Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2002, þriðjudaginn 29. október, var haldinn 4762. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 22. október. 2. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 21. október. 3. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 24. október. 4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál.
5. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, um tengibraut milli Breiðholtsbrautar og Vatnsendavegar í Kópavogi. Ekki er gerð krafa um umhverfismat. Samþykkt.
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 23. s.m. um breytingu á deiliskipulagi vegna fækkunar bílastæða við Engjateigi 7. Samþykkt.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 23. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.161 vegna Garðastrætis 41. Samþykkt.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 23. s.m. varðandi staðsetningu flettiskiltis á mótum Skógarsels og Breiðholtsbrautar. Samþykkt.
9. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits nr. 1.181.0, sem markast af Skólavörðustíg, Týsgötu, Spítalastíg og Óðinsgötu. Samþykkt.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. apríl s.l., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um deiliskipulag Skipholtsreits, stgrr. 1.250.1. Frestað.
11. Lagt fram minnisblað borgarstjóra frá 28. þ.m. um skipan starfshóps eigenda Landsvirkjunar til að meta arðsemi Kárahnjúkavirkjunar.
12. Lagt fram bréf borgaritara, dags. í dag, um málefni Kolaportsins, sbr. fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundi borgarráðs 22. þ.m.
13. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. þ.m. um samþykki eigenda fyrirtækisins vegna lántöku þess. Samþykkt.
14. Lagt fram að nýju bréf menningarmálastjóra frá 18. þ.m. ásamt skýrslu verkefnisstjórnar menningarnætur 2002, dags. 7. október.
15. Rætt um fjárhagsáætlun 2003. Borgarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum svohljóðandi breytingar á fjárhagsramma 2003:
Gatnamálastofa: Var: 1.449.300 Verður: 1.426.800 Umhverfis- og heilbrigðisstofa: Var: 1.013.900 Verður: 1.036.400 Félagsþjónustan: Var: 3.455.525 Verður: 3.519.739
- Kl. 14.35 vék Guðrún Ebba Ólafsdóttir af fundi.
Fundi slitið kl. 15.05.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason
Björk Vilhelmsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein