Borgarráð - Fundur nr. 4775

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 21. janúar var haldinn 4775. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.28. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um lögreglumálefni frá 17. janúar.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Skipulagssjóðs frá 8. janúar.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 16. janúar.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 25. október.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 6. janúar.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi vegna Borgartúns 34-36. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um deiliskipulag íþróttasvæðis Fylkis í Elliðaárdal. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 15. s.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Ingólfsstræti. Samþykkt.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu deiliskipulags fyrir Suðurgötukirkjugarð. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi fyrir Kristnibraut 61-101. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Lindargötu 60. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu deiliskipulags fyrir reit 1.182.0, sem afmarkast af Skólavörðustíg, Vegamótastíg, Grettisgötu og Klapparstíg. Frestað.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 15 s.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 19 við Skúlagötu. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 15. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi í Skuggahverfi, nyrðri hluta. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. f.m. um auglýsingu deiliskipulags vegna hitaveitugeyma á Reynisvatnsheiði. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 9. þ.m., sbr. bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 10. s.m. Samþykkt.

18. Lögð fram drög að samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Péturs Arasonar, ódags., um rekstur alþjóðlegs samtímalistasafns í Reykjavík. Jafnframt lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. í dag, um tilfærslu fjárveitinga að fjárhæð 20 mkr. Tilfærsla fjárveitinga samþykkt. Borgarráð samþykkir samstarfssamninginn fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að frekari styrkir náist til safnsins sem dragist þá frá framlagi Reykjavíkurborgar.

19. Lagt fram að nýju bréf jafnréttisráðgjafa frá 8. þ.m., sbr. samþykkt jafnréttisnefndar 6. s.m., ásamt tillögu að nýrri jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar, ódags.

- Kl. 13.15 tók Ólafur Kr. Hjörleifsson við fundarritun af Gunnari Eydal. - Kl. 13.23 vék Stefán Jón Hafstein af fundi og Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók þar sæti.

Frestað.

20. Lagt fram erindi borgarstjóra, ódags., um gerð þjónustusamnings við Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands um rekstur Alþjóðahússins og meðferð stofnframlags Reykjavíkurborgar í Alþjóðahúsinu ehf. Jafnframt lögð fram drög að þjónustusamningi, dags. í janúar 2003, ásamt greinargerð. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

21. Lögð fram að nýju skýrsla Nýsis ehf., dags. í janúar 2003, varðandi tillögur að stefnumörkun Reykjavíkurborgar í byggingamálum framhaldsskóla.

22. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 28. nóvember s.l., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 27. s.m. um auglýsingu breytingar á deiliskipulagi reits 1.182.1, Ölgerðarreits, milli Grettisgötu, Njálsgötu og Frakkastígs. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns um lögformlega stöðu málsins, sbr. 13. liður fundargerðar borgarráðs 7. þ.m. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi.

23. Lögð fram þriggja ára áætlun Sorpu bs. fyrir árin 2004-2006, ódags., ásamt bréfi framkvæmdastjóra frá 3. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar byggðasamlagsins 19. f.m.

24. Lagðar fram umsagnir félagsmálaráðs frá 8. þ.m., sbr. bréf félagsmálastjóra frá 9. og 10. þ.m., um umsóknir eftirtalinna aðila um leyfi til reksturs knattborða og leiktækja: Kasper ehf. vegna Champions Cafe, Stórhöfða 17 Kolumbia ehf. vegna Fosters Sport Bar, Jafnaseli 6 Gaukur á Stöng ehf. vegna Gauks á Stöng, Tryggvagötu 22 E. Buenaventura ehf. vegna Péturs Pöbb, Höfðabakka 1 Snóker og Poolstofan ehf. vegna Snóker og Poolstofunnar, Lágmúla 5 Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

25. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 20. þ.m. varðandi umsóknir eftirtalinna aðila um leyfi til áfengisveitinga, ásamt fylgigögnum: Hereford Steikhús ehf. vegna Hereford Steikhúss, Laugavegi 53b Nasaveitingar ehf. vegna Nasa, Thorvaldsenstræti 2 Thailenska eldhúsið ehf. vegna Thailenska eldhússins, Tryggvagötu 14

- Kl. 14.40 vék Steinunn Valdís Óskarsdóttir af fundi og Dagur B. Eggertsson tók þar sæti.

Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

26. Lagðar fram niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla, dags. í desember 2002, ásamt bréfi menntamálaráðuneytis frá 8. þ.m. Vísað til fræðsluráðs.

27. Lagt fram erindi Einars Guðjónssonar þar sem hann, f.h. hönd Tinnu Jóhannsdóttur, kærir álagningu gatnagerðargjalds vegna stækkunar hússins að Bjargarstíg 14. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 20. þ.m. um málið. Umsögn borgarlögmanns samþykkt og er kæran því ekki tekin fyrir.

28. Lagt fram erindi Vöruhótelsins ehf. frá 16. f.m. þar sem óskað er eftir samþykki á rekstri frísvæðis að Sundabakka 2-4. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns um erindið, dags. 6. þ.m. Umsögn borgarlögmanns samþykkt og samþykkir því borgarráð rekstur frísvæðisins fyrir sitt leyti.

29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að fela borgarverkfræðingi og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur að taka saman upplýsingar um framkvæmdir sem hægt er að flýta á þessu ári og fyrri hluta næsta árs, s.s. skólabyggingar, íþróttamannvirki, gatnaframkvæmdir og orku-framkvæmdir. Jafnframt samþykkir borgarráð að fela borgarstjóra að óska eftir viðræðum við ríkisstjórnina um þær framkvæmdir á vegum ríkisins sem hægt er að flýta.

Greinargerð fylgir tillögunni. Samþykkt.

30. Lagt fram bréf forstjóra Landsvirkjunar frá 15. þ.m. varðandi stýringu áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs. Samþykkt.

31. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m. varðandi lóð Langholtskirkju. Samþykkt.

32. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að útfærðar verði hugmyndir um þjónustumiðstöðvar sem stofnaðar verði og starfræktar í borgarhlutum eða hverfum borgarinnar, sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar frá 14. janúar s.l. Tillögur verði mótaðar á vettvangi stjórnkerfisnefndar að höfðu samráði við viðkomandi fagnefndir. Tillögur verði jafnframt teknar til umfjöllunar á vettvangi hverfaráða áður en þær verða lagðar fyrir borgarráð til staðfestingar.

33. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar ráðningar tveggja sérfræðinga til starfa hjá Innkaupastofnun:

1. Samkvæmt auglýsingu í Morgunblaðinu 19. janúar s.l. hefur forstjóri Innkaupastofnunar ákveðið að auglýsa eftir tveimur sérfræðingum til starfa hjá Innkaupastofnun. Þessar fyrirhuguðu ráðningar voru ekki kynntar fyrir stjórn Innkaupastofnunar. Í auglýsingunni er tilgreind ítarleg starfslýsing þessara tveggja nýju starfa. Það vekur athygli að í starfslýsingunni er ekki krafist reynslu af opinberum innkaupum. Hefði ekki verið eðlilegt að kynna þessi áform fyrir stjórn Innkaupastofnunar, ekki síst starfslýsingu sérfræðinganna, sem kallar á margar spurningar? 2. Stendur til að segja upp á þessu ári einhverjum af núverandi starfsmönnum Innkaupastofnunar? 3. Hver eru áætluð heildarlaun og launatengd gjöld núverandi starfsmanna Innkaupastofnunar að viðbættum launakostnaði fyrrverandi forstjóra Innkaupastofnunar á árinu 2003? Fjöldi starfsmanna og stöðuheiti óskast tilgreind. Hver eru áætluð heildarlaun og launatengd gjöld þeirra tveggja sérfræðinga, sem auglýst er eftir í Morgunblaðinu 19. janúar s.l.? Verður launakostnaður og launatengd gjöld á árinu 2003 í samræmi við fjárhagsáætlun Innkaupastofnunar, eins og hún var samþykkt í Borgarstjórn Reykjavíkur í desember s.l.? 4. Hefði ekki verið eðlilegt í ljósi nýrra samþykkta fyrir Innkauparáð Reykjavíkurborgar, þar sem segir í 2. gr. að Innkauparáð móti stefnu í innkaupamálum Reykjavíkurborgar, að hafa samráð við nýtt Innkaupa-ráð um ráðningu fyrrgreindra sérfræðinga?

- Kl. 15.03 Véku Alfreð Þorsteinsson, Björn Bjarnason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.

34. Afgreidd 59 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 15.26.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Björk Vilhelmsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Dagur B. Eggertsson