Borgarráð - Fundur nr. 4770

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 3. desember, var haldinn 4770. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð Bláfjallanefndar frá 29. október.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Austurbæjar-suður frá 5. nóvember.

3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 25. nóvember.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 28. nóvember.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 20 mál.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 27. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits nr. 1.172.2, sem markast af Laugavegi, Frakkastíg, Grettisgötu og Klapparstíg. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 27. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits nr. 1.182.1, Ölgerðarreits. Frestað.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 27. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits nr. 1.180.2, sem markast af Hallveigarstíg, Bergstaðastræti, Spítalastíg og Ingólfsstræti. Samþykkt.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 27. s.m. um breytingu á deiliskipulagi vegna Aðalstrætis 2. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf fræðslustjóra og forstöðumanns Fasteignastofu frá 2. þ.m. ásamt sögu einsetningar grunnskóla Reykjavíkur árin 1994-2002.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 28. f.m., þar sem lagt er til að Þór Inga Daníelssyni, Lækjarbotnalandi 53d, Kópavogi, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 7 við Jörfagrund. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 2. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar s.d. um biðskyldu við Barðastaði og Bakkastaði. Samþykkt.

13. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. f.m. um erindi Sveins Andra Sveinssonar, hrl., frá 11. f.m. varðandi Hverfisgötu 72 og aðkeyrslu að lóðum nr. 53B og 55 við Laugaveg. 14. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 27. f.m. um erindi Laugabóls ehf. frá 1. s.m. varðandi kostnað vegna framkvæmda við akreinar og bílastæði við Suðurlandsbraut á milli Hallarmúla og Vegmúla. Borgarráð samþykkir umsögnina og er því fallist á þátttöku í kostnaði vegna framkvæmda.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 2. þ.m., ásamt umsögn félagsmálaráðs frá 27. f.m. varðandi umsókn Keiluhallarinnar um rekstur leiktækja og knattborða, sbr. bréf lögreglustjóra frá 1. október. Borgarráð samþykkir umsögnina og er því mælt með leyfisveitingu.

16. Lagðar fram tillögur framtalsnefndar um viðmiðunartölur vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2003. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í framtalsnefnd.

17. Lögð fram samþykkt borgarráðs um skipun nefndar um hvernig draga megi úr útgjöldum borgarinnar og ná fram varanlegri hagræðingu og sparnaði í rekstri og stofnkostnaði, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. f.m.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að komið sé á fót sparnaðarnefnd vegna útgjaldaþenslu hjá Reykjavíkurborg. Þenslan er á ábyrgð R-listans og er eðlilegt að fulltrúar hans geri einnig tillögur um breytingar til sparnaðar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins móta eigin stefnu varðandi sparnað og útgjöld Reykjavíkurborgar.

Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að tilnefna Árna Þór Sigurðsson, Stefán Jón Hafstein og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í nefndina.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Þessi afstaða sjálfstæðismanna endurspeglar það ábyrgðarleysi sem einkennir störf þeirra í Borgarstjórn Reykjavíkur. Tillögur þeirra fela ýmist í sér skerðingu á tekjum borgarsjóðs eða aukin útgjöld og hverskyns sparnaðartillögur mæta andstöðu þeirra. Í stað þess að sýna þá ábyrgð sem þeim ber í fjölskipuðu stjórnvaldi velja þeir auðveldustu leiðina út og segja sig frá áhrifum á þann útgjaldaramma sem stofnunum borgarinnar verður markaður fyrir árið 2004. Mun óhætt að fullyrða að slík vinnubrögð séu fáheyrð í öðrum sveitarstjórnum og raunar líka í Borgarstjórn Reykjavíkur þar sem minnihlutinn hefur hingað til tekið þátt í slíkri vinnu.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Í tilefni af þessari bókun vilja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins enn árétta að R-listinn er ábyrgur fyrir útgjaldaþenslu og skuldasöfnun Reykjavíkurborgar. R-listinn hefur haft að engu allar tillögur sjálfstæðismanna um umbætur og fjármálastjórn auk tillagna um lækkun skatta á borgarana.

18. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð beinir því til umhverfis- og heilbrigðisnefndar að hún skipi, í samráði við Orkuveitu Reykjavíkur, ráðgjafahóp um málefni Elliðaánna og viðkomu laxastofnsins þar. Ráðgjafahópurinn verði skipaður þremur fulltrúum, einum frá Veiðimálastofnun, einum frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur og einum fulltrúa umhverfis- og heilbrigðisnefndar. Hann starfi allt árið og skili umhverfis- og heilbrigðisnefnd reglulega skýrslu um störf sín.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að yfirstjórn Elliðaáa færist frá Orkuveitu Reykjavíkur yfir á sérstaka þriggja manna stjórn, skipaða af borgarráði, sem hafi það markmið að sjá um verndun og viðhald ánna og nánasta umhverfis. Stjórnkerfisnefnd verði falið að gera tillögu að samþykktum fyrir stjórnina.

Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks felld með 4 atkv. gegn 3. Tillaga borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans samþykkt með 4 samhlj. atkv.

19. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi kostnað við nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. nóvember.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi breytingatillögu:

Tillagan hljóði svo: Borgarráð Reykjavíkur beinir því til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að hún láti gera úttekt á byggingarkostnaði nýrra höfuðstöðva fyrirtækisins og skili skýrslu um málið til borgarráðs. Það verði m.a. skoðað hvernig áætlanir hafa staðist og hver kostnaður er á fermetra í samanburði við aðrar byggingar sem reistar hafa verið til svipaðra nota s.s. Ráðhúsið, nýbyggðan þjónustuskála Alþingis, náttúrufræðahús og hús Íslenskrar erfðagreiningar.

Breytingartillagan samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka það sjónarmið að eðlilegt sé að borgarráð ákveði hverjir skuli gera úttekt á því fyrir hönd Reykjavíkurborgar hver er kostnaður vegna höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur og flutnings þangað. Tryggja verður með hlutlægum hætti að upplýsingar um öll fjárútlát vegna hinna nýju höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur liggi fyrir með skýrum og ótvíræðum hætti.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Gefið hefur verið í skyn af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins að byggingarkostnaður við nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur sé óeðlilega hár. Sjálfstæðismenn hljóta að fagna því að samanburður sé gerður á byggingarkostnaði höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur og sambærilegra bygginga til að leiða í ljós hvort kostnaður við þær sé eitthvað hærri en gengur og gerist. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans treysta fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fullkomlega til þess að fela óháðum aðila að gera úttekt á þessum málum.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 2. þ.m. varðandi breytingu á samningi við Laugahús ehf. vegna heilsumiðstöðvar í Laugardal. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

21. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum 28. maí sl. að heimila frá og með haustönn 2002 nýtingu á ákvæði greinar 1.3.6 í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Félags tónlistarskólakennara. Í þessu fólst heimild til að hækka laun tónlistarskólakennara um 4 launaflokka gegn aukningu á kennsluskyldu þeirra án þess að auka kennslumagn skólanna. Kostnaðaraukinn af þessu var talinn nema 5.2 mkr. á haustönn þegar aukin kennsluskylda hafði verið metin á móti til lækkunar. Borgarráð samþykkti jafnframt 28. maí sl. framlag sem nam þeirri hækkun. Ekki liggur enn ljóst fyrir hve margir tónlistarskólar hafa nýtt sér heimildarákvæði tilvísaðrar greinar kjarasamningsins. Lagt er til að borgarráð samþykki allt að 12 mkr. viðbótarfjárveitingu til þess að mæta þeim kostnaðarauka sem rekja má til þess að tónlistarskólar hafi í tengslum við þessar breytingar jafnframt aukið heildarkennslumagn skólanna. Við framkvæmd á þessari samþykkt borgarráðs verður Fræðslumiðstöð falið að sannreyna að tónlistarskólar hafi aukið kennslumagn í tengslum við umræddar breytingar á kjarasamningi og meta þörf hvers tónlistarskóla á viðbótarframlagi vegna þess. Fjárveitingunni verði mætt með lækkun veltufjármuna.

Samþykkt.

22. Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Í greinargerð sem Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur hefur samið fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar eru leidd sterk rök að því að tugmilljarða króna tap verði af framkvæmdinni. Það vekur sérstaka athygli að jafnvel þótt orka sem seld yrði frá virkjuninni yrði á miklu hærra verði en nú fæst vegna rafmagnssölu til stóriðju yrði tap af framkvæmdinni. Ný útgáfa Kárahnjúkavirkjunar er enn óhagkvæmari en fyrri útgáfa virkjunarinnar. Samkvæmt tölum frá Landsvirkjun mun fjárfesting vegna virkjunarinnar lækka úr 102 milljörðum króna í 96 milljarða króna eða um 5,9% en á móti mun afhent orka frá virkjuninni minnka um 26%. Kostnaður á framleidda gígawattstund hækkar úr 185,5 mkr. í 215 mkr., sem er 16% hækkun. Áætlað tap af framkvæmdinni yrði á bilinu 17- 53 milljarðar króna. Þar sem Reykjavíkurborg yrði í tugmilljarða króna ábyrgð fyrir þessari framkvæmd tel ég það með öllu óviðunandi að borgarfulltrúar séu ekki upplýstir um það orkuverð sem ætlað er að fáist fyrir orkusölu frá fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun. Sem kjörinn fulltrúi Reykvíkinga geri ég kröfu um að fá nú þegar upplýsingar um áætlað kostnaðarverð og líklegt söluverð orku frá Kárahnjúkavirkjun til að geta gætt brýnna hagsmuna borgarbúa. Ótækt er að með því að leyna grundvallarupplýsingum sé reynt að knýja fram svo afdrifaríka framkvæmd sem almenningi og sérstaklega Reykvíkingum er ætlað að bera ábyrgð á.

23. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 21. ágúst s.l. varðandi málaefni fatlaðra.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Með vísan í tillögu félagsmálaráðs felur borgarráð borgarstjóra að skipa fjögurra manna starfshóp, skipaðan tveimur fulltrúum af stjórnsýslu- og fjármálasviði og tveimur fulltrúum frá Félagsþjónustunni í Reykjavík, til að greina núverandi fyrirkomulag á þjónustu við fatlaða og leggja mat á möguleg samlegðaráhrif af aukinni samþættingu þjónustu ríkis og borgar við fatlaða. Á grundvelli niðurstaðna starfshópsins verði tekin afstaða til þess hvort óska eigi viðræðna við ríkið um að Félagsþjónustan í Reykjavík taki að sér að sinna frekari liðveislu við fatlaða.

Samþykkt.

24. Fjárhagsáætlun 2003.

1. Lagðar fram eftirtaldar starfsáætlanir fyrir árið 2003 ásamt tillögum sem þeim fylgja:

Stjórn borgarinnar Gatnamálastofa/Fráveita Fræðslumál Íþrótta- og tómstundaráð Menningarstofnanir Leikskólar Reykjavíkur Innkaupastofnun Skipulagssjóður Höfuðborgarstofa Fasteignastofa

2. Tillögur um gjaldskrárbreytingar sem eru forsendur frumvarps að fjárhagsáætlun. Félagsþjónustan: Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 4. f.m. um hækkanir á eftirtöldum gjaldskrám: - Tímagjald heimaþjónustu - Þjónustugjöld í þjónustuíbúðum aldraðra - Verðlisti námskeiða vegna opins félagsstarfs - Verð matar- og kaffiveitinga - Verð á akstri vegna heimsendingar matar

Umhverfis- og heilbrigðisstofa: Lagt fram bréf forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 14. þ.m., sbr. bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 3. s.m. um hækkun á eftirtöldum gjaldskrám: - Gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit - Gjaldskrá fyrir sorphirðu - Gjaldskrá fyrir hundaeftirlit

Töluliður 2 samþykktur með 4 samhljóða atkvæðum.

3. Lagðar fram tillögur um viðbótarfjárveitingar.

Miðgarður: Vísað er til bréfs forstöðumanns Miðgarðs dags. 1. þ.m. um hækkun fjárveitingar um kr. 4.500.000.

Bundnir liðir. Viðbótarfjárþörf að óbreyttum reglum. Fjárhagsaðstoð er samkvæmt áætlun 84 mkr. en reiknuð fjárþörf er 104 mkr., hækkun um 20 mkr.

Umhverfis- og tæknisvið: Vísað er til starfsáætlunar umhverfis- og tæknisviðs um kr. 14.000.000 fjárveitingu vegna umferðaröryggisáætlunar.

Skipulags- og byggingarsvið: Vísað er til starfsáætlunar skipulags- og byggingarsviðs, þar sem óskað er viðbótarfjárveitingar kr. 31.500.000 vegna nýráðninga starfsmanna og aukinna verkefna. Félagsþjónustan: Lagt fram bréf félagsmálastjóra, dags. 4. f.m., varðandi tillögur til borgarráðs vegna kostnaðar utan fjárhagsramma, sbr. samþykkt félagsmálaráðs 30. október s.l.: - Aukin þjónusta við börn kr. 28.258.336 - Aukinn stuðningur við húsnæðislausa kr. 49.948.751 - Aukinn kostnaður við helgar og næturþjónustu kr. 13.600.000 - Vegna þjónustumiðstöðvar og þjónustuíbúða í Grafarholti kr. 12.000.000

Lögð fram tillaga Ólafs F. Magnússonar um að fallið verði frá niðurskurði í félagsstarfi aldraðra. Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar á fundi borgarstjórnar 21. nóvember.

Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í félagsmálaráði um að endurskoðað verði áform um breytingar á félagsstarfi aldraðra, vísað til borgarráðs á fundi félagsmálaráðs 28. f.m.

Bundnir liðir. Viðbótarfjárþörf að óbreyttum reglum: Fjárhagsaðstoð er samkvæmt áætlun 777 mkr. en reiknuð fjárþörf er 840 mkr., hækkun um 63 mkr. Húsaleigubætur eru samkvæmt áætlun 165 mkr. en reiknuð þörf er 230 mkr., hækkun um 65 mkr. Mismunur á leigu er samkvæmt áætlun 350 mkr. en reiknuð þörf er 388 mkr., hækkun um 38 mkr.

Umhverfis- og heilbrigðisstofa: Vísað er til starfsáætlunar Umhverfis- og heilbrigðisstofu þar sem lagt er til að fjárhagsrammar hækki svohljóðandi: - Vegna garðyrkjudeildar kr. 37.000.000 - Vegna Vinnuskólans kr. 53.000.000 - Framlag til Skógræktarfélags Reykjavíkur kr. 5.000.000 - Vegna stórborgarráðstefnu Norðurlanda kr. 5.000.000 Samþykkt að vísa tillögum skv. tölulið 3 til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar milli umræðna í borgarráði.

4. Lagðar fram starfsáætlanir B hluta fyrirtækja: - Reykjavíkurhöfn - Bílastæðasjóður

Framlögðum starfsáætlunum vísað til borgarstjórnar.

25. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2003 ásamt greinargerð. Vísað til borgarstjórnar.

- Kl. 14.05 vék Björn Bjarnason af fundi.

26. Afgreidd 88 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 14.25.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Alfreð Þorsteinsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Árni Þór Sigurðsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Stefán Jón Hafstein