Borgarráð
3
B O R G A R R Á Ð
Ár 2002, þriðjudaginn 24. september, var haldinn 4757. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Alfreð Þorsteinsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 16. september.
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 19. september.
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14. mál.
4. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 1. júlí s.l. varðandi umferð og bifreiðastöður við Bergstaðastræti og Skólavörðustíg. Samþykkt.
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., þar sem lagt er til að Trésmiðju Snorra Hjaltasonar ehf., Vagnhöfða 7b, verði úthlutað byggingarrétti fyrir 6 íbúða raðhús og 22 íbúða fjölbýlishús á lóð nr. 111–111g við Hraunbæ gegn afsali byggingarréttar að Barðastöðum 1-5. Samþykkt.
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti að Andrésbrunni 2-10 og að Frjálsi Fjárfestingabankinn, Sóltúni 26, verði lóðarhafi að lóðinni í stað Byggingarfélagsins Kambs ehf., með öllum sömu réttindum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt.
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti að Andrésbrunni 9-17 og að Frjálsi Fjárfestingabankinn, Sóltúni 26, verði lóðarhafi að lóðinni í stað Byggingarfélagsins Kambs ehf., með öllum sömu réttindum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti að Andrésbrunni 12-18 og að Frjálsi Fjárfestingabankinn, Sóltúni 26, verði lóðarhafi að lóðinni í stað Byggingarfélagsins Kambs ehf., með öllum sömu réttindum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt.
9. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. þ.m., þar sem lagt er til að Anna S. Garðarsdóttir, Eikjuvogi 29, verði lóðarhafi lóðar nr. 27 við Eikjuvog í stað Gísla Pálmasonar, með öllum sömu réttindum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., þar sem lagt er til að gerður verði lóðarleigusamningur við Orkuveitu Reykjavíkur s.f. um lóð nr. 11 við Eirhöfða með venjulegum skilmálum um atvinnulóðir. Samþykkt.
11. Lagður fram árshlutareikningur Orkuveitu Reykjavíkur 01.01.-30.06.2002.
12. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 19. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um tilboð í gerð settjarna í Elliðaárdal. Samþykkt að taka tilboði Einars og Tryggva ehf. sem áttu næst lægsta tilboð.
13. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 19. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um gerð samnings við Ístak hf. um gröft og fleygun efnisskiptaskurðar við Norðurgarð. Samþykkt.
14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. varðandi auglýsingu um breytt deiliskipulag að Borgartúni 34-36. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 13. þ.m., þar sem tilkynnt er að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi verið tilnefndur af hálfu leikskólaráðs í starfshóp um aukna samþættingu leikskóla og grunnskóla. Samþykkt.
16. Lögð fram umsögn forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 20. þ.m. um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs. Frestað.
17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs frá 19. þ.m. ásamt samstarfssamningi við Þróunarfélag miðborgar um markaðsmál, dags. s.d. Jafnframt lagt fram afrit af bréfi fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m. til Bílastæðasjóðs, sbr. samþykkt samgöngunefndar 16. s.m. um málið. Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuður bókað: Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru andvígir því að fé Bílastæðasjóðs sé ráðstafað með þeim hætti að tengja tekjur hans og kynningarstarf fyrir miðborgina. Eðlilegt er, að fé til slíkrar kynningar komi úr borgarsjóði og sé ákvörðun um það tekin við gerð fjárhagsáætlunar. Eigi að beita Bílastæðasjóði í því skyni að auka umsvif í miðborginni ber að draga úr tekjuöflun hans og auðvelda ökumönnum að reka erindi sín.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans telja ástæðu til að efla markaðsstefnu miðborgarinnar í samvinnu við þá sem bera hag hennar fyrir brjósti. Bílastæðasjóður hefur það hlutverk m.a. að þjóna miðborginni með ýmsum hætti og þessi samningur er til þess fallinn. Jafnframt telja borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans eðlilegt að Þróunarfélagið skili skilgreindum markmiðum varðandi nýtingu fjármunanna og mælikvörðum á árangri.
19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráði hefur borist erindi frá Félagi tónlistarskólakennara, undirritað af formanni félagsins og formanni Kennarasambands Íslands, vegna framkvæmdar á gr. 1.3.6 í kjarasamningi LN og FT/FÍH um heimild til að auka þátt kennslu í vinnuskyldu kennara í tónlistarskólum. Fram kemur í erindinu að Félag tónlistarskólakennara telji framkvæmd Reykjavíkurborgar óeðlilega og ekki í samræmi við gerðan kjarasamning. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir svörum Reykjavíkurborgar við erindi Félags tónlistarskólakennara og taka jafnframt undir með félaginu að framkvæmdin verði leiðrétt og að Reykjavíkurborg virði kjarasamninginn eins og önnur sveitarfélög.
20. Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi tillögu:
Fyrir hönd F-lista, frjálslyndra og óháðra, fer ég þess á leit að auk áheyrnarfulltrúa í skipulags- og byggingarnefnd og í félagsmálaráði, fái F-listinn áheyrnarfulltrúa í umhverfis- og heilbrigðisnefnd og í samgöngunefnd.
Greinargerð fylgir tillögunni. Frestað.
21. Afgreidd 13 útsvarsmál.
Fundi slitið kl. 13.05.
Árni Þór Sigurðsson
Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason
Stefán Jón Hafstein Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson