Borgarráð - Fundur nr. 4755

Borgarráð

3 Leiðrétt B O R G A R R Á Ð Ár 2002, þriðjudaginn 10. september, var haldinn 4755. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Alfreð Þorsteinsson, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal. Þetta gerðist: 1. Lagðar fram fundargerðir Bláfjallanefndar frá 28. maí og 27. ágúst. 2. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 2. september. 3. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um lögreglumálefni frá 6. september. 4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 5. september. 5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 29. ágúst. 6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. 7. Lagt fram árshlutauppgjör Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs., janúar-júní 2002, sbr. bréf framkvæmdastjóra Sorpu, dags. 2. þ.m. 8. Lagt fram bréf Stefaníu Traustadóttur frá 3. þ.m., þar sem hún óskar lausnar sem fulltrúi í framtalsnefnd og varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Tilnefningu frestað. 9. Borgarráð samþykkir að auk borgarstjóra taki Stefán Jón Hafstein og Björn Bjarnason sæti í stjórn samstarfsjóðs Nuuk-Reykjavík-Þórshöfn. 10. Lagt fram að nýju árshlutauppgjör fjármáladeildar um rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs 1.1.-30.6. og fyrirtækja borgarinnar, dags. í september 2002. Borgarráð samþykkir tillögu um skiptingu tekna af sölu byggingarréttar og gatnagerðargjalda með 4 samhljóða atkvæðum. 11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 9. þ.m., þar sem lagt er til að afturköllun lóðarúthlutunar að Gylfaflöt 22 verði frestað til n.k. áramóta. Jafnframt lagt fram bréf Guðmundar Ó. Björgvinssonar, hdl., frá 3. s.m. f.h. Kaldasels ehf. vegna afturköllunarinnar. Samþykkt. 12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 29. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 28. s.m. um deiliskipulag jarðanna Mógilsár og Kollafjarðar á Kjalarnesi ásamt Esjuhlíðum. Samþykkt. 13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 3. þ.m. ásamt tillögum að fjallskilum á Kjalarnesi. Samþykkt. 14. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 9. þ.m., þar sem óskað er heimildar til lántöku hjá DePfa-Bank Europe plc. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. 15. Lögð fram umsögn borgarverkfræðings frá 2. þ.m. um framkvæmdir við Skarfagarð og Skarfabakka, sbr. bréf Skipulagsstofnunar frá 13. f.m. Borgarráð samþykkir umsögnina með fyrirvara um afgreiðslu umhverfis- og heilbrigðisnefndar. 16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 9. þ.m., þar sem lagt er til að Erlendi Elvarssyni, Ólafsgeisla 23, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 7 við Jörfagrund. Samþykkt. 17. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 4. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 2. s.m. um breytingu á gjaldsvæðum og gildissviði bílastæðakorts íbúa við Skólavörðustíg og Bergstaðastræti. Samþykkt. 18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 5. þ.m., þar sem lagt er til að Byggingafélagið Nói ehf., Laufrima 34, verði lóðarhafi lóðar nr. 7-9, stök númer, við Jónsgeisla með sömu réttindum og giltu gagnvart upphaflegum lóðarhafa. Samþykkt. 19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 9. þ.m., þar sem lagt er til að að borgarráð hafni forkaupsrétti og samþykki að Pálmar Guðmundsson, Bleikjukvísl 12, verði lóðarhafi lóðar nr. 13-19 við Maríubaug, í stað Axels Helgasonar, með sömu skilmálum og giltu gagnvart upphaflegum lóðarhafa. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. 20. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, ásamt bréfi sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um deiliskipulag í Norðlingaholti, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. f.m. 21. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs frá 3. þ.m. ásamt milliuppgjöri sjóðsins fyrir janúar – júní 2002. 22. Lagt fram bréf skrifstofu borgarritara, dags. í dag, yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, alls 2 erindi. Ekki komu fram tillögur um styrkveitingar. 23. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 4. s.m. um leigurétt og úthlutun á félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík. Samþykkt. 24. Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. í dag, um samninga við Íslenska aðalverktaka hf. vegna breytinga á lóðamörkum Sóltúns 2 og 3. Samþykkt. 25. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 9. þ.m. ásamt stofnsamþykkt vegna breytinga á rekstrarformi Vélamiðstöðvar. Borgarráð samþykkir stofnsamning og samþykkt fyrir fyrirtækið. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykktu málið með tilvísun til svofelldrar bókunar: Að gefnu tilefni árétta borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks nauðsyn þess að tafarlaust verði mótaðar reglur um innkaup á vegum fyrirtækja og byggðasamlaga í eigu eða með aðild Reykjavíkurborgar. Jafnframt er nauðsynlegt að móta með skýrum hætti hvort Vélamiðstöð ehf. skuli keppa um verkefni á almennum markaði. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað: Á vegum borgarstjóra hefur að undanförnu verið að störfum nefnd til að móta stefnu í innkaupa- og útboðsmálum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. Tilgangurinn með þeirri stefnumörkun er að tryggja gegnsæi og skýrar reglur óháð rekstrarformi. Þess er að vænta að tilllögur nefndarinnar liggi fyrir í þessum mánuði. 26. Björn Bjarnason lagði fram svohljóðandi fyrirspurn: Hvað líður ákvörðun um lóðir fyrir Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund? 27. Afgreidd 29 útsvarsmál. Fundi slitið kl. 14.05. Árni Þór Sigurðsson Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason Stefán Jón Hafstein Guðrún Ebba Ólafsdóttir Dagur B. Eggertsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson