Borgarráð - Fundur nr. 4747

Borgarráð

3

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 2. júlí, var haldinn 4747. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 27. júní.

2. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 24. júní.

3. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 24. júní. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 1. júlí.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál.

6. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 1. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d., um tilboð í sundlaugarbotn og brú í Sundmiðstöð í Laugardal. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, KBE GmbH.

7. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 1. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d., um tilboð í úrbætur í umferðarmálum 2002. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Gísla Magnússonar.

8. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 1. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar s.d., um tilboð í byggingu skolpdælustöðvar í Gufunesi. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Ó.G. Bygg ehf.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um reyndarteikningar hestshúss við Selásblett og frestun á afgreiðslu erindis vegna gerðar skipulags. Samþykkt.

10. Lagt fram erindisbréf fyrir stjórnkerfisnefnd, dags. 1. þ.m.

11. Kosning í eftirtaldar nefndir til loka kjörtímabilsins: Bláfjallanefnd: Kosinn var Ingvar Sverrisson. Stjórnkerfisnefnd: Kosnir voru Dagur B. Eggertsson, Árni Þór Sigurðsson og Björn Bjarnason. Reykjanesfólkvangur, stjórn: Kosin var Hrefna Sigurjónsdóttir. Varamaður í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var kosinn Árni Þór Sigurðsson. Í fulltrúaráð samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu voru kosinn Anna Kristinsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

12. Lagt fram bréf Múlalundar frá 25. f.m., þar sem óskað er eftir styrk til reksturs fyrirtækisins. Jafnframt lagt fram bréf félagsmálastjóra ásamt tillögu um stuðning við reksturinn. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf Foreldraráðs og Foreldrafélags Ölduselsskóla frá 20. þ.m. varðandi gerð göngubrúar yfir Skógarsel. Vísað til umsagnar samgöngunefndar. Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:

Ég tek undir óskir fulltrúa Foreldrafélags og Foreldraráðs Ölduselsskóla og Íþróttafélags Reykjavíkur um að örugg göngutengsl yfir Skógarsel á móts við ÍR-svæðið verði tryggð hið fyrsta.

14. Lögð fram umsögn fræðslustjóra frá 10. f.m. varðandi færanlegar kennslustofur fyrir Waldorfskólann. Borgarráð samþykkir að skólanum verði leigðar tvær kennslustofur. Beiðni um fjárstuðning vísað til fræðsluráðs.

15. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 1. þ.m., sbr. samþykkt fræðsluráðs s.d., um lengingu skóladags nemenda í 2. til 4. bekk í áföngum. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs og borgarverkfræðings, dags. í dag, ásamt skýrslu dómnefndar um bílakjallara undir Tjörninni, dags. í júlí 2002. Frestað.

17. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 30. maí s.l. varðandi erindi Geðhjálpar frá 10. s.m. um fjárstyrk vegna lokauppgjörs stuðningsþjónustu Geðhjálpar. Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.

18. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um deiliskipulag austurhluta Ártúnshöfða. Jafnframt lögð fram greinargerð Arkís ehf. varðandi skilmála o.fl. Samþykkt.

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um deiliskipulag Teigahverfis. Jafnframt lögð fram greinargerð og skilmálar, síðast breytt 21. þ.m. Samþykkt að fela umhverfis- og heilbrigðissviði að taka upp viðræður við eigendur lóðar nr. 6 við Hrísateig.

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 21. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. s.m. um deiliskipulag Grjótaþorps og breytingar að Aðalstræti 4. Jafnframt lagt fram bréf Péturs Þórs Sigurðssonar frá 20. f.m. varðandi Aðalstræti 4. Frestað.

21. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um breytingu á deiliskipulagi austurhluta Grafarholts og fjölgun íbúða við Andrésbrunn, Katrínarlind, Marteinslaug og Þorláksgeisla. Breytingu varðandi Þorláksgeisla frestað. Erindið er að öðru leyti samþykkt.

22. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarritara frá 21. og 28. f.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði eftir að umsóknarfrestur rann út. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarritara frá 28. s.m. um ferðastyrkumsóknir til kóra og hljómsveita. Erindi Íbúasamtaka Suðurhlíða frestað. Önnur erindi hlutu ekki stuðning borgarráðs.

23. Lagt fram bréf formanns SAMFOKS frá 21. f.m., þar sem óskað er eftir áheyrnarfulltrúa í samgöngunefnd. Vísað til umsagnar samgöngunefndar.

24. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 18. f.m. um mat á varðveislugildi húsa í miðborg Reykjavíkur. Jafnframt lögð fram samþykkt menningarmálanefndar frá 20. mars s.l. ásamt mati borgarminjavarðar á varðveislugildinu. Borgarráð samþykkir umsögnina.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 25. f.m., þar sem lagt er til að Kristjáni H. Theódórssyni og Gróu Sigurðardóttur verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 32 við Rauðagerði. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 27. f.m., þar sem lagt er til að Samtökum aldraðra verði úthutað byggingarrétti fyrir 27 íbúða fjölbýlishús á lóð nr. 14 við Dalbraut. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 18. f.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 25. febrúar s.l. um bann við bifreiðastöðum á Skúlagötu austan Barónsstígs. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 15.45.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason
Árni Þór Sigurðsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson