Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2002, þriðjudaginn 15. október, var haldinn 4760. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 7. október.
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 4. október.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 10. október.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 3. október.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4. október.
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um auglýsingu deiliskipulags Hlíðarenda og breytingu á aðalskipulagi. Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans vísuðu til bókana fulltrúa listans í skipulags- og byggingarnefnd. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísuðu með sam hætti til bókana fulltrúa sinna í nefndinni. Þá vísaði Ólafur F. Magnússon til bókunar sinnar í nefndinni.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi að Skildingatanga 4. Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. varðandi breytingu á lóðarmörkum að Gautavík 20-22 og 28-30. Samþykkt.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um auglýsingu á breytingu deiliskipulags vegna mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka. Samþykkt.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 9. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.181.0 sem markast af Skólavörðustíg, Týsgötu, Spítalastíg og Óðinsgötu. Frestað.
12. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 10. þ.m. um bifreiðastæði fyrir viðskiptaskrifstofu Kínverska sendiráðsins við Garðastræti 41. Vísað til samgöngunefndar.
13. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 10. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 7. s.m. um bifreiðastöður við Ingólfsstræti norðan Hverfisgötu. Samþykkt.
- KL. 13.20 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Guðlaugur Þór Þórðarson tók þar sæti.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m. um gatnagerðargjald lóðanna nr. 23-27, 29-33 og 35-39 við Jörfagrund og að Leiguliðum ehf., Garðsstöðum 62, verði lóðarhafi lóðanna í stað fyrri lóðarhafa með öllum sömu skilmálum og áður giltu. Samþykkt.
15. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 15. þ.m., þar sem lagt er til að G.Á. byggingar ehf., Vattarási 2, Garðabæ, verði lóðarhafi lóðar nr. 78-86 við Gvendargeisla í stað fyrri lóðarhafa með öllum sömu skilmálum og áður giltu. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
16. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 14. þ.m. um uppgjör vegna aukafjárveitinga borgarráðs til sumarvinnu sumarfólks, ásamt skýrslunni Vinnumiðlun skólafólks 2002.
17. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 14. þ.m. varðandi staðfestingu um kostnaðarþátttöku í uppbyggingu 64 hjúkrunarrýma á vegum sjálfseignar-stofnunarinnar Markarholts. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag. varðandi fyrirheit um úthlutun lóðar í Sogamýri til sjálfseignarstofnunarinnar Markarholts. Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað: Málið var ekki kynnt í þeirri dagskrá sem send var út til borgarráðsmanna. Eðlilegt væri að fulltrúum í ráðinu væri gefið tækifæri til að kynna sér þetta mikilvæga mál fyrir fundinn. Málið er hins vegar mjög brýnt og við treystum því að vel hafi verið staðið að verki.
18. Rætt um fjárhagsáætlun 2003.
19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fara fram á það við borgarstjóra að fenginn verði hlutlaus aðili til að fara yfir fjárhagslegar forsendur sem liggja til grundvallar kaupverðs á ljósleiðaneti og tengdra kerfa Línu.nets. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur voru settar fram fjölmargar spurningar varðandi forsendur samninganna og er sérstaklega óskað eftir því að þeim verði svarað. Auk þess fara borgarráðsfulltrúar fram á að borgarráði verði gerð grein fyrir stöðu Línu.nets og fyrrgreindum samningum milli Orkuveitu Reykjavíkur og Línu.nets.
Fundi slitið kl. 14.06.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Alfreð Þorsteinsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Árni Þór Sigurðsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein Guðlaugur Þór Þórðarson