Borgarráð
2
B O R G A R R Á Ð
Ár 2002, þriðjudaginn 1. október, var haldinn 4758. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Anna Kristinsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð Bláfjallanefndar frá 24. september.
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 19. september.
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 11. september.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 26. september.
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál.
6. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 27. f.m. um breyttan afgreiðslutíma lyfjaverslana að Nóatúni 27 og Hraunbergi 4. Samþykkt.
7. Lagt fram bréf borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. í dag, þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir óskar lausnar frá störfum sem varamaður í stjórn Höfuðborgarstofu og lagt er til að Gísli Marteinn Baldursson taki þar sæti. Vísað til borgarstjórnar.
8. Lagt fram bréf Alfreðs Þorsteinssonar frá 27. f.m. þar sem lagt er til að Egill B. Hreinsson taki sæti í umhverfis- og heilbrigðisnefnd í stað Halls Hallssonar vegna tímabundins brottflutnings. Vísað til borgarstjórnar.
9. Lagt fram að nýju bréf Stefaníu Traustadóttur frá 3. f.m., þar sem hún óskar lausnar sem fulltrúi í framtalsnefnd og varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Lagt til að Sverrir Jakobsson taki sæti í framtalsnefnd og að Rúnar Sveinbjörnsson taki sæti varamanns í stjórn lífeyrissjóðsins. Vísað til borgarstjórnar.
10. Lögð fram umsögn félagsmálaráðs frá 18. f.m. um leyfi til reksturs leikstækjasalar að Dugguvogi 6. Borgarráð samþykkir umsögnina.
11. Lögð fram umsókn Maríu Björnsdóttur frá 23. f.m. vegna endurnýjunar lóðarleigusamnings og stækkunar vegna veitingareksturs í Nauthólsvík. Jafnframt er sótt um lóð undir hótel sem rekið yrði í tengslum við ylströndina í Nauthólsvík. Vísað til meðferðar skipulags- og byggingarnefndar.
12. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 23. f.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir Kaffi Austurstræti, Austurstræti 6. Borgarráð samþykkir umsögnina með 4 samhljóða atkvæðum með þeirri breytingu að leyfi verði veitt til eins árs enda ástæða til að fylgst verði sérstaklega með rekstri staðarins vegna kvartana sem borist hafa borgaryfirvöldum.
13. Lögð fram stefnumótun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins bs., fjárhags- og starfsáætlun 2003.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 30. f.m., þar sem lagt er til að hætt verði við afturköllun byggingarréttar á lóð nr. 11 við Klettháls, sbr. 14. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. september s.l. Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 30. f.m., þar sem lagt er til að Íshlutum ehf., Súðarvogi 7, Ásfelli ehf., Fremristekk 11, Bílaborg ehf., Bíldshöfða 14, og Smáranum ehf., Bíldshöfða 14, verði úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 7 við Klettháls. Jafnframt er lagt til að Orkuvirki ehf., Funahöfða 5, verði úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 13 við sömu götu. Um er að ræða sölu byggingarréttar. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 30. f.m., þar sem lagt er til að Elínu Pétursdóttur og Gunnlaugi Jóhannessyni, Esjugrund 48, verði úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 17 við Búagrund. Samþykkt.
17. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar, Ferðamálaráðs Íslands og Ferðamálasamtaka Íslands um yfirtöku Reykjavíkurborgar á rekstri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík, dags. 30. september 2002. Borgarráð leggur áherslu á að sem fyrst verði gengið frá þjónustusamningi við Ferðamálaráð um Höfuðborgarstofu.
18. Lögð fram að nýju umsögn forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 20. f.m. um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs. Borgarráð samþykkir umsögnina og leggur áherslu á að frumvarpið verði ekki afgreitt fyrr en gengið hefur verið frá kostnaðarþætti þess að því er varðar sveitarfélögin.
19. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um framkvæmd kjarasamnings tónlistarkennara, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. september s.l.
20. Lagt fram bréf fulltrúa í samráðsnefnd Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur frá 30. f.m., þar sem lagt er til að samráðsnefndinni, ásamt fjármálastjóra, verði falið að undirbúa tillögu til borgarráðs um hugsanlegar breytingar á samkomulagi Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur um rekstur Borgarleikhússins ásamt viðbótarfjárveitingu, kr. 25.000.000. Samþykkt.
21. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn Björns Bjarnasonar um skólalóðir framhaldsskóla, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. september s.l.
Fundi slitið kl. 13.40.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Anna Kristinsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Alfreð Þorsteinsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson