeim falið að koma með tillögur að slíku samstarfi. Þær verði síðan til umfjöllunar í fræðsluráði.
Stefán Jón Hafstein óskaði bókað:
Fyrirhuguð er stefnumótun í fræðsluráði um tónlistaruppeldi í grunnskólum og eðlilegt að haft sé samráð við alla hlutaðeigendur.
Frestað.
- Kl. 14.20 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum og Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi.
12. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 10. þ.m. varðandi erindi ÁTVR frá 27. desember s.l. um endurnýjun leyfis til reksturs áfengisútsölu að Spönginni 31. Samþykkt.
13. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 29. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Smiðshöfða 19, sbr. einnig bréf verkfræðistofu umhverfis- og tæknisviðs, dags. í dag. Samþykkt með tilvísun í umsögn verkfræðistofu með því skilyrði að bílastæðum með aðkomu frá Stórhöfða verði fækkað um helming, en heildarfjöldi stæða má vera óbreyttur. Miðað er við að ekki verði gegnumakstur gegnum lóðina milli Stórhöfða og Smiðshöfða.
14. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 27 f.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 23. s.m. um viðbót við menningarstefnu Reykjavíkurborgar. Samþykkt.
15. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 10. þ.m. um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis. Borgarráð samþykkir umsögnina.
16. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur s.f. frá 9. f.m. ásamt samningi um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á hlut Garðabæjar í Orkuveitunni, dags. 28. nóvember 2002. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns um málið, dags. 13. þ.m. Samþykkt.
Fundi slitið kl. 14.45.
Alfreð Þorsteinsson
Anna Kristinsdóttir Björn Bjarnason
Stefán Jón Hafstein Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson