Borgarráð - Fundur nr. 4764

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 5. nóvember, var haldinn 4764. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 31. október.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 4. nóvember.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál.

4. Lagt fram bréf formanns hafnarstjórnar frá 4. þ.m., sbr. samþykkt hafnarstjórnar s.d., þar sem lagt er til að Bergur Þorleifsson gegni störfum hafnarstjóra í veikindaforföllum Hannesar Valdimarssonar. Samþykkt.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 31. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 30. s.m. um endurauglýsingu á breyttu deiliskipulagi í Grófinni. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 23. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi að Grjóthálsi 8, þar sem reisa á vetnisstöð. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra frá 28. f.m., þar sem óskað er heimildar til lántöku vegna framkvæmda að Skógarhlíð 14. Borgarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Í bréfi dags. 26. október 2001 var verkefnisstjórn Menningarnætur skipuð til tveggja ára. Í ljósi þeirrar endurskoðunar á skipulagi og umsjón viðburða sem orðið hefur samhliða stofnun Höfuðborgarstofu, er lagt til að verkefnisstjórn Menningarnætur verði formlega leyst undan verkefnum sínum frá og með 15. nóvember 2002. Þess er þó farið á leit við þá einstaklinga sem í henni hafa setið að þeir verði Höfuðborgarstofu til ráðgjafar við undirbúning næstu Menningarnætur þannig að reynsla þeirra og þekking varðveitist innan borgarkerfisins. Jafnframt er lagt til að stjórn Höfuðborgarstofu verði falið að annast nánari útfærslu á fyrirkomulagi verkefnisstjórna þeirra viðburða sem undir Höfuðborgarstofu heyra.

Samþykkt.

9. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, sbr. tillögu samgöngunefndar 4. s.m. um að Jóhanna Eyjólfsdóttir verði skipuð fulltrúi í umferðarráð til 3ja ára og Steinunn Valdís Óskarsdóttir til vara. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 1. þ.m. um synjun á umsókn um endurnýjun leyfis til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Sirkus, Klapparstíg 30. Frestað.

11. Lagt fram bréf Ríkisendurskoðunar frá 23. f.m. ásamt endurskoðunarskýrslu Leikskóla Reykjavíkur fyrir árið 2001.

12. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Skipulagssjóðs frá 1. þ.m., þar sem óskað er heimildar til að kaupa landspildu að Selásbletti 20A. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Skipulagssjóðs frá 1. þ.m., þar sem óskað er heimildar til að ganga frá kaupum á Vatnsmýrarvegi 39, sem komi til framkvæmda á árinu 2003. Samþykkt.

14. Lögð fram drög að samþykkt um hávaðamörk í Reykjavík, dags. 4. þ.m. Jafnframt lögð fram drög að samþykkt um hljóðvist og loftræsingu í atvinnuhúsnæði í Reykjavík, dags. 4. þ.m. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka ferðaþjónustunnar og Húseigendafélagsins.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 1. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti og samþykki að Frjálsi fjárfestingabankinn verði lóðarhafi lóðarinnar nr. 44-52 við Gvendargeisla í stað ÁF-bygginga ehf, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 1. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti og samþykki að Frjálsi fjárfestingabankinn verði lóðarhafi lóðarinnar nr. 2-12 við Gvendargeisla í stað ÁF-húsa ehf, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 1. þ.m., þar sem lagt er til að kauptilboði Byggingafélagsins Breka ehf., Garðabæ, verði tekið og því úthlutaður byggingarréttur fyrir 24-28 íbúðir á lóð nr. 1-7 við Katrínarlind. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 1. þ.m., þar sem lagt er til að Dignitas ehf. Mosfellsbæ, verði lóðarhafi lóðar nr. 10 við Bleikjukvísl í stað Lovísu Hallgrímsdóttur, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 4. þ.m., þar sem lagt er til að gert verði samkomulag við lóðarhafa lóða nr. 4, 6 og 6B við Skólavörðustíg um ótakmarkaða umferðarkvöð á lóðinni. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skólastjóra Vinnuskólans frá 4. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Vinnuskólans s.d. um að skipaður verði samráðshópur varðandi sumarvinnu skólafólks á næsta ári, þar sem sæti eigi fulltrúi frá ÍTR, Umhverfis- og heilbrigðisstofu og Gatnamálastofu. Samþykkt að því viðbættu að fulltrúi fjármáladeildar taki jafnframt sæti í hópnum.

21. Lögð fram skýrsla nefndar um fyrirkomulag tónlistarnáms, dags. í nóvember 2002. Vísað til fræðsluráðs.

- Kl. 13.30 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Guðlaugur Þór Þórðarson tók þar sæti.

22. Lögð fram skýrsla Borgarendurskoðunar um stjórnsýsluendurskoðun á fræðslumálum, dags. í október 2002.

23. Rætt um fjárhagsáætlun.

- Kl. 15.45 vék Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi.

Fundi slitið kl. 16.25.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason
Árni Þór Sigurðsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein