Borgarráð - Fundur nr. 4776

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 28. janúar, var haldinn 4776. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Einnig sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir Bláfjallanefndar frá 3. desember og 14. janúar.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 10. janúar.

3. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Innkaupastofnunar frá 23., 27. og 28. janúar.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 20. þ.m., sbr. samþykkt borgarstjórnar 16. s.m. um að Steinunn Valdís Óskarsdóttir taki sæti í borgarráði í stað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur frá og með 1. febrúar og að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði varamaður frá og með sama tíma.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 24. þ.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 23. s.m. þar sem lagt er til að hreinsunardeildin heiti hér eftir Sorphirða og dýraeftirlit. Samþykkt.

7. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að eftirtaldir aðilar verði kosnir í Innkauparáð til júní n.k.:

Hrólfur Ölvisson, formaður Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson Til vara: Guðmundur Lúther Loftsson Steinunn Harðardóttir Benedikt Geirsson

8. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að eftirtaldir aðilar verði kosnir í stjórn Fasteignastofu til loka kjörtímabilsins:

Björk Vilhelmsdóttir, formaður Helgi Hjörvar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Til vara: Stefán Jón Hafstein Jóhannes Sigursveinsson Hanna Birna Kristjánsdóttir

Jafnframt samþykkt að vísa samþykkt fyrir stjórn Fasteignastofu, samþykktri í borgarráði 19. nóvember 2002, til staðfestingar í borgarstjórn.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 2. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 28. nóvember, um gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit í Reykjavík. Jafnframt lögð fram umsögn hollustuháttaráðs um gjaldskrána, dags. 23. þ.m., sbr. bréf forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 27. s.m. Borgarráð samþykkir gjaldskrána með 4 samhljóða atkvæðum.

10. Lagt fram bréf borgarritara f.h. starfshóps lögfræðinga Reykjavíkurborgar, dags. 27. þ.m. ásamt drögum að reglum um endurupptöku mála innan stjórnkerfis borgarinnar, dags. 15. þ.m. Samþykkt.

- Kl. 12.35 tók Alfreð Þorsteinsson sæti á fundinum.

11. Lagt fram bréf verkefnisstjóra undirbúningshóps ljósmyndasýningarinnar “Jörðin séð frá himni”, dags. í dag, þar sem óskað er eftir 2.000 þús.kr. fjárframlagi til sýningarinnar, sem fyrirhugað er að setja upp á sumri komanda. Samþykkt.

12. Lagt fram að nýju bréf jafnréttisráðgjafa frá 8. þ.m., sbr. samþykkt jafnréttisnefndar 6. s.m., ásamt tillögu að nýrri jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar, ódags. Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:

Vegna jafnréttissefnu Reykjavíkurborgar vilja borgarráðsfulltrúar sjálfstæðismanna árétta þau sjónarmið, sem sjálfstæðismenn í jafnréttisnefnd kynntu og bókuðu. Við framkvæmd stefnunnar ber að hafa ákvæði jafnréttislaga að leiðarljósi, svo að tryggt sé að ekki sé brotið á þeim sem hlut eiga að máli og skal í því sambandi sérstaklega vísað til liða 2.2.2. og 2.2.3. í stefnunni.

13. Lagt fram bréf menningarmálastjóra f.h. starfshóps um undirbúning heildarskráningar á myndskreytingum í byggingum Reykjavíkurborgar frá 27. þ.m. ásamt drögum að reglum um nýskráningu og eftirlit með föstum myndskreytingum í byggingum borgarinnar og fylgiskjölum. Borgarráð samþykkir drög að reglum og vísar málinu til menningarmálanefndar.

14. Lagt fram bréf Margrétar S. Björnsdóttur frá 16. þ.m., þar sem hún óskar lausnar frá störfum í skólanefnd Borgarholtsskóla. Samþykkt að tilnefna Einar Má Guðmundsson í hennar stað.

15. Lögð fram skýrsla Eddu Jónsdóttur og Andreu Róbertsdóttur “Vdagur – ofbeldið burt”, ódags., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til verkefnisins. Samþykkt að veita fjárstuðning að fjárhæð kr. 200 þúsund.

16. Lagt fram bréf Hrafns Jökulssonar f.h. Skákfélagsins Hróksins frá 24. þ.m., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við alþjóðlegt skákmót sem fram fer á Kjarvalsstöðum í næsta mánuði. Samþykkt að veita kr. 2.600 þúsund, af kostnaðarstað ófyrirséð, sem komi í stað rekstrarstyrks til félagsins sem sótt hefur verið um.

17. Lagt fram bréf Hannesar Guðmundssonar f.h. Frumafls h.f. frá 22. þ.m. þar sem sótt er um lóð við Sóltún 4 til að byggja sérhannaða byggingu með þarfir aldraða í huga. Vísað til athugunar skipulags- og byggingarsviðs og borgarverkfræðings.

18. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 23. þ.m. um þátttöku Reykjavíkurborgar í samstarfsverkefnum um þróun rafræns lýðræðis innan sjötta rammaáætlunar Evrópusambandsins.

- Kl. 13.25 vék Ólafur F. Magnússon af fundi.

19. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar, dags. í dag, um ytri endurskoðun Reykjavíkurborgar, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Grant&Thornton ehf., sem átti næstlægsta tilboð. Jafnframt lagt fram bréf Deloitte og Touche hf., dags. í dag, þar sem tillögu stjórnar Innkaupastofnunar er mótmælt. Vísað til borgarstjórnar.

20. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra um þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar, ásamt greinargerð, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. þ.m. Samþykkt.

21. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 16. þ.m. um frumvarp til breytinga á lögum um almannavarnir, lögreglulögum, lögum um viðlagatryggingu Íslands, lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og lögum um fjarskipti. Borgarráð samþykkir umsögnina.

22. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggignarsviðs frá 24. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 23. s.m. um auglýsingu deiliskipulags að Frostaskjóli 2-6. Samþykkt.

23. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu um húsnæðismál framhaldsskólanna í Reykjavík:

Að undanförnu hafa farið fram viðræður milli borgarstjórans í Reykjavík og menntamálaráðherra um húsnæðismál framhaldsskólanna í Reykjavík. Af þessu tilefni fékk borgarstjóri ráðgjafafyrirtækið Nýsi til að vinna tillögur, sem kynntar hafa verið í borgarráði, um stefnumörkun Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum framhalds-skólanna. Í framhaldi af þessu er lagt til að borgarráð samþykki eftirfarandi:

1. Teknar verði upp viðræður við menntamálaráðuneytið og Kópavogsbæ um byggingu nýs framhaldsskóla í Suður – Mjódd.

2. Óskað verði eftir því við menntamálaráðherra að skipaður verði vinnuhópur fulltrúa ríkisins og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál þeirra framhaldsskóla sem starfræktir eru í Reykjavík. Hlutverk vinnuhópsins verði m.a. að yfirfara þær tillögur sem fram eru settar í skýrslu Nýsis og gera tillögur að forgangsröð framkvæmda. Þá áætli hópurinn kostnað við hvert verkefni og geri tillögur um fjármögnun þeirra. Vinnuhópurinn starfi ennfremur sem byggingarnefnd þeirra framkvæmda sem aðilar verða sammála um að ráðast í. Vinnuhópurinn skoði eftirfarandi sérstaklega:

· Tillögur að stækkun Menntaskólans við Sund á lóð skólans og stækkun Vogaskóla sem er á sömu lóð og beri saman við tillögur um flutning MS á lóð í Laugardal. · Tillögur að uppbyggingu á lóð Menntaskólans í Reykjavík. Við það verði miðað að ríkið annist alfarið þann þátt sem lýtur að viðhaldsverkefnum en gert verði samkomulag milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um stofnkostnað vegna nýframkvæmda. · Húsnæðismál Iðnskólans í Reykjavík og framtíðarnotkun húsnæðisins. Meðal annars verði kannað hvort hagkvæmt kunni að vera að nýta húsnæðið fyrir aðra framhaldsskólastarfsemi og byggja þá nýjan iðnskóla. Lausnir miðist við að Reykjavíkurborg taki aftur við Vörðuskóla og hann verði nýttur af Austurbæjarskóla. · Hvort hagkvæmt sé að stækka Menntaskólann við Ármúla, Menntaskólann við Hamrahlíð og Fjölbrautarskólann í Breiðholti með það í huga að fjölga þar nemendarýmum. · Staðsetningu nýs framhaldsskóla í Reykjavík sem byggður verði þegar byggingu framhaldsskólans í Suður – Mjódd er lokið. · Húsnæðismál Kvennaskólans í Reykjavík verði til sérstakrar skoðunar hjá vinnuhópnum í tengslum við útfærslu þeirra liða sem nefndir hafa verið.

Greinargerð fylgir tillögunni. Frestað.

24. Lögð fram orðsending forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 27. þ.m. ásamt skrá yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsrétti skv. lögum nr. 94/1986. Samþykkt.

25. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar varðandi fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. þ.m.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 27. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum aðilum verði úthlutaður byggingarréttur sem hér segir:

Lóðir fyrir fjölbýlishús: Kristnibraut 95-97 (stök númer) Frjálsi Fjárfestingabankinn hf. Þórðarsveigur 11-21 (stök númer) Sveinbjörn Sigurðsson, Hvassaleiti 66

Lóðir fyrir raðhús: Þorláksgeisli 56-60 (jöfn númer) Pálmar Guðmundsson, Bleikjukvísl 12 Þorláksgeisli 62-66 (jöfn númer) Sveinbjörn Sigurðsson ehf. Biskupsgata 1-9 (stök númer) Sveinbjörn Sigurðsson ehf.

Lóðir fyrir parhús: Þorláksgeisli 52-54 (jöfn númer) Pálmar Guðmundsson, Bleikjukvísl 12 Þorláksgeisli 74-76 (jöfn númer) Byggingarfélagið Bogi ehf. Þorláksgeisli 94-96 (jöfn númer) Arnar Már H. Guðmundsson, Ármúla 32 og Karen Jósefs Tómasdóttir, Vallarhúsum 57

Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m. þar sem lagt er til að heimilað verði að gera leigusamning við Landsíma Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur um lóðina nr. 5-5a við Prestastíg. Samþykkt.

28. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 20. s.m. varðandi stöðubann við Þingholtsstræti. Samþykkt.

29. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 20 s.m. um stöðubann við Vitastíg. Samþykkt.

30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag., ásamt reglum um greiðslur til lista og framboða sem fulltrúa eiga í borgarstjórn. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Í lok fundar þakkaði borgarstjóri fyrir samstarfið í borgarráði, en hún lætur af störfum sem formaður borgarráðs og borgarstjóri 1. febrúar n.k. Árni Þór Sigurðsson og Björn Bjarnason fluttu borgarstjóra þakkir.

Fundi slitið kl. 14.20.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason
Árni Þór Sigurðsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein Hanna Birna Kristjánsdóttir