Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2002, þriðjudaginn 12. nóvember, var haldinn 4766. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 18. október.
2. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 4. nóvember.
3. Lögð fram fundargerð Skipulagssjóðs frá 6. nóvember.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 7. nóvember.
5. Lögð fram fundargerð Strætó bs. frá 28. október.
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 6. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Aflagranda 34. Samþykkt.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 6. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits nr. 1.172.0, sem markast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg. Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 6. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi í Hádegismóum. Samþykkt. Björn Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu málsins.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 6. s.m. varðandi úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna bygginga hafnarmannvirkja í Sundahöfn. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 6. s.m. um breytingu á deiliskipulagi Leirubakka 34-36. Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m. varðandi útboð byggingarréttar í Grafarholti ásamt úthlutunar- og útboðsskilmálum, dags. í nóvember 2002. Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði á móti og vísuðu til fyrri bókana vegna sölu byggingarréttar.
13. Lagt fram bréf forstöðumanns fjármála- og rekstrardeildar byggingarfulltrúa frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 6. s.m. um frestun á afgreiðslu umsóknar um viðbyggingu að Skildinganesi 14. Samþykkt.
14. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 1. þ.m. varðandi umsókn Máta ehf. um endurnýjun leyfis til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Sirkus, Klapparstíg 30, ásamt fylgigögnum. Jafnframt lögð fram bréf umsækjanda, dags. 7. þ.m., ásamt umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 11. þ.m. Þá voru lagðir fram undirskriftarlistar, ódags., þar sem hvatt er til að veita staðnum fullnægjandi leyfi. Borgarráð samþykkir umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar og er umsókninni því synjað. 15. Lagt fram bréf Jóns Hallssonar f.h. Karlakórs Reykjavíkur frá 11. þ.m., þar sem óskað er eftir byggingarstyrk til að ljúka byggingu tónlistarhússins Ýmis. Jafnframt lögð fram umsögn borgarritara, dags. í dag, þar sem lagt er til að veittur verði styrkur, kr. 20.000.000, sem greiðist á næstu fjórum árum með þeim skilyrðum sem nánar greinir í umsögninni. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum að fela borgarritara að ganga til viðræðna við aðila á framangreindum grundvelli.
16. Lagt fram bréf formanns Eirar hjúkrunarheimilis frá 1. þ.m., þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg staðfesti aðild Mosfellsbæjar að hjúkrunarheimilinu. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarritara, dags. í dag, um erindið. Borgarráð samþykkir aðild Mosfellsbæjar. Jafnframt samþykkt að vísa umsögninni til meðferðar fulltrúaráðs Eirar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
17. Lagt fram bréf verkefnisstjóra Snorraverkefnis frá 1. þ.m., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við verkefnið. Vísað til Félagsþjónustunnar, Fræðslumiðstöðvar og ÍTR.
18. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 11. þ.m., þar sem lagt er til að gengið verði frá samkomulagi við bæjarstjórn Kópavogs um breytt staðarmörk milli Reykjavíkur og Kópavogs, sbr. einnig drög borgarverkfræðings að samkomulagi, dags. 8. þ.m. Frestað.
19. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. apríl s.l., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um deiliskipulag Skipholtsreits. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
20. Lagt fram mat borgarlögmanns, dags. 11. þ.m., um framfylgni stofnana Reykjavíkurborgar á tilskipunum EES samningsins, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. júlí s.l., fyrirspurn Björns Bjarnasonar.
21. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra frá 11. þ.m. um áhrif ábyrgðaskuldbindinga vegna Orkuveitu Reykjavíkur s.f. á lánskjör Reykjavíkurborgar, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs 22. f.m., fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks.
22. Lagt fram bréf Skipulagssjóðs frá 11. þ.m. um heimild til að kaupa Selásblett 12A en kaupin rúmast ekki innan fjárheimilda sjóðsins 2002. Samþykkt.
23. Lagt fram bréf starfshóps um fasteignaumsýslu varðandi yfirfærslu fasteigna borgarsjóðs til Fasteignastofu og ýmsar ráðstafanir þar að lútandi, dags. 11. þ.m. Jafnframt lögð fram tillaga að samþykkt fyrir stjórn Fasteignastofu, dags. s.d. Þá er lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. í dag, um breytingu á fjárhagsrömmum málaflokka vegna stofnunar Fasteignastofu. Tillaga borgarráðs: Borgarráð samþykkir að fela fræðslustjóra og framkvæmdastjóra ÍTR að móta tillögur um samstarf Fræðslumiðstöðvar og ÍTR um samnýtingu skólahúsnæðis fyrir skólastarf annars vegar og íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf hins vegar í hverfum borgarinnar. Tillögurnar skulu lagðar fyrir borgarráð.
23. lið frestað.
24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Á fundi fræðsluráðs sem haldinn var 11. þ.m. spunnust miklar umræður út frá svari forstöðumanns þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur á hvern hátt sérkennslustefna Reykjavíkurborgar tekur mið af niðurstöðu vinnustaðagreiningavinnu sem sýnir mikið álag í almennum bekkjardeildum vegna barna með hegðunarvandamál og geðröskun. Í svarinu kemur m.a. fram að rætt hefur verið við fulltrúa lögreglu og Barnaverndar um þau alvarlegu fíkniefnavandamál og fíkniefnasölu sem upp hefur komið í grunnskólum Reykjavíkur að undanförnu vegna nemenda í neyslu og sölu fíkniefna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði telja brýnt að brugðist verði við þessu og munu fulltrúar flokksins í fræðsluráði leggja fram tillögu þar að lútandi í fræðsluráði.
Stefán Jón Hafstein óskaði bókað:
Vegna bókana um umræður í fræðsluráði um fíkniefnamál í grunnskólum vill formaður fræðsluráðs taka fram að þegar hefur verið óskað eftir gögnum frá Fræðslumiðstöð og viðræðum um þessi mál til að fjalla megi ítarlega um þau í fræðsluráði.
25. Rætt um fjárhagsáætlun 2003.
- Kl. 15.00 vék Alfreð Þorsteinsson af fundi. - Kl. 15.30 vék Björn Bjarnason af fundi.
26. Afgreidd 60 útsvarsmál.
Fundi slitið kl. 16.20.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Árni Þór Sigurðsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson