Borgarráð - Fundur nr. 4745

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 25. júní var haldinn 4745. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.15. Viðstaddir voru Árni Þór Sigurðsson, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein, Anna Kristinsdóttir, Björn Bjarnason, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 24. þ.m., sbr. samþykkt borgarstjórnar 20. s.m. um umboð til borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 31. maí.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 24. þ.m., sbr. samþykkt borgarstjórnar 20. s.m. um heildarstefnu í orkumálum. Frestað.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 24. þ.m., sbr. samþykkt borgarstjórnar 20. s.m. um aukna samþættingu leikskóla og grunnskóla. Frestað.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 24. þ.m. varðandi tillögu Ólafs F. Magnússonar um Kárahnjúkavirkjun, vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 20. s.m.

6. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 24. þ.m. varðandi heimild til aðildar Reykjavíkurborgar að sérstökum viðauka í rammasamningi Ríkiskaupa vegna kaupa á Microsoft leyfum og hugbúnaði. Jafnframt lögð fram orðsending forstöðumanns upplýsinga- og tækniþjónustu frá 7. þ.m. Erindi forstjóra Innkaupastofnunar samþykkt.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 31. f.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar frá 27. s.m. um tillögu að skammstöfun á nafni Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 14. þ.m. og gatnamálastjóra frá 24. þ.m., ásamt fylgiskjölum. Borgarráð telur ekki ástæðu til þeirra breytinga sem tillagan felur í sér.

8. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. þ.m. varðandi tilnefningu fulltrúa á landsþing sambandsins, sem haldið verður á Akureyri 25. – 27. september n.k.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 24. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu deiliskipulags við Neskirkju. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 24. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um að beita skuli Byggingarfélagið Klöpp ehf. dagsektum, kr. 50.000 á dag, vegna Skúlagötu 32-34, að nánari skilyrðum uppfylltum. Samþykkt.

11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Árvakurs hf. frá 24. þ.m. varðandi vilyrði fyrir lóð í Hádegismóum. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag. Erindi skrifstofustjóra borgarverkfræðings samþykkt. Björn Bjarnason vék af fundi við meðferð málsins.

12. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21. þ.m. þar sem lagt er til að Ívar Hannesson, handhafi áfengisveitingaleyfis fyrir veitingastaðinn Club Diablo, Austurstræti 6, verði sviptur leyfinu dagana 28., 29. og 30 júní n.k. vegna ítrekaðra brota á áfengislögum. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf Ólafs F. Magnússonar frá 24. þ.m., þar sem tilkynnt er að eftirtaldir aðilar verði áheyrnarfulltrúar Frjálslyndra og óháðra í tilgreindum nefndum borgarinnar, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs 14. þ.m.

Í skipulags- og byggingarnefnd: Ólafur F. Magnússon Til vara: Sveinn Aðalsteinsson

Í félagsmálaráð: Margrét Sverrisdóttir Til vara: Gísli Helgason 14. Lögð fram ársskýrsla menningarmála 2001, dags. í júní 2002.

15. Lagður fram ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2001, ásamt endurskoðunarskýrslu Deloitte & Touche, dags. 26. mars s.l. Jafnframt lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 13. þ.m.

16. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 21. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði eftir að umsóknarfrestur rann út. Borgarráð samþykkir styrk að fjárhæð kr. 200.000 af liðnum ófyrirséð útgjöld til samstarfshóps um vitundarvakninguna ,,Sleppum fordómum”. Erindum Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Stefáns Kristjánssonar frestað.

17. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 24. þ.m. varðandi úthlutun útgjaldaramma í fjárhagsáætlun ársins 2003 til fagnefnda. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 24. þ.m. varðandi rekstur tívolís í Reykjavík í sumar, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs 4. þ.m.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m. varðandi leiðréttingu á úthlutun viðbótarlóðar við lóðina nr. 74 við Álfheima, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs 16. apríl s.l. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 18. þ.m., þar sem lagt er til að Leigufélag Búseta ehf. verði lóðarhafi lóðarinnar nr. 6-12 (jafnar tölur) við Þorláksgeisla. Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. þ.m., þar sem lagt er til að Sólhofi ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 2 við Jörfagrund. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. þ.m., þar sem lagt er til að Sólhofi ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 7 við Jörfagrund. Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. þ.m., þar sem lagt er til að Bygg Ben ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 8 við Jörfagrund. Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. þ.m., þar sem lagt er til að Bygg Ben ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 10 við Jörfagrund. Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, þar sem lagt er til að Kristjáni H. Theódórssyni og Gróu Sigurðardóttur verði úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 32 við Rauðagerði. Frestað.

26. Lagt fram bréf stjórnar íbúasamtaka Kjalarness frá 6. þ.m. um eignarmörk landa á Kjalarnesi. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. s.m. Erindi skrifstofustjóra borgarverkfræðings samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 24. þ.m. um breytingu á samþykkt fyrir stjórn Innkaupastofnunar og staðfestingu á kjöri formanns stjórnarinnar. Frestað.

Fundi slitið kl. 15.10.

Árni Þór Sigurðsson

Alfreð Þorsteinsson Anna Kristinsdóttir
Björn Bjarnason Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Stefán Jón Hafstein