Borgarráð
3
B O R G A R R Á Ð
Ár 2002, þriðjudaginn 17. september, var haldinn 4756. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.20. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 9. september.
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 12. september.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30. ágúst.
4. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.
5. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 10. þ.m. þar sem m.a. er óskað eftir tilnefningu fulltrúa í svæðisskipulagsráð til eins árs. Samþykkt að tilnefna Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í svæðisskipulagsráð, og til vara Árna Þór Sigurðsson og Guðlaug Þór Þórðarson.
6. Samþykkt að kjósa Guðrúnu Einarsdóttur í skólanefnd Skóla Ísaks Jónssonar til fjögurra ára og til vara Gest Guðjónsson.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um auglýsingu breytingar á aðalskipulagi í miðborg, ásamt minnisblaði skipulags- og byggingarsviðs, dags. í dag. Borgarráð fellst í meginatriðum á tillögu skipulags- og byggingarnefndar um aðalskipulagsbreytingu á Hverfisgötu með þeirri breytingu að afmörkun nái frá Lækjargötu að Smiðjustíg en ekki að Klapparstíg. Í deiliskipulagi af reitnum frá Smiðjustíg að Klapparstíg er gert ráð fyrir uppbyggingu sem eðlilegt er að taki mið af því að þar geti komið tiltekið hlutfall verslunar. Á reitnum frá Lækjargötu að Smiðjustíg er hins vegar eldra húsnæði og starfsemi og aðstæður þannig að erfitt er að vera þar með ákvæði um tiltekið hlutfall verslunar.
8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.171.0, sem afmarkast af Laugavegi, Ingólfsstræti, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Samþykkt.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um deiliskipulag reits 1.171.3, sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti og Skólavörðustíg. Samþykkt.
10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um aðstöðu fyrir farsímasendistöð Tals hf. á Miklatúni. Samþykkt að fela skipulags- og byggingarsviði að vinna að lausn málsins í samráði við umsækjanda. Þá er borgarverkfræðingi og sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs falið að móta tillögu að heildstæðri stefnu og vinnureglum varðandi staðsetningu, samnýtingu og gerð sendistöðva fjarskiptafyrirtækja og sambærilegra mannvirkja.
11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar stækkunar Grand Hótels að Sigtúni 38. Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1. Steinunn Valdís Óskarsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni og vísaði til bókana sinna á fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. þ.m.
12. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 9. þ.m. um stöðu Vatnsmýrar skv. Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, sbr. 8. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. f.m.
13. Lagt fram bréf Frumkvöðlaaðstöðunnar ehf. frá 13. þ.m., þar sem óskað er eftir heimild til sölu fasteignarinnar að Þingholtsstræti 29a sem íbúðarhúss. Borgarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti með 4 samhljóða atkvæðum og vísar því til frekari meðferðar skipulags- og byggingarsviðs.
14. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 16. þ.m. varðandi sérmerkingu 6 bílastæða á bílastæði við Landakotstún. Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 16. þ.m., þar sem lagt er til að byggingafyrirtækinu Fimum ehf., Víðiteig 2d, Mosfellsbæ, verði úthlutað byggingarrétti fyrir allt að 37 íbúðir á lóð nr. 1-7 við Marteinslaug. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 16. þ.m., þar sem lagt er til að G.Á. byggingar ehf. verði lóðarhafi lóðar nr. 20-24 við Þórðarsveig í stað Byggingafélagsins Breka ehf., með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m., þar sem lagt er til að Klettbygg ehf. verði handhafi byggingarréttar á lóð nr. 1 við Klettháls í stað G. Skaptasonar ehf., með sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
18. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. í dag, varðandi breytingar á fjárhagsáætlun 2002 vegna miðlægra kjarasamninga. Borgarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum svofelldar breytingar á fjárhagsáætlun 2002:
Í þkr. Kostn.st. Var Verður Breyting Skrifstofa borgarstjórnar 01110 28.900 29.167 267 Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara 01120 40.650 40.932 282 Skrifstofa borgarlögmanns 01160 21.800 22.067 267 Fjármáladeild 01200 59.700 59.902 202 Borgarbókhald 01220 30.550 31.318 768 Upplýsingatækniþjónusta 01230 34.080 34.257 177 Kjaraþróunardeild 01240 51.050 51.263 213 Rekstar- og þjónustuskrifstofa 01250 22.650 22.827 177 Þróunar- og fjölskyldusvið 01300 31.800 32.218 418 Borgarendurskoðun 01400 44.300 44.567 267 Skrifstofa menningarmála 03110 15.500 15.669 169 Borgarbókasafn 03200 91.438 91.603 165 Listasafn Reykjavíkur 03300 88.352 88.503 151 Borgarskjalasafn 03400 31.900 32.005 105 Gerðuberg 03500 52.990 53.093 103 Ljósmyndasafn Reykjavíkur 03600 22.500 22.635 135 Árbæjarsafn 03700 97.200 97.355 155 Yfirstjórn skipulags- og byggingarsviðs 04100 13.000 13.279 279 Skipulagsfulltrúi 04200 191.795 192.122 327 Byggingarfulltrúi 04300 77.000 77.177 177 Höfuðborgarstofa 07150 49.800 49.955 155 Miðgarður 09504 252.900 253.052 152 Miðborgarstjórn 09513 19.300 19.469 169 Fasteignastofa B1000 98.500 98.674 174 Skrifstofa gatnamálastofu B3000 51.200 51.374 174 Verkfræðistofa B4000 51.600 51.774 174 Skrifstofa borgarverkfræðings B5000 113.300 113.724 424 Umhverfis- og heilbrigðisstofa B6200 58.973 59.156 183 Skrifstofa Leikskóla D002 147.033 147.487 454 Skrifstofa félagsmálastjóra F1210 45.794 45.941 147 Þróunarsvið F1220 54.307 54.433 126 Fjármálasvið F1250 104.244 104.382 138 Þjónustusvið F1260 12.778 12.904 126 Ráðgjafarsvið F1270 9.326 9.452 126 Droplaugarstaðir F2610 18.901 20.569 1.668 Seljahlíð F2620 34.655 36.090 1.435 Dagdeild Lindargötu F2810 0 424 424 Stuðningsþjónusta við geðfatlaða F2110 10.701 10.879 178 Félags- og þjónustumiðstöð Hvassaleiti F2430 18.012 18.187 175 Dagdeild Þorragötu F2820 0 165 165 Matshópur F1490 14.301 14.443 142 Skrifstofa barnaverndarnefndar F9010 85.688 85.817 129 Skrifstofa ÍTR I2000 76.510 76.700 190 Fræðslumiðstöð M1002 174.080 174.861 781
19. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, varðandi endurskoðun fjárhagsramma 2003. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
20. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi bókun:
Undanfarið hafa verið miklar umræður um gífurlega hækkun húsaleigu á almennum markaði í Reykjavík. Telur félagsmálaráðherra að menn ofmeti húsaleiguna og séu jafnvel að reyna að ,,kjafta hana upp” eins og hann orðaði það í útvarpsfréttum. Fulltrúar leigusala og leigutaka mótmæla þessum fullyrðingum ráðherrans. Mikilvægt er að fyrir liggi haldgóðar og hlutlægar upplýsingar um þetta mál til að ekki sé deilt um það með þeim hætti, sem gert hefur verið. Er því beint til borgarstjóra, að af hálfu borgaryfirvalda verði teknar saman upplýsingar um húsaleigukjör í borginni í því skyni að skýra þróun þeirra.
Fundi slitið kl. 13.50.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason
Árni Þór Sigurðsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson