Borgarráð - Fundur nr. 4772

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 17. desember, var haldinn 4772. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.40. Viðstaddir voru, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 12. desember.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Skipulagssjóðs frá 11. desember.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29. nóvember.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 18 mál.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um breytt deiliskipulag að Aðalstræti 4. Samþykkt.

7. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 27. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.182.1, Ölgerðarreits, milli Grettisgötu, Njálsgötu og Frakkastígs. Frestað.

- Kl. 14.10 tók borgarstjóri sæti á fundinum og Dagur B. Eggertsson vék af fundi.

8. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 9. þ.m. varðandi matsskyldu Vatnsendavegar, tengibrautar í Vatnsendahverfi í Kópavogi.

9. Lagt fram bréf formanns framtalsnefndar frá 10. þ.m., sbr. samþykkt nefndarinnar um lækkun eða niðurfellingu á fasteignasköttum og holræsagjaldi tekju- og eignalítilla elli- og örorkulífeyrisþega og verklagsreglu í því sambandi. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 16. þ.m. ásamt ársskýrslu fræðslumála í Reykjavík fyrir árið 2001.

11. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 16. þ.m. varðandi umsókn Spjátrungs ehf. um leyfi til áfengisveitinga fyrir Ölstofu Kormáks og Skjaldar, Vegamótastíg 4, ásamt fylgigögnum. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar frá 13. þ.m. um hlutfall endurgreiðslu borgarsjóðs á lífeyrisútgjöldum. Jafnframt lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. í dag, um málsmeðferð. Borgarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra.

13. Lagt fram bréf skrifstofu menningarmála frá 12. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar s.d. varðandi leigusamning um rekstur Iðnó. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf jafnréttisráðgjafa frá 5. þ.m., þar sem tilkynnt er um brottflutning Helgu B. Ragnarsdóttur, varamanns í jafnréttisnefnd. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Drífa Snædal taki sæti varamanns í jafnréttisnefnd í hennar stað.

15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu frá 12. þ.m. ásamt rekstraráætlun Sorpu fyrir árið 2003.

16. Lagt fram bréf borgarendurskoðanda frá 6. þ.m. ásamt endurskoðuðu rekstraryfirliti um Reykjavík menningarborg Evrópu 2000.

17. Lagður fram 23. liður fundargerðar borgarráðs frá 10. desember, tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um verkefni Borgarendurskoðunar, álitsgerð prófessors Viðars Más Matthíassonar og bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Jafnframt lögð fram greinargerð og tillögur starfshóps um undirbúning breytinga á endurskoðun hjá Reykjavíkurborg.

Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra og forseta borgarstjórnar:

Lagt er til að Borgarendurskoðun verði lögð niður frá 28. febrúar 2003 að telja. Jafnhliða taki til starfa ný deild, innri endurskoðunardeild, sem í skipuriti verði beint undir borgarstjóra. Öllum starfsmönnum Borgarendurskoðunar verði sagt upp með umsömdum uppsagnarfresti miðað við 1. janúar 2003. Störf í hinni nýju innri endurskoðunardeild verði auglýst laus til umsóknar miðað við að starfsemi hefjist 1. mars 2003.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Einnig lögð fram álitsgerð borgarlögmanns um Borgarendurskoðun frá 16. þ.m., sbr. bréf Björns Bjarnasonar frá 10. s.m.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson óskar umsagnar borgarlögmanns um eftirfarandi mál:

Telur borgarlögmaður, með vísan til samþykktar borgarstjórnar 18. apríl s.l. að málefnalegar ástæður séu til uppsagnar starfsmanna Borgarendurskoðunar og niðurlagningar deildarinnar og hvort meðalhófsreglunnar hafi verið gætt.

17. lið vísað til borgarstjórnar.

18. Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Í tilefni fundar borgarráðsmanna með stjórnendum Landsvirkjunar í morgun, þar sem fram komu grundvallarupplýsingar um kostnað og arðsemi Kárahnjúkavirkjunar vil ég árétta þá skoðun mína, að Reykjavíkurborg eigi ekki að taka þátt í þessari framkvæmd af fjárhagslegum ástæðum, auk umhverfisáhrifa virkjunarinnar. Ég tel því brýnt að eigendanefnd Landsvirkjunar um mat á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og fjárhagslegum skuldbindingum eigenda skili áliti sínu hið allra fyrsta, þannig að Reykjavíkurborg geti tekið rökstudda ákvörðun um það, hvort hún hverfi frá þátttöku í Kárahnjúkavirkjun.

19. Lögð fram tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun fræðslumála 2002 vegna reksturs og lausafjárkaupa. Um er að ræða tilfærslur til skólanna úr miðlægum pottum Samþykkt.

20. Svohljóðandi tillögu vísað til borgarstjórnar:

Á árinu 2003 skal hlutfall fasteignaskatts skv. a-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 vera 0.32%.

21. Lagður fram 21. liður fundargerðar borgarráðs frá 10. þ.m., bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 9. s.m. um fjárhæðir sem útaf standa við gerð fjárhagsáætlunar 2003. Jafnframt lagt fram bréf fulltrúa í samráðsnefnd Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur frá 13. þ.m. um viðbótarfjárveitingu vegna leiklistarstarfsemi í Borgarleikhúsi.

Borgarráð gerir ekki tillögur um aðrar breytingar við frumvarp að fjárhagsáætlun en fram koma í 22. lið þessarar fundargerðar.

22. Breytingatillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun 2003. Samþykkt að vísa svofelldum breytingatillögum við frumvarp að fjárhagsáætlun til borgarstjórnar.

Skipulags- og byggingarsvið

Breyting Yfirstjórn í stað 118.725 komi 125.125 6.400

Umhverfis- og heilbrigðisstofa

Garðyrkjudeild í stað 338.060 komi 358.060 20.000 Stórborgarráðstefna í stað 0 komi 5.000 5.000

Menningarmál

Leikfélag Reykjavíkur í stað 206.630 komi 231.630 25.000 Sjóminjasafn í stað 0 komi 5.000 5.000

Fræðslumál

Tónlistaskólar í stað 591.000 komi 613.700 22.700

Æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamál

Frístundaheimili í stað 0 komi 60.000 60.000

Félagsþjónustan

Fjárhagsaðstoð í stað 777.000 komi 810.000 33.000 Húsaleigubætur í stað 165.000 komi 229.500 64.500 Mismunur á leigu í stað 349.707 komi 387.707 38.000 Fjárhagsaðstoð – aukin þjónusta við börn í stað 810.000 komi 825.000 15.000 Helgar- og næturþjónusta

13.600 Félagsstarf aldraðra í stað 241.304 komi 251.304 10.000

Miðgarður

Fjárhagsaðstoð í stað 84.310 komi 101.310 17.000

Önnur útgjöld

Ófyrirséð í stað 105.040 komi 202.540 97.500 Styrkir til framhaldsskóla í stað 0 komi 5.000 5.000

Framlög

Framlag til Strætó bs. í stað 835.000 komi 857.000 22.000 Framlag til ferðaþjónustu fatlaðra í stað 124.600 komi 144.600 20.000

Eignabreytingar

Landskerfi bókasafna í stað 0 komi 10.300 10.300 Hlutafjárframlag til Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf.

í stað

0

komi

30.000

30.000

FASTEIGNASTOFA

Fellaskóli, listasmiðja í stað 10.000 komi 0 -10.000 Heilsugæslustöðvar í stað 10.000 komi 0 -10.000

EIGNASJÓÐUR GATNA

Gatnagerðargjöld í stað 970.000 komi 1.080.000 -110.000

BORGARSJÓÐUR

Breyting inneignar/skuldar við borgarfyrirtæki

í stað

-401.278

komi

-11.278

-390.000

TILFÆRSLUR INNAN AÐALSJÓÐS

ÍTR í stað 1.647.499 komi 1.640.299 -7.200 Fræðslumiðstöð í stað 8.329.224 komi 8.322.230 -6.994 Vesturgarður – Leikskólar í stað 2.900 komi 0 -2.900 Vesturgarður – Félagsþjónustan í stað 35.190 komi 49.684 14.494 Miðgarður – óbundnir liðir í stað 146.660 komi 149.260 2.600

Átak í atvinnumálum í stað 16.800 komi 0 -16.800 Miðgarður – óbundnir liðir í stað 149.260 komi 152.760 3.500 Borgarhluti I í stað 81.630 komi 85.033 3.403 Borgarhluti II í stað 89.878 komi 92.177 2.299 Borgarhluti I í stað 83.349 komi 85.647 2.298 Atvinnumál ÍTR í stað 0 komi 5.300 5.300

Menningarnótt í stað 3.400 komi 0 -3.400 Höfuðborgarstofa í stað 78.800 komi 82.200 3.400

Jafnframt voru lögð fram yfirlit yfir breytingar á fjárhagsáætlunum ÍTR, fræðslumála, byggingaframkvæmdum og gatnaframkvæmdum ásamt tillögu að skiptingu á lausafjárpotti.

23. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi tillögu varðandi Félagsþjónustuna:

Áformum í starfsáætlun Félagsþjónustunnar þess efnis að breyta áherslum í félagsstarfi aldraðra verði frestað en þess í stað verði á næstu mánuðum unnið í nánu samstarfi við starfsmenn og notendur miðstöðvanna að því að þróa starfið þannig að það höfði til stærri hóps en áður. Lögð verði áhersla á að þeir sem sækja starfið hverju sinni geti mótað það að þörfum sínum. Haft verði að leiðarljósi að ná fram hagræðingu í rekstrinum og að áherslur og tilboð á frístundaiðju verði mismunandi eftir miðstöðvum. Þannig má tryggja að fjölbreytnin verði sem mest, t.d. áhersla á félagslega samveru og klúbbastarf á einum stað, sértæka kennslu og listsköpun á öðrum, dans og íþróttir á þeim þriðja o.s.frv. Lagt er til að veitt verði 10 mkr. framlag úr borgarsjóði til að mæta þessari tillögu.

Greinargerð fylgir tillögunni. Vísað til borgarstjórnar.

24. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2003; B-hluti.

25. Afgreidd 27 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 17.00.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason
Árni Þór Sigurðsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson