Borgarráð - Fundur nr. 4754

Borgarráð

2

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 3. september, var haldinn 4754. fundur borgarrráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Gísli Helgason fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 29. ágúst.

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál.

3. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. júní s.l. um breytingu á deiliskipulagi við Vogabakka. Samþykkt.

4. Lögð fram bréf framkvæmdastjóra leikskóla frá 23. f.m. og fræðslustjóra frá 28. s.m., þar sem tilkynnt er að Sigrún Elsa Smáradóttir og Katrín Jakobsdóttir verði fulltrúar í starfshópi um aukna samþættingu leikskóla og grunnskóla, sbr. samþykkt borgarstjórnar 20. júní s.l. Samþykkt. Jafnframt samþykkt að óska eftir tilnefningu eins fulltrúa til viðbótar frá leikskólaráði.

5. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 2. þ.m. um stofnstyrk til einkarekins leikskóla að Bleikjukvísl 2, sbr. einnig bréf forstöðumanns leikskóla frá 30. f.m. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 30. f.m. um aðstöðu til iðkunar frjálsíþrótta í Egilshöll, þar sem lagt er til að til viðbótar við fyrri samþykkt verði tekið tilboði leigusala um leigugjald fyrir aðstöðu til frjálsra íþrótta. Jafnframt lögð fram erindi Frjálsíþróttasambands Íslands frá 2. f.m., Frjálsíþróttadeildar Fjölnis frá 2. s.m. og Íþróttabandalags Reykjavíkur frá 30. f.m. varðandi málið. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 2. þ.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um geymslu listaverka, muna og skjala í eigu borgarinnar, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. f.m.

8. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 2. þ.m., sbr. fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um lausagöngu búfjár, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. f.m.

9. Lögð fram umsögn embættis borgarlögmanns frá 28. f.m. um tillögu húsafriðunarnefndar um friðun Sundhallar Reykjavíkur. Jafnframt lagt fram bréf húsafriðunarnefndar frá 15. júlí s.l., tillaga um friðun ytra borðs, laugar, búningsklefa og sturta. Borgarráð samþykkir tillögu húsafriðunarnefndar.

10. Lagt fram árshlutauppgjör fjármáladeildar um rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs 1.1.-30.6. og fyrirtækja borgarinnar, dags. í september 2002. Jafnframt lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 3. júní s.l. um aukningu útgjalda til fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta. Borgarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum svofelldar breytingar á fjárhagsáætlun 2002.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 2. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtöldum bjóðendum í byggingarrétt verði úthlutað lóðum fyrir fjölbýlishús: Þórðarsveigur 26-30 (jöfn nr.): Rúmmeter ehf., Krókhálsi 10 Þorláksgeisli 43 (áður nr. 35): Rúmmeter ehf., Krókhálsi 10 Þorláksgeisli 45 (áður nr. 37): Rúmmeter ehf., Krókhálsi 10 Þorláksgeisli 47 (áður nr. 39): Rúmmeter ehf., Krókhálsi 10 Þorláksgeisli 49 (áður nr. 41): Rúmmeter ehf., Krókhálsi 10 Þorláksgeisli 11 Verksýn ehf., Skeifunni 4

Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

12. Lögð fram umsögn stjórnar Sorpu um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, sbr. bréf framkvæmdastjóra, dags. 30. f.m. Vísað til meðferðar Umhverfis- og heilbrigðisstofu.

13. Lögð fram umsögn félagsmálastjóra frá 31. f.m. varðandi styrkumsókn Krossgatna. Vísað til afgreiðslu félagsmálaráðs.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 2. þ.m., þar sem lagt er til að lóðarúthlutun að Kletthálsi 11 verði afturkölluð. Frestað.

Fundi slitið kl. 12.50.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason
Árni Þór Sigurðsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Dagur B. Eggertsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson