Borgarráð
Ár 2002, þriðjudaginn 20. ágúst, var haldinn 4752. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.10. Viðstaddir voru Árni Þór Sigurðsson, Alfreð Þorsteinsson, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 9. ágúst. Samþykkt.
2. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 13. ágúst. 3. Lagðar fram fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar frá 31. júlí, 7. og 14. ágúst. Borgarráð samþykkti B-hluta fundargerðanna.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 12. ágúst.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 15. ágúst.
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál.
7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara frá 20. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, alls 3 umsóknir. Erindið hlaut ekki stuðning.
8. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 20. þ.m. varðandi framkvæmdir við Skólavörðustíg ofanverðan, sbr. fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundi borgarráðs 13. þ.m. Borgarráð samþykkir tilfærslu á framkvæmdum.
9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 14. þ.m. varðandi forsögn að breytingu á deiliskipulagi í Sogamýri.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað, að þeir vísi til bókunar fulltrúar D-listans í skipulags- og byggingarnefnd.
Með sama hætti vísuðu borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans til bókunar fulltrúa R-listans.
10. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 19. þ.m. ásamt drögum að reglum um meðferð trúnaðarupplýsinga, settar á grundvelli laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti. Samþykkt.
11. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 19. þ.m., þar sem lagt er til að gerð verði tilraun með innkaupakort í nokkrum stofnunum og deildum borgarinnar. Samþykkt.
12. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 16. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar frá 15. s.m., um tilboð í gerð knattspyrnuvalla við Fossaleyni. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Ásbergs ehf.
13. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 16. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar frá 15. s.m., um tilboð í akstur grunnskólabarna. Samþykkt að taka tilboði Hópferðamiðstöðvarinnar, sem átti næst lægsta tilboðið.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 16. þ.m., þar sem lagt er til að Vottum Jehova verði úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 113 við Hraunbæ. Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 16. þ.m., þar sem lagt er til að úthlutun lóðar nr. 22 við Gylfaflöt verði afturkölluð. Frestað.
16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. júní sl., þar sem lagt er til að Bygg Ben ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 2 við Jörfagrund. Samþykkt.
17. Lagt fram bréf Kristjáns Jósteinssonar frá 19. þ.m., þar sem óskað er eftir viðræðum við borgaryfirvöld vegna veitingastaðarins Club Clinton, Aðalstræti 4. Vísað til meðferðar borgarlögmanns.
18. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað vegna menningarnætur 17. ágúst 2002:
Þeir dapurlegu atburðir, sem urðu vegna óláta og ofbeldis að lokinni flugeldasýningu á menningarnótt sl. laugardag, staðfesta nauðsyn þess, að gerður sé samningur milli Reykjavíkurborgar og lögreglunnar í Reykjavík um það, hvernig staðið skuli að undirbúningi og framkvæmd hátíða af þessu tagi, þannig að tryggt sé, að eðlileg tengsl séu á milli skipulags hátíðarinnar og öryggisráðstafana. Jafnframt verður að líta til þess, að borgarsjóður kann að þurfa að greiða kostnað við löggæslu, setji borgaryfirvöld fram sérstakar óskir um öryggisráðstafanir.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Í heildina séð tókst Menningarnótt í Reykjavík afskaplega vel og var skipuleggjendum, borgarbúum og gestum til mikils sóma. Lögreglan telur að um 80 þús. manns hafi komið í miðborgina þennan dag og fór framkvæmdin vel fram í alla staði. Athygli vekur að sjálfstæðismenn skuli leggja fram þessa bókun, sem staðfestir þá gagnrýni sem meirihlutinn hefur haldið uppi á skorti á sýnilegri löggæslu. Ljóst er að ríkið, í þessu tilfelli dómsmálaráðuneytið, vanrækir skyldur sínar um að uppfylla öryggi borgaranna. Það er því sérkennilegt að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggi til að borgin greiði þá þjónustu sem ríkinu ber að sinna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir þá skoðun að menningarnótt hafi tekist vel á meðan skipulögð dagskrá fór fram. Á hinn bóginn er ljóst að ekki var staðið nægilega vel að undirbúningi vegna öryggismála og hefði átt að gera það með samningi við lögregluna í Reykjavík.
19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Við upphaf skólaárs er ástæða til að fagna því, hve vel gengur að ráða kennara til grunnskóla Reykjavíkur. Er ljóst að bætt kjör kennara eru þeim hvatning til starfa í skólum, jafnframt er gleðiefni, að fleiri sýna nú kennaranámi áhuga heldur en áður.
Sá skuggi er yfir upphafi skólaársins í Reykjavík, að til vandræða horfir í Klébergsskóla á Kjalarnesi vegna þess hve illa hefur verið staðið að framkvæmdum við skólann. Hin pólitíska forysta R-listans hefur brugðist skólanum, ekki aðeins að þessu sinni heldur einnig áður.
Á þessu skólaári á að hrinda í framkvæmd nýju skipulagi vegna sérkennslu í skólum Reykjavíkur. Er ástæða til að hvetja til sérstakrar varkárni í því efni vegna þess að látið var undir höfuð leggjast að eiga nægilegt samráð við kennara og foreldra, þegar tillögur um hina nýju skipan voru í mótun. Mestu skiptir að ganga hvorki á hlut þeirra nemenda, sem þurfa á sérkennslu að halda, né annarra nemenda við framkvæmd stefnunnar.
Hvatt er til þess, að gerðar verði skipulegri ráðstafanir en áður til að veita afburðanemendum verkefni við hæfi og nýta sveigjanleika þeim í hag, en hann er m.a. að finna í námskrám og reglum um útskrift úr grunnskóla eða nýtingu frjálsra stunda í 9. og 10. bekk.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Ljóst er að sú töf sem orðið hefur á verkframkvæmdum við Klébergsskóla stafar af vanefndum verktaka. Hin pólitíska forysta Reykjavíkurlistans hefur þegar gert ráðstafanir til að ljúka þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á þessu ári með samningi við annan verktaka og samþykkt var í borgarráði þann. 13. ágúst sl.
Fundi slitið kl. 14.25.
Árni Þór Sigurðsson
Alfreð Þorsteinson Björn Bjarnason
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson