Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2002, þriðjudaginn 8. október, var haldinn 4759. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 3. október.
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 6. september.
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál.
4. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.171.2, sem markast af Skólavörðustíg, Bergstaðastræti, Hallveigarstíg, Ingólfsstræti og Bankastræti. Samþykkt.
5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um deiliskipulag reits 1.171.4, sem markast af Laugavegi, Bergstaðastræti, Skólavörðustíg og Vegamótastíg. Samþykkt.
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um auglýsingu deilskipulags vegna stækkunar lóðar Granda við Norðurgarð. Samþykkt.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um auglýsingu deiliskipulags Þórsgötureits, sem markast af Þórsgötu, Týsgötu, Lokastíg og Baldursgötu. Samþykkt.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits, sem markast af Breiðagerði, lóð Breiðagerðisskóla, Hæðargarði að hluta og Grensásvegi að hluta. Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 23-39 við Jörfagrund á Kjalarnesi. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um breytingu á lóðarmörkum að Sóltúni 2. Samþykkt.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. um skammtímastöðvun bifreiða við Laugavegi 59. Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að byggingafélaginu Bjarkar ehf. og Bjarkar-leiguíbúðum ehf., Stigahlíð 59, verði úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 32-36, jafnar tölur, við Þórðarsveig. Samþykkt.
13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 7. þ.m. varðandi tillögu Ólafs F. Magnússonar um hækkun skattleysismarka; vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 3. þ.m. Borgarráð samþykkir að vísa tillögunni til félagsmálastjóra og borgarhagfræðings, annars vegar til athugunar áhrifa hækkunar á fjárhagsaðstoð o.fl. og hins vegar á hugsanlegum áhrifum á tekjustofna sveitarfélaga.
14. Lögð fram að nýju svohljóðandi bókun Ólafs F. Magnússonar:
Fyrir hönd F-lista, frjálslyndra og óháðra, fer ég þess á leit að auk áheyrnarfulltrúa í skipulags- og byggingarnefnd og í félagsmálaráði, fái F-listinn áheyrnarfulltrúa í umhverfis- og heilbrigðisnefnd og í samgöngunefnd.
Ekki kom fram tillaga um að breyta frá gildandi tilhögun.
15. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 8. þ.m. um lausn kennara frá störfum um stundarsakir og skipun nefndar til að rannsaka mál hans skv. 8. gr. laga nr. 72/1996. Jafnframt lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. s.d. varðandi málið. Samþykkt. Jafnframt samþykkt að skipa Viðar Má Matthíasson og Guðmund Þór Ásmundsson í nefndina, jafnframt því sem leitað verði eftir tilnefningu eins fulltrúa frá Kennarasambandi Íslands.
16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m., þar sem lagt er til að Steindór Einarsson, Gilsárstekk 7, verði rétthafi lóðar nr. 55 við Ólafsgeisla í stað Einars Gunnars Einarssonar, með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti og að Frjálsi fjárfestingabankinn verði lóðarhafi lóða nr. 43, 45, 47 og 49 við Þorláksgeisla og nr. 26-30 við Þórðarsveig í stað Rúmmeters ehf., með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa, kaupanda byggingarréttar. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
18. Lagt fram bréf starfshóps um greiningu á stöðu Innkaupastofnunar, dags. 7. þ.m., ásamt tillögu að innkaupastefnu Reykjavíkurborgar, innkaupareglum og samþykkt fyrir Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Borgarráð samþykkir að vísa tillögum starfshópsins til umsagnar stjórnar Innkaupastofnunar, borgarlögmanns, sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs og sviðsstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs vegna fjölskyldustofnananna. Jafnframt samþykkir borgarráð að óska umsagna frá Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og stjórnarfulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Starfshópnum er falið að fara yfir umsagnirnar og skila tillögum til borgarráðs að þremur vikum liðnum.
19. Lagt fram bréf Fasteignastofu frá 7. þ.m. varðandi nýbyggingu Ingunnarskóla í Grafarholtshverfi ásamt teikningum að byggingunni.
- Kl. 13.35 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.
Borgarráð samþykkir erindið.
20. Afgreidd 50 útsvarsmál.
Fundi slitið kl. 14.35.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Alfreð Þorsteinsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Stefán Jón Hafstein