Borgarráð - Fundur nr. 4749

Borgarráð

4

Drög/Ólesið B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 16. júlí var haldinn 4749. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Raðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 10. júlí.

2. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 2. júlí. Samþykkt með samhljóða atkvæðum.

3. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. júlí. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

4. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 10. júlí. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 15. júlí.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 9. júlí.

7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 4. júlí.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál.

9. Lögð fram ársskýrsla og umhverfisskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur 2001.

10. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 15. þ.m. um lengdan opnunartíma veitingastaðarins Thorvaldsen. Borgarráð samþykkir umsögnina.

11. Lögð fram umsögn borgarlögmanns og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 1. þ.m. um styrk til Skátasambands Reykjavíkur vegna skátaheimilis og þjónustumiðstöðvar við Hraunbæ. Borgarráð samþykkir framkomna tillögu um styrkveitingu vegna byggingar skátaheimilis og skátamiðstöðvar við Hraunbæ og felur borgarlögmanni og framkvæmdastjóra ÍTR að ganga frá samningi við Skátasamband Reykjavíkur. Jafnframt ítrekar borgarráð að um er að ræða fullnaðarstyrk vegna þessarar framkvæmdar og ekki verður um frekari styrki að ræða vegna byggingu skátaheimila á næstu árum.

12. Lögð fram umsögn borgarverkfræðings og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 11. þ.m. um gerð samnings við Fossaleyni hf. um nýtingu Egilshallar. Frestað.

13. Lagt fram yfirlit framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 15. þ.m., yfir sumarvinnu skólafólks.

14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Skipulagssjóðs frá 12. þ.m. varðandi kaup á Laugavegi 86, 86B, 92 og 94, Stjörnubíósreit. Samþykkt með 4 atkv. gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sjá ekki, að í því felist nein hagsmunagæsla fyrir hönd Reykvíkinga eða þörf vegna skipulags að Skipulagssjóður Reykjavíkurborgar taki sölutilboði á eignum Jóns Ólafssonar og co. sf. og Stjörnubíós ehf. vegna fasteignanna nr. 86, 86B, 92 og 94 við Laugaveg og eru því andvígir heimild til sjóðsins f.h. borgarsjóðs að ganga að ofangreindu tilboði.

Borgaráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Sá reitur sem um er að ræða er til mikillar óprýði fyrir Laugaveginn og mikilvægt að hafist verði handa við uppbyggingu hans sem allra fyrst. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag af reitnum þar sem gert er ráð fyrir að byggja megi um 6.500 m2 á lóðinni. Samkvæmt skipulaginu væri hægt að koma um 100 bílum fyrir í kjallara en hugsanlega mætti stækka bílageymslu á þessum stað þannig að hún þjónaði öllum ofanverðum Laugavegi. Mikilvægt er að borgin hafi tök á lóðinni þar til bílastæðamál Laugavegarins hafa verið til lykta leidd. Um leið og þau mál skýrast mun borgin selja byggingarréttinn aftur. Borgin hefur lengi haft augastað á lóðinni en það er ekki fyrr en nú að viðunandi verð næst.

15. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 15. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um tilboð í ýmis smærri verkefni III. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Fleygtaks ehf.

16. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 15. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d. um tilboð í malbikun Vogabakka. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Hlaðbæjar Colas hf.

17. Kosning í stjórn og fulltrúaráð Skógarbæjar til loka kjörtímabilsins: Í stjórn voru kosin: Stefán Jóhann Stefánsson Benedikt Geirsson Til vara: Svanhildur Kaaber Guðrún Ebba Ólafsdóttir

Í fulltrúaráð voru kosin: Stefán Jóhann Stefánsson Svanhildur Kaaber Benedikt Geirsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir Til vara: Pétur Jónsson Björk Vilhelmsdóttir Jórunn Frímannsdóttir Kristján Guðmundsson

18. Borgarráð samþykkir að Jóna Hrönn Bolladóttir taki sæti í Kirkjubyggingarsjóði Reykjavíkurborgar ásamt Gísla Jónassyni tilnefndum af Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Jóhannesi Pálmasyni tilnefndum af Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Jóna Hrönn Bolladóttir er jafnframt formaður stjórnar.

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um deiliskipulag reita 1.170.1 og 1.170.2, sem afmarkast af Lækjargötu – Bankastræti – Þingholtsstræti og Amtmannsstíg. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 10. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi vegna settjarna í Elliðaárdal. Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað það þeir taki undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og byggingarnefnd.

21. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. f.m. um deiliskipulag og fjölgun íbúða við Þorláksgeisla. Borgarráð samþykkir að fjölga íbúðum í Þorláksgeisla 43-49 í allt að 30 íbúðir. Á lóðum nr. 35 og 37 verða leyfðar mest 8 íbúðir í hvoru húsi en mest 7 íbúðir í húsi á lóðum nr. 39 og 41. Gera skal ráð fyrir tveimur stæðum á lóð fyrir hverja íbúð, einu í bílageymslu og einu á lóð í samræmi við sérákvæði skilmála fyrir lóðir E1.

22. Lagt fram bréf skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla frá 26. f.m. varðandi húsnæðismál skólans. Jafnframt lagt fram bréf menntamálaráðuneytis, dags. s.d., varðandi málið. Samþykkt og vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.

23. Samþykkt að kjósa eftirtalda fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs Reykjavíkurborgar, til loka kjörtímabilsins: Helga Jónsdóttir Steinar Harðarson Benedikt Geirsson Til vara: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Stefanía Traustadóttir Hannes H. Garðarsson Helga Jónsdóttir var kosin formaður stjórnar.

24. Samþykkt að kjósa eftirtalda fulltrúa í Hverfisráð Nesja, til loka kjörtímabilsins:

Marsibil Sæmundsdóttir, formaður Sigríður Pétursdóttir Marta Guðjónsdóttir Til vara: Ásgeir Harðarson Magnús Már Magnússon Jón Líndal Pétursson

25. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir samstarfssamning við félagsvísindadeild Háskóla Íslands um Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála til að stuðla að samstarfi Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um kennslu, þróun og rannsóknir á stjórnsýslu sveitarstjórnarstigsins. Reykjavíkurborg leggur stofnuninni til rekstrarstyrk að fjárhæð 2.5 mkr. á ári hverju frá 2003-2005.

Greinargerð fylgir tillögunni. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 15. þ.m., þar sem lagt er til að Karl Pálmason, Bláskógum 16, verði lóðarhafi lóðar nr. 55 við Jónsgeisla í stað Kristins Pálmasonar. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf Félags áhugamanna um aldamótahús frá 11. þ.m. um afsal lóðar nr. 67 við Barðastaði. Vísað til skrifstofustjóra borgarverkfræðings.

Fundi slitið kl. 14.05.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason
Árni Þór Sigurðsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson