Borgarráð - Fundur nr. 4748 leiðrétt

Borgarráð

6 Leiðrétt B O R G A R R Á Ð Ár 2002, föstudaginn 12. júlí var haldinn 4748. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Anna Kristinsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal. Þetta gerðist: 1. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 1. júlí. 2. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 3. júlí. 3. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 9. júlí. 4. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 3. júlí. 5. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 1. júlí. 6. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 8. júlí. 7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. 8. Lögð fram umsögn Aflvaka hf. frá 31. maí s.l. um styrkumsókn Kolaportsins ehf. vegna erfiðrar greiðslustöðu. 9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 8. þ.m., ásamt samþykkt fyrir leikskólaráð frá 21. mars s.l., þar sem lagt er til að samþykkt fyrir leikskólaráð fái tvær umræður í borgarráði og verði síðan send félagsmálaráðuneytinu til staðfestingar. Samþykkt við síðari umræðu. 10. Lagt fram bréf skólameistara Fjölbrautarskólans við Ármúla frá 26. f.m., þar sem óskað er eftir stuðningi borgarinnar í úrbótum vegna húsnæðisleysis skólans. Frestað. 11. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag þar sem lagt er að eftirtaldir fulltrúar, sem tengdir eru ferða- og markaðsmálum, taki sæti í stjórn Höfuðborgarstofu: Hrönn Greipsdóttir, Radisson SAS Guðjón Arngrímsson, Flugleiðum Guðmundur Þóroddsson, Orkuveitu Reykjavíkur Til vara: Andri Snær Magnason, rithöfundur Þórunn Sigurðardóttir, Listahátíð Ágúst Ágústsson, Reykjavíkurhöfn 12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 4. s.m. um breytingu á deiliskipulagi við Fossaleyni. Samþykkt. 13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 5. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 4. s.m. um deiliskipulag leikskólalóðar í Grundarhverfi. Samþykkt. 14. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 4. s.m. um deiliskipulag að Skógarseli 11-15. Jafnframt lagt fram bréf Guðjóns Ármanns Jónssonar, hrl., þar sem mótmæli við breytingunni eru ítrekuð. Borgarráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn 3 tillögu að deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi. Fyrirvari er gerður um endanlega afmörkun lóða. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði mótmæla fyrirhugaðri íbúðabyggð við Skógarsel 11-15, Alaskalóð. Umrætt svæði hefur undanfarin 40 ár verið auðkennt í skipulagi borgarinnar sem útivistarsvæði, grænt svæði, gróðrarstöð eða opið svæði til sérstakra nota og það verið samþykkt a.m.k. átta sinnum á undanförnum áratugum. Ennfremur er vitað að á svæðinu stóð bær í margar aldir eða Breiðholtsbærinn, sem 23 þúsund manna hverfi í Breiðholti er kennt við. Lóðin er merkt þjóðminjaverndarsvæði og þar eru friðlýstar fornleifar. Þær eru gerðar hornreka í þessu skipulagi. Fyrirhuguð uppbygging á svæðinu er algjörlega út í hött. Bygging 50 íbúða á svæðinu með nýtingarhlutfalli upp á 0.8, m.a. með tveimur 4ra hæða fjölbýlishúsum er bæði skipulags- og umhverfisslys í þessu umhverfi. Ekkert tillit hefur verið tekið til athugasemda og mótmæla íbúa. Foreldrafélög og Íþróttafélag Reykjavíkur hafa sent borgarráði erindi og varað við slysahættu gangandi vegfarenda yfir Skógarsel á þessu svæði. Engin viðhlítandi grein hefur verið gerð fyrir umferðartengingu frá Skógarseli í tengslum við uppbyggingu á Alaskalóðinni en ljóst er að staðsetning 50 íbúða á lóðinni mun enn auka á umferðarvandann. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa andstöðu sinni við tillöguna. Við leggjum áherslu á að svæðið verði fyrst og fremst nýtt undir garð- og útivistarsvæði í þágu íbúa Breiðholts og annarra Reykvíkinga. Ólafur F. Magnússon óskaði bókað: Ég ítreka nauðsyn þess að umferðaröryggi við Skógarsel verði tryggt og að öruggum göngutengslum við ÍR-svæðið verði komið á hið fyrsta. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað: Svokölluð Alaskalóð við Skógarsel 11-15 var eitt af svokölluðu þéttingarsvæðum samkvæmt tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, sem kynnt var í júní 2001. Á þéttingarsvæðum er stefnt að því að byggja íbúðir innan byggðra hverfa á gildistíma Aðalskipulagsins. Við kynningu á tillögu Aðalskipulags bárust engar athugasemdir. Samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, samþykkt í borgarstjórn í apríl 2002 er gert ráð fyrir 48 íbúðum á svæðinu. Tekið hefur verið mið af umsögnum borgarminjavarðar varðandi afmörkun rústa og garðyrkjustjóra vegna gróðurs. Svæðið er tæpir 2 hektara að stærð en aðeins um helmingur þess er nýtt undir íbúðarbyggð m.a. vegna aðlögunar að umhverfi, gróðri og minjum. Því er vísað á bug að fyrirhuguð byggð hafi neikvæð áhrif á nánasta umhverfi og er svæðið í raun upplagt til þéttingar byggðar. Á það skal einnig bent að margar fyrirspurnir hafa borist til skipulags- og byggingarsviðs um minni sérbýlishús á svæðinu. Ekkert mælir á móti því að tillagan verði samþykkt. 15. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 8. þ.m., sbr. samþykkt afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 5. s.m. um staðsetningu rafræns flettiskiltis á mótum Skógarsels og Breiðholtsbrautar. Samþykkt. 16. Lögð fram umsögn sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 5. þ.m. um flutning húsanna að Sölvhólsgötu 14 og 10 á lóðirnar nr. 58 og 58A við Einarsnes. Vísað til skrifstofustjóra borgarverkfræðings. 17. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs og borgarverkfræðings frá 2. þ.m. ásamt skýrslu dómnefndar um bílakjallara undir Tjörninni, dags. í júlí 2002. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu: Borgarráð samþykkir að óska eftir umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar, samgöngunefndar og skipulags- og byggingarnefndar um tillögur bjóðenda og niðurstöðu dómnefndar. Jafnframt er mælst til að hafinn verði undirbúningur að gerð deiliskipulags, m.a. með því að fara yfir þær athuganir á umhverfisáhrifum sem þegar liggja fyrir, kynna þær með formlegum hætti og fylla í eyður ef ástæða verður til. Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað: Ljóst er, að reynslan af því að reisa Ráðhúsið við Tjörnina og gera bílastæði undir því, er höfð að leiðarljósi við þessa tillögu og er athyglisvert að hún er gerð undir pólitískri forystu þeirra sem töldu framkvæmdir við Ráðhúsið mundu spilla fuglalífi á Tjörninni og við hana, ef ekki eyðileggja lífríki hennar. Síðan Ráðhúsið var reist hefur verið sett ný löggjöf um umhverfismat og vernd fornleifa. Tillagan um bílastæði undir Tjörninni hefur ekki verið metin í ljósi þessara laga. Áður en það er gert er ekki unnt að taka efnislega afstöðu til þess hvort hún er framkvæmanleg eða hvað hún kostar í framkvæmd. Tillagan snýst ekki einungis um framkvæmdir undir Tjörninni heldur einnig breytingu á Mæðragarðinum vegna innkeyrslu í fyrirhuguð bílastæði. Tillögunni fylgja ekki upplýsingar um nýtingu þeirra bílastæðahúsa, sem nú þjóna miðborginni svo sem í kjallara Ráðhússins, í Grjótaþorpi, Kolaportinu, við Hverfisgötu og Bergstaðastræti. Til að leggja mat á þörfina fyrir framkvæmdir vegna bílastæða á þessum viðkvæma stað er nauðsynlegt að hafa tölfræðilegar upplýsingar um nýtingu annarra bílastæðahúsa og hvernig henni er háttað á mismunandi tímum sólarhringsins. Tillagan kemur fram, af því að horfið var frá því að smíða bílastæðahús á horni Suðurgötu og Túngötu, sem mætti mikilli andstöðu nágranna. Nauðsynlegt er að við mat á tillögunni séu kynntir aðrir kostir til að leysa úr þeim vanda, sem steðjar að miðborginni vegna skorts á bílastæðum, svo að unnt sé að gera upp á milli þeirra við afgreiðslu tillögunnar. Við teljum að fyrir því þurfi að vera mjög ríkar ástæður eins og þegar Ráðhúsið var reist við Tjörnina áður en ákveðið er að hefja viðamiklar framkvæmdir í Tjörninni. Þá þarf að liggja fyrir að hvert skref sé stigið í samræmi við gildandi lög. Loks þarf hagnýtt gildi framkvæmdarinnar að vera ótvírætt. Þessar forsendur eru ekki fyrir hendi þegar málið er kynnt borgarráði. Það verður aftur tekið fyrir í ráðinu að lokinni umsögn einstakra nefnda borgarstjórnar og þá er tímabært að taka lokaafstöðu til þess hvort í framkvæmdir skuli ráðist. Ámælisvert er að tillagan var kynnt opinberlega á blaðamannafundi með borgarstjóra áður en borgarráð hafði lokið umræðu um hana og með þeim orðum að framkvæmdir gætu hafist á haustmánuðum án þess að nokkur umræða hefði farið fram um tillöguna meðal kjörinna fulltrúa eða í nefndum borgarstjórnar. Ólafur F. Magnússon óskaði bókað: Ég tek undir ábendingar um nauðsyn þess að áhrif á lífríki Tjarnarinnar og hugsanleg áhrif á fornminjar liggi fyrir áður en framkvæmdir við bílastæðahús undir Tjörninni verða hafnar. Borgarstjóri óskaði bókað: Eins og bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins ber með sér á enn eftir að skoða betur ýmsa þætti sem lúta að byggingu bílageymslu undir Tjörninni áður en borgarráð getur tekið afstöðu til málsins. Er eðlilegt að það sé gert í þeim nefndum borgarinnar sem eiga að vera borgarráði til ráðuneytis, í þessu tilviki skipulags- og byggingarnefnd, samgöngunefnd og umhverfis- og heilbrigðisráði. Munu nefndirnar væntanlega líta til þeirra efnisatriða sem nefnd eru í bókun Sjálfstæðismanna við meðferð málsins. Hvað varðar tengingu þessa máls við byggingu Ráðhússins við Tjörnina þá er rétt að fram komi að andstaða borgarfulltrúa minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur á sínum tíma byggðist ekki á því að þeir teldu að þær framkvæmdir myndu ,,spilla fuglalífi á Tjörninni og við hana, ef ekki eyðileggja lífríki hennar” eins og segir í bókun Sjálfstæðismanna. Andstaðan byggðist öðru fremur á tveimur sjónarmiðum. Í fyrsta lagi að húsið myndi raska þeim heildarsvip, sem þá var umhverfis Tjörnina og í öðru lagi á kostnaði við framkvæmdina. Er í því sambandi vísað til bókunar í borgarstjórn þann 5. maí 1988. Það skýtur skökku við að Sjálfstæðismenn skuli telja það ámælisvert að borgarstjóri kynni tillöguna fyrir almenningi með því að boða til blaðamannafundar. Tillagan var komin fram opinberlega og þ.a.l. áttu fjölmiðlar rétt á að fá um hana upplýsingar. Þá er hér er um viðkvæmt svæði að ræða, sem margir láta sig varða og því mikilvægt að almenningur fái sömu upplýsingar og borgarráðsmenn. 18. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. f.m., þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa og varafulltrúa á landsþing Sambandsins. Eftirtaldir fulltrúar voru tilnefndir: Til vara: Árni Þór Sigurðsson Helga Jónsdóttir Alfreð Þorsteinsson Gunnar Eydal Stefán Jón Hafstein Helgi Hjörvar Steinunn Valdís Óskarsdóttir Marsibil Sæmundsdóttir Anna Kristinsdóttir Kolbeinn Óttarsson Proppé Björk Vilhelmsdóttir Jóna Hrönn Bolladóttir Dagur B. Eggertsson Steinunn Birna Ragnarsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Þorlákur Björnsson Björn Bjarnason Gísli Marteinn Baldursson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Inga Jóna Þórðardóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir Margrét Einarsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir Jórunn Frímannsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Kristján Guðmundsson Kjartan Magnússon Alda Sigurðardóttir Ólafur F. Magnússon Margrét Sverrisdóttir 19. Lagt fram bréf menningarmálanefndar frá 4. þ.m., sbr. samþykkt nefndarinnar 3. s.m. um starfssamninga við sviðslistahópa. Samþykkt. 20. Lagður fram kjarasamningur Reykjavíkurborgar og Iðjuþjálfafélags Íslands, dags. 4. júlí 2002. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. 23. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 9. þ.m. varðandi styrk til stækkunar leikskóla KFUM og KFUK við Holtaveg. Samþykkt. 24. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 9. þ.m. varðandi styrk til stækkunar leikskóla að Langagerði 1. Samþykkt. 25. Lögð fram tillaga vinnuhóps um varðveislu og frágang fornminja við Aðalstræti, dags. í dag, ásamt greinargerð. Jafnframt lagt fram bréf borgarminjavarðar frá 10. þ.m. um fornleifarannsóknir við Aðalstræti ásamt skýrslu Fornleifastofu Íslands, dags. í júní 2002. Frestað. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: Saga Aðalstrætis er afar merkileg og einstök í miðri höfuðborg. Haga ber öllu skipulagi þar með tilliti til þess, ekki síst þegar nú hafa fundist minjar í Aðalstræti, sem eru minnismerki um elstu byggð í Reykjavík og landinu öllu. Víkurkirkjugarður er mikilvægur hluti minjaheildar í Aðalstræti. Það er óvirðing við garðinn og raskar meginmarkmiðum eðlilegrar minjavörslu á svæðinu að ráðast þar í framkvæmdir vegna aðgengis að fornminjum, sem hafa fundist við Aðalstræti. Þá hlýtur einnig að vera álitamál, hvort það falli að markmiðum minjavörslu á þessum merka stað að reisa þar ný hús í dulargervi gamalla og segja fólki, að það sé gert í virðingaskyni við merka sögu Aðalstrætis. Ráðgert er að núverandi áform um uppgröft, mannvirkjagerð í Víkurkirkjugarði og sýningu á fornminjum kosti um 500 mkr. Sjálfstæðismenn ítreka fyrri tillögur sínar um að leitað verði fleiri hugmynda um varðveislu og sýningu fornminja í Aðalstræti með það fyrir augum, að þær verði hluti af götumynd Aðalstrætis og almenningur fái notið þeirra sem vitnisburðar um upphaf byggðar í landinu. Ólafur F. Magnússon óskaði bókað: 15. nóvember 2001 var tillögu minni í borgarstjórn um endurskoðun deiliskipulags suðausturhluta Grjótaþorps vísað til skipulags- og byggingarnefndar. Í tilllögunni var lögð áhersla á að verndun fornminja og aðgengi að þeim hefði forgang í skipulaginu en ekki þarfir hótellbyggjenda og framkvæmda á þeirra vegum. Ástæða er til að ítreka þessi sjónarmið 26. Lagt fram bréf borgarlögmanns og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 1. þ.m. um byggingarstyrk til Skátasambandsins vegna skátaheimilis og þjónustumiðstöðvar að Hraunbæ. Frestað. 27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 10. þ.m., þar sem lagt er til að Sveini Þorsteinssyni, Brúnastöðum 59, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 72 við Gvendargeisla gegn afsali sams konar byggingarréttar á lóð nr. 38. við sömu götu. Samþykkt. 28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 5. þ.m., þar sem lagt er til að Lovísu Hallgrímsdóttur, Grundartanga 5 Mosfellsbæ, verði úthlutað byggingarrétti fyrir leikskóla á lóð nr. 10 við Bleikjukvísl. Samþykkt. 29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 8. þ.m., þar sem lagt er til að SHS fasteignir ehf. verði rétthafar lóðarinnar að Skógarhlíð 14. Samþykkt. 30. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Skipulagssjóðs frá 5. þ.m. um heimild til að semja um forkaupsrétt til handa hesthúsaeigendum í Norðlingaholti. Samþykkt. 33. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara frá 9. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði eftir að umsóknarfrestur rann út. Borgarráð fellst ekki á styrkveitingar. 34. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar frá frá 11. þ.m. um lengri afgreiðslutíma áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Nasa, Thorvaldsensstræti 2. Borgarráð samþykkir umsögnina. 35. Afgreidd 33 útsvarsmál. Fundi slitið kl. 12.15. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Anna Kristindóttir Björn Bjarnason Björk Vilhelmsdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson