Borgarráð - Fundur nr. 4751

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 13. ágúst, var haldinn 4751. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Anna Kristinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 7. ágúst.

2. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Innkaupastofnunar frá 1. og 8. ágúst.

3. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 8. ágúst.

4. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál.

5. Lagt fram bréf fulltrúa borgarlögmanns frá 2. þ.m. varðandi sölu á eignarhlutum Reykjavíkurborgar í fasteigninni að Skógarhlíð 6. Samþykkt.

6. Kosning í stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur til loka kjörtímabilsins. Lögð fram eftirtalin bréf varðandi tilnefningar í stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur: Bréf skrifstofustjóra umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 8. f.m. og 12. þ.m., sbr. samþykktir umhverfis- og heilbrigðisnefndar 4. f.m. og 8. þ.m.; bréf fræðslustjóra frá 29. f.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs s.d.; bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 18. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs 3. s.m.

Kosin voru skv. tilnefningum: Kolbeinn Óttarsson Proppé Guðrún Ebba Ólafsdóttir Sigrún Jónsdóttir

Til vara: Katrín Jakobsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Stefán Þór Björnsson

Formaður var kosinn Kolbeinn Óttarsson Proppé.

- Kl. 12.20 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.

7. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 9. þ.m. þar sem óskað er heimildar til að beita húseiganda að Héðinsgötu 2 dagsektum, þar til kröfur slökkviliðsins um eldvarnir í húsinu hafa verið uppfylltar, að fjárhæð kr. 12.700,- fyrir hvern virkan dag. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir samskipti slökkviliðsins og húseigandans, ódags., ásamt fylgiskjölum.

- Kl. 12.27 tók Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.

Frestað.

8. Lagt fram bréf varalögreglustjórans í Reykjavík frá 26. f.m. varðandi tillögur Reykjavíkurborgar um 30 km hámarkshraða á nánar tilgreindum götum.

9. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 7. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði eftir að umsóknarfrestur rann út. Umsækjandi er Íbúasamtök Suðurhlíða, sbr. 22. liður fundargerðar borgarráðs 2. f.m. Borgarráð samþykkir að veita Íbúasamtökum Suðurhlíða styrk að fjárhæð kr. 50.000 af liðnum ófyrirséð útgjöld.

10. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 8. þ.m. varðandi erindi Ólafs Sigurgeirssonar, hrl., frá 12. júní s.l., f.h. ábúanda jarðarinnar Sjávarhóla á Kjalarnesi, þess efnis að borgarráð gefi jákvæða umsögn um sameiningu tiltekinnar lóðarspildu við jörðina. Jafnframt lagt fram bréf Ásmundar G. Vilhjálmssonar, hdl., frá 22. f.m. varðandi málið. Umsögn borgarlögmanns samþykkt og er því ekki orðið við erindinu.

11. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 8. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um fullnaðarfrágang í Klébergsskóla, ásamt drögum að samningum við S.Þ. verktaka ehf., ódags., og fylgiskjölum. Borgarráð samþykkir að gengið verði til samninga við S.Þ. verktaka ehf. á grundvelli framlagðra samningsdraga.

12. Lagt fram bréf ritara menningarmálanefndar frá 7. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar s.d. varðandi nýjar reglur um starfslaun listamanna. Jafnframt lagðar fram hinar nýju reglur, ódags., ásamt skýringum menningarmálastjóra, dags. 12. s.m. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf ritara menningarmálanefndar frá 7. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar s.d. varðandi breytingar á reglum um starfrækslu Tónlistarhóps Reykjavíkur frá 26. maí 1998. Jafnframt lagðar fram hinar breyttu reglur. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 31. f.m. um auglýsingu breytingar á deiliskipulagi vegna Leirubakka 34-36. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. júní s.l., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. varðandi erindi Kajakklúbbsins frá 25. janúar s.l. um aðstöðu fyrir félagið á Geldinganesi. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa frá 19. júní s.l. um erindið. Þá er lagt fram bréf skrifstofustjóra umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 12. þ.m., sbr. umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar um málið 8. s.m. Frestað.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12. þ.m. þar sem lagt er til að borgarráð afturkalli úthlutun byggingarréttar til Guðmundar Bragasonar á lóðunum nr. 52-54, 78-80 og 94-96 við Þorláksgeisla, sbr. 7. liður fundargerðar borgarráðs 13. júlí 2001. Frestað.

17. Rætt um aðstæður á Ingólfstorgi vegna slyss er þar varð 10. þ.m. Á fundinn komu byggingarfulltrúi og aðstoðarframkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs vegna málsins.

18. Rætt um afleiðingar bruna er varð 7. þ.m. að Fákafeni 9. Á fundinn komu slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, byggingarfulltrúi og forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur vegna málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvar eru listaverk í eigu Listasafns Reykjavíkur geymd? Hvar eru munir í eigu Árbæjarsafns geymdir? Hvar eru gögn borgarskjalasafns geymd? Hvernig er brunavörnum háttað á þessum geymslustöðum?

19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hefur verið mótuð afstaða til þess, að halda áfram framkvæmdum við Skólavörðustíg, svo að þeim verði lokið í sumar?

20. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn: Hvaða reglur gilda um lausagöngu búfjár á Kjalarnesi og í kringum Mógilsá? Hver annast eftirlit með því, að þessum reglum sé framfylgt?

21. Lagt fram bréf Ómars Jóhannssonar frá 12. þ.m. varðandi deiliskipulag á Norðlingaholti. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir taka undir það með bréfritara að frestur til að skila inn athugasemdum við deiliskipulagið verði framlengdur.

22. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12. þ.m. um erindi Hreggviðs Jónssonar frá 25. f.m. varðandi eignarhald á Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, sbr. 19. liður fundargerðar borgarráðs 30. júlí s.l. Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 14.25.

Árni Þór Sigurðsson

Anna Kristinsdóttir Björn Bjarnason
Dagur B. Eggertsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson