Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2002, föstudaginn 15. nóvember, var haldinn 4767. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.18. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Rætt um fjárhagsáætlun 2003. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 14. þ.m., þar sem lagt er til að fjárhagsrammi Umhverfis- og heilbrigðisstofu verði hækkaður sem nemur 59 mkr.: Var 1.036.400 þús.kr. verður 1.095.400 þús.kr. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum hækkun 16.000 þús.kr., 12.000 þús.kr. vegna húsaleigu og 4.000 þús.kr. vegna ræktunarstöðvarinnar.
- Kl. 12.45 tók Gunnar Eydal við fundarritun af Ólafi Kr. Hjörleifssyni.
Lagt fram bréf borgarstjóra frá 11. þ.m., þar sem lagt er til að svohljóðandi lækkun verði á fjárhagsramma Miðgarðs vegna hverfisnefndar Grafarvogs sem færa skal á kostnaðarstað önnur útgjöld. Miðgarður: Var 235.970 þús.kr. verður 233.170 þús.kr. Önnur útgjöld: Var 5.060.991 þús.kr. verður 5.063.791 þús.kr. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Lagt fram bréf borgarstjóra frá 15. þ.m. varðandi ýmsar breytingar á fjárhagsramma vegna reksturs eigna. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Fundi slitið kl. 13.55.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason
Árni Þór Sigurðsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein Guðrún Ebba Ólafsdóttir