Borgarráð - Fundur nr. 4753

Borgarráð

Ár 2002, þriðjudaginn 27. ágúst, var haldinn 4753. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Gísli Helgason fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð Jafnréttisnefndar frá 19. ágúst. 2. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um lögreglumálefni frá 19. ágúst. 3. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 22. ágúst. 4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarritara frá 26. þ.m. um styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, alls 2 erindi. Erindin hljóta ekki stuðning.

6. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 26. þ.m. varðandi túlkun á 4. mgr. 30. gr. lögreglusamþykktar. Borgarráð samþykkir umsögnina.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 22. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 21. s.m. um breytingu á aðalskipulagi vegna Stakkahlíðar 17. Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru sammála því að breyta landnotkun á lóðinni, en við leggjumst eindregið gegn því að heimilað verði að byggja 2ja hæða fjölbýlishús með 12 íbúðum á lóðinni.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 22. þ.m. varðandi aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 að lokinni auglýsingu sbr. einnig drög að umsögn Reykjavíkurborgar frá 1. þ.m. um greinargerð Skipulagsstofnunar frá 31. maí s.l. Borgarráð samþykkir greinargerðina. Borgarlögmanni falið að gefa borgarráði umsögn um stöðu Vatnsmýrar í skipulaginu m.v. þá breytingu sem greinargerðin gerir ráð fyrir.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: Athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna staðfestingar aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024 staðfestir það sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á að framtíð flugvallarsvæðisins verður ekki ákveðin nema í samráði við flugmálayfirvöld og að teknu tilliti til ákvörðunar um þróun innanlandsflugs. Að öðru leyti vísa borgarráðsfulltrúar Sjálstæðisflokks til athugasemda sjálfstæðismanna við afgreiðslu aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024 í borgarstjórn.

9. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs frá 25. júní s.l., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. júní um bráðabirgðaaðstöðu fyrir kajaksiglingar við Geldinganes. Samþykkt, enda verði mannvirki fjarlægð þegar þess verður krafist, borginni að kostnaðarlausu. Jafnframt verði frágangur í samráði við Umhverfis- og heilbrigðisstofu.

10. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12. þ.m. um afturköllun lóðaúthlutunar að Þorláksgeisla 52-54, 78-80 og 94-96. Samþykkt.

11. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 21. þ.m. varðandi dagsektir til að knýja á um frágang húss nr. 9-15 við Flétturima. Samþykkt.

12. Lögð fram samantekt hagkvæmniathugana á lagningu járnbrautar milli Reykjavíkur og Keflavíkur, dags. 26. f.m.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: Hagkvæmniathugunin sýnir að miðað við núverandi aðstæður og í næstu framtíð er stofnkostnaður og rekstur járnbrautar milli Reykjavíkur og Keflavíkur óraunhæfur kostur. Stofnkostnaður við járnbrautina er álíka mikill og við gerð fimm Hvalfjarðarganga, eða 33 milljarðar og gert er ráð fyrir að hreint rekstrartap verði 250 millj.kr. árlega. Því er ljóst, að ef til flutnings innanlandsflugsins kemur frá Reykjavík til Keflavíkur, verður að leita annarra leiða til að stytta ferðatímann milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað: Vegna bókunar Sjálfstæðisflokks vilja fulltrúar Reykjavíkurlistans lýsa yfir ánægju sinni með gerð hagkvæmnikönnunar og vilja undirstrika gildi þess að hafa áfram til athugunar alla þá kosti sem bæta samgöngur á s-vesturhluta landsins (stórhöfuðborgarsvæðinu).

13. Lagt fram bréf Norræna félagsins varðandi hátíð á Óðinstorgi 29. sept. n.k., fjárstuðning o.fl. Ekki fallist á fjárstuðning. Að öðru leyti skal haft samráð við Borgarskipulag og Gatnamálastofu.

14. Lagt fram bréf Kirkjubyggingarsjóðs frá 23. þ.m. varðandi styrkjaúthlutun stjórnar. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 28. janúar s.l. um 30 km svæði í Folda-, Árbæjar- og Seláshverfi. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 19. s.m. um biðskyldu á Lindargötu gagnvart Frakkastíg. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m., þar sem lagt er til að Mótási hf. verði úthlutað byggingarrétti á lóðum nr. 17-21 við Gvendargeisla, stök númer, í samræmi við eldra fyrirheit. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 26. þ.m. sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 22. s.m. varðandi samþykkt um takmörkun búfjárhalds og bann við lausagöngu búfjár í Reykjavík. Vísað til borgarstjórnar.

19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

1. Hver ber faglega ábyrgð á undirbúningi deiliskipulags í Norðlingaholti? 2. Hver voru afskipti byggingarfyrirtækjanna tveggja sem eru í félagi með borginni um uppbyggingu í Norðlingaholti, að gerð deiliskipulags svæðisins? 3. Hvaða áætlanir eru til staðar um aðstöðu fyrir þá hesta sem nú eru í húsum í Norðlingaholti?

20. Afgreidd 39 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 14.10.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir Alfreð Þorsteinsson
Guðlaugur Þór Þórðarson Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson