Borgarráð
3
B O R G A R R Á Ð
Ár 2002, þriðjudaginn 30. júlí, var haldinn 4750. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.25. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Anna Kristinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 16. júlí. Samþykkt.
2. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23. júlí. Samþykkt.
3. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 29. júlí.
4. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 15. júlí. Samþykkt.
5. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 19. júlí.
6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Innkaupastofnunar frá 18. og 25. júlí.
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 11. júlí.
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2. júlí.
9. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál.
10. Lagt fram bréf umhverfisráðherra frá 25. þ.m. þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Reykjavíkurborgar í samvinnunefnd miðhálendis. Samþykkt að tilnefna Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Önnu Kristinsdóttur til vara.
11. Lögð fram ársskýrsla Sorpu bs. fyrir árið 2001 ásamt bréfi framkvæmdastjóra Sorpu bs. frá 23. þ.m.
12. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 29. þ.m. varðandi umsókn Kaspers ehf. um rýmkun leyfis til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Champions Café, Stórhöfða 17. Umsögnin samþykkt og er umsókninni því hafnað.
13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 24. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði eftir að umsóknarfrestur rann út, umsækjendur eru Kolbrún Aðalsteinsdóttir, Billiardsamband Íslands, Katalin Lörincz Miklósné Balázs og Pétur Gísli Finnbjörnsson. Ekki er gerð tillaga um styrkveitingar.
14. Lagt fram bréf dómsmálaráðherra frá 17. þ.m., þar sem tilkynnt er um staðfestingu ráðuneytisins á breytingum á lögreglusamþykkt Reykjavíkur sem samþykktar voru í borgarstjórn 16. maí s.l.
15. Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 11. þ.m. um gerð samnings við Fossaleyni hf. um nýtingu Egilshallar, ásamt fylgiskjölum. Samþykkt með þeirri breytingu að ekki verði gengið til samninga um félagsaðstöðu skautamanna og aðstöðu fyrir frjálsíþróttastarfsemi í húsinu að þessu sinni.
16. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um deiliskipulag Grjótaþorps og breytingar að Aðalstræti 4. Jafnframt lagt fram að nýju bréf Lindarvatns ehf. frá 20. f.m. varðandi Aðalstræti 4. Þá er lagt fram minnisblað Nikulásar Úlfars Mássonar frá 25. þ.m. varðandi hæð og þakform hótelbyggingar að Aðalstræti 4. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að staðfesta samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 5. f.m. með þeirri breytingu hvað varðar hæð og þakform hótelbyggingar að Aðalstræti 4, sem fram kemur í minnisblaði Nikulásar Úlfars Mássonar og auðkennd er þar sem ný tillaga. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins og vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd 5. f.m.
17. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 29. þ.m. þar sem fram kemur tillaga um leigu á Geysishúsinu, Aðalstræti 2, til 20 ára fyrir starfsemi Höfuðborgarstofu. Jafnframt lögð fram drög að leigusamningi Minjaverndar og Reykjavíkurborgar, ódags. Samþykkt.
18. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, þar sem fram kemur tillaga um gerð samstarfssamnings vegna tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves og fjárveitingu til verkefnisins. Jafnframt lögð fram drög að samningi Reykjavíkurborgar, Hr. Örlygs ehf. og Icelandair, ódags. Samþykkt.
19. Lagt fram bréf Hreggviðs Jónssonar frá 25. þ.m. varðandi eignarhald á Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Vísað til umsagnar skrifstofustjóra borgarverkfræðings. Árni Þór Sigurðsson vék af fundi við meðferð málsins.
20. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m., sbr. bókun samgöngunefndar 19. s.m. varðandi ósk SAMFOKS um áheyrnarfulltrúa í samgöngunefnd, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs 2. þ.m. Bókun samgöngunefndar samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 26. þ.m. varðandi leiðréttingu gatnagerðargjalds vegna úthlutunar byggingarréttar að Dalbraut 14, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs 2. þ.m. Samþykkt.
22. Lagt fram bréf Sveins Andra Sveinssonar hrl. frá 28. f.m. varðandi umferðarkvöð á lóðinni nr. 72 við Hverfisgötu. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m. um erindið. Umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings samþykkt.
23. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 23. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 1. s.m. varðandi bifreiðastöðubann við Vesturhlíð, ásamt umsögn Stefáns Arnars Finnssonar yfirverkfræðings. Samþykkt.
24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. þ.m. þar sem lagt er til að Jóni Inga Magnússyni og Guðrúnu B. Gunnarsdóttur, Breiðuvík 4, 112 Reykjavík, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús nr. 4 við Jörfagrund. Samþykkt.
25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. þ.m. þar sem lagt er til að Jóni Inga Magnússyni og Guðrúnu B. Gunnarsdóttur, Breiðuvík 4, 112 Reykjavík, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús nr. 6 við Jörfagrund. Samþykkt.
26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. þ.m. þar sem lagt er til að Friðriki Weisshappel Jónssyni, Klapparstíg 13, og Guðjóni Páli Einarssyni, Flókagötu 12, verði úthlutað byggingarrétti á lóðunum nr. 58 og 58a við Einarsnes til að flytja þangað hús sem nú standa við Sölvhólsgötu 10 og 14. Samþykkt.
27. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 24. f.m. varðandi tillögu Ólafs F. Magnússonar um Kárahnjúkavirkjun, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 20. s.m. Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:
Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur 20. júní s.l. var svohljóðandi tillögu minni vísað til borgarráðs: “Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 21. júní 2001 að forsenda þess að virkja megi á vegum Reykjavíkurborgar sé að fyrir liggi vandaðir arðsemisútreikningar fyrir hverja einstaka framkvæmd. Borgarstjórn ítrekar fyrri samþykkt og lýsir andstöðu sinni við þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun á meðan ekki liggja fyrir arðsemisútreikningar sem með óyggjandi hætti sýna fram á arðsemi af framkvæmdinni.” Þann 19. júlí s.l. var undirrituð viljayfirlýsing af aðstoðarforstjóra Alcoa, forstjóra Landsvirkjunar og iðnaðarráðherra sem felur í sér áframhaldandi framkvæmdir á Kárahnjúkasvæðinu í sumar án þess að neitt liggi fyrir um orkuverð sem er forsenda þess að framkvæmdin geti skilað arði. Við undirritunina hvatti iðnaðarráðherra forstjóra Landsvirkjunar til að koma ekki í veg fyrir að af framkvæmdum yrði á síðari stigum málsins. Í þeim orðum fólst krafa um að skammtímahagsmunir tiltekinna stjórnmálamanna og þrýstihópa skyldu ráða ferðinni en ekki framtíðarhagsmunir þjóðarinnar. Ég tel að þessi vinnubrögð stangist á við samþykktir Borgarstjórnar Reykjavíkur um að þátttaka Reykjavíkurborgar í Kárhnjúkavirkjun sé bundin því skilyrði að arðsemisútreikningar liggi fyrir. Ég mótmæli þessum vinnubrögðum og hvet aðra borgarfulltrúa til að gera það einnig um leið og ég ítreka þá skoðun mína að Reykjavíkurborg sé ekki stætt á því að halda áfram þátttöku sinni í Kárahnjúkavirkjun af framangreindum ástæðum. Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar starfshóps um heildarstefnumörkun Reykjavíkurborgar í orkumálum, sem skipaður verður á næstunni í samræmi við samþykkt borgarstjórnar 20. f.m.
28. Björn Bjarnason lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarstjórn Reykjavíkur verði upplýst um skuldbindingar Reykjavíkurborgar samkvæmt EES-samningnum og hvernig staðið hefur verið að framkvæmd þeirra af hálfu borgaryfirvalda.
Fundi slitið kl. 13.30.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Anna Kristinsdóttir Björn Bjarnason
Árni Þór Sigurðsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Dagur B. Eggertsson Hanna Birna Kristjánsdóttir